Reykjavík Nýir eigendur taka við Melabúðinni Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri. Viðskipti innlent 10.7.2024 16:34 Vegabræði í Breiðholti endaði með árás Upp úr sauð í umferðinni á Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegisleytið í gær. Annar maðurinn mundaði óþekkt barefli og sló öryggisvörð með því þegar þeir mættust á umferðareyju á Stekkjarbakka. Hann særðist þó ekki alvarlega. Innlent 10.7.2024 13:59 Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu frambærilegir til vinnu Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum. Innlent 9.7.2024 20:01 Sérsveitaraðgerð í Árbænum í dag Sérsveitin var kölluð til um kl 13:30 vegna gruns um að maður í Árbænum væri vopnaður hnífi. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig fór. Innlent 9.7.2024 18:07 Beinin sem fundust virðast vera af dýri Lögreglan segir að bein sem fundust við gatnaframkvæmdir í miðborg Reykjavíkur í morgun virðist við fyrstu skoðun vera af dýri. Innlent 9.7.2024 17:39 Rannsaka bein sem fundust í miðborginni Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar bein sem fundust á framkvæmdasvæði í miðborg Reykjavíkur í dag. Innlent 9.7.2024 15:02 Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Innlent 9.7.2024 11:24 Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur. Innlent 9.7.2024 08:35 Alelda bifreið við Rauðavatn Bíll valt við Rauðavatn í gær. Eftir að ökumanni var bjargað úr bílnum kviknaði í honum. Fjallað er um málið í dagbók lögreglu og færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Innlent 9.7.2024 06:42 Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi vegfarenda Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar. Innlent 8.7.2024 23:16 Bíll í ljósum logum eftir veltu við Rauðavatn Einn er slasaður eftir að bíll valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á Suðurlandsvegi við Rauðavatn fyrir stuttu. Innlent 8.7.2024 21:03 Læknirinn sem varð fyrir árásinni ætlar lengra með málið Heimilislæknir sem varð fyrir árás sjúklings á heilsugæslu í Reykjavík en fær ekki bætur frá ríkinu vegna málsins hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Innlent 8.7.2024 15:56 Lokað frá Heklu að Nóatúni í hálfan mánuð Laugavegi verður lokað í báðar áttir milli gatnamóta Nóatúns og Laugavegs og Laugavegs 172, þar sem bílaumboðið Hekla er til húsa. Veginum verður lokað frá og með 15. júlí út 29. júlí. Innlent 8.7.2024 14:28 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. Innlent 8.7.2024 12:58 Komu sér af vettvangi eftir árás á fjóra á veitingastað Enginn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar sem beindist gegn fjórum einstaklingum og átti sér stað á veitingastað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti, aðfaranótt sunnudags. Innlent 8.7.2024 10:36 Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. Innlent 7.7.2024 10:17 Slökkviliðið kallað út vegna reyks á skemmtistað Næturvaktin hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var mjög erilsöm eftir því sem fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins. Innlent 7.7.2024 08:48 Eldur kviknaði inni á veitingastað í Ármúla Allir tiltækir dælubílar voru sendir á veitingastað í Ármúla um tíuleytið í kvöld. Eldurinn reyndist minni háttar. Innlent 6.7.2024 23:45 Fluttu sex á slysadeild eftir harðan árekstur í Breiðholti Sex voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um nokkuð harðan árekstur og voru tveir dráttarbílar og fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang slyssins. Innlent 6.7.2024 14:19 „Ótrúlegt hvað er hægt ef maður hefur hugmyndaflugið“ Mál gáms sem fluttur var út fyrir bæjarmörk án vitundar eiganda hans og tíu til fjórtán milljóna króna innihaldi þess stolið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglu en rannsóknin hefur ekki leitt neitt í ljós enn sem komið er. Innlent 6.7.2024 11:20 Maður handtekinn tvisvar í nótt fyrir sama brot Ökumaður bifreiðar var handtekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en hann reyndist sviptur ökuréttindum. Hann var færður til sýnatöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og var laus úr haldi að því loknu. Innlent 6.7.2024 07:19 Dæmdar tæplega fimmtíu milljónir fjórtán árum eftir handtökuna Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni. Innlent 5.7.2024 11:45 Allsgáður en ók niður ljósastaur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni. Innlent 5.7.2024 06:32 Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Innlent 4.7.2024 20:47 Mátti ekki pissa á starfsmann svo hann meig á glugga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um mann sem hótaði að pissa á starfsmann verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar manninum var vísað út meig hann á glugga verslunarinnar. Innlent 4.7.2024 18:51 Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóróveiru síðasta sumar Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar. Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. Innlent 4.7.2024 10:00 Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Innlent 3.7.2024 21:01 Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Innlent 3.7.2024 20:55 Skemmdu bíla í reiðiskasti áður en þeir flúðu lögreglu á rafskútu Tveir góðkunningjar lögreglunnar sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru nú lausir úr haldi. Mennirnir ullu skemmdum á ökutækjum við Granda í Reykjavík, og flúðu svo lögreglu á rafhlaupahjóli. Innlent 3.7.2024 14:58 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Innlent 3.7.2024 14:30 « ‹ 28 29 30 31 32 33 34 35 36 … 334 ›
Nýir eigendur taka við Melabúðinni Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri. Viðskipti innlent 10.7.2024 16:34
Vegabræði í Breiðholti endaði með árás Upp úr sauð í umferðinni á Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegisleytið í gær. Annar maðurinn mundaði óþekkt barefli og sló öryggisvörð með því þegar þeir mættust á umferðareyju á Stekkjarbakka. Hann særðist þó ekki alvarlega. Innlent 10.7.2024 13:59
Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu frambærilegir til vinnu Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum. Innlent 9.7.2024 20:01
Sérsveitaraðgerð í Árbænum í dag Sérsveitin var kölluð til um kl 13:30 vegna gruns um að maður í Árbænum væri vopnaður hnífi. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig fór. Innlent 9.7.2024 18:07
Beinin sem fundust virðast vera af dýri Lögreglan segir að bein sem fundust við gatnaframkvæmdir í miðborg Reykjavíkur í morgun virðist við fyrstu skoðun vera af dýri. Innlent 9.7.2024 17:39
Rannsaka bein sem fundust í miðborginni Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar bein sem fundust á framkvæmdasvæði í miðborg Reykjavíkur í dag. Innlent 9.7.2024 15:02
Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Innlent 9.7.2024 11:24
Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur. Innlent 9.7.2024 08:35
Alelda bifreið við Rauðavatn Bíll valt við Rauðavatn í gær. Eftir að ökumanni var bjargað úr bílnum kviknaði í honum. Fjallað er um málið í dagbók lögreglu og færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Innlent 9.7.2024 06:42
Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi vegfarenda Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar. Innlent 8.7.2024 23:16
Bíll í ljósum logum eftir veltu við Rauðavatn Einn er slasaður eftir að bíll valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á Suðurlandsvegi við Rauðavatn fyrir stuttu. Innlent 8.7.2024 21:03
Læknirinn sem varð fyrir árásinni ætlar lengra með málið Heimilislæknir sem varð fyrir árás sjúklings á heilsugæslu í Reykjavík en fær ekki bætur frá ríkinu vegna málsins hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Innlent 8.7.2024 15:56
Lokað frá Heklu að Nóatúni í hálfan mánuð Laugavegi verður lokað í báðar áttir milli gatnamóta Nóatúns og Laugavegs og Laugavegs 172, þar sem bílaumboðið Hekla er til húsa. Veginum verður lokað frá og með 15. júlí út 29. júlí. Innlent 8.7.2024 14:28
Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. Innlent 8.7.2024 12:58
Komu sér af vettvangi eftir árás á fjóra á veitingastað Enginn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar sem beindist gegn fjórum einstaklingum og átti sér stað á veitingastað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti, aðfaranótt sunnudags. Innlent 8.7.2024 10:36
Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. Innlent 7.7.2024 10:17
Slökkviliðið kallað út vegna reyks á skemmtistað Næturvaktin hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var mjög erilsöm eftir því sem fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins. Innlent 7.7.2024 08:48
Eldur kviknaði inni á veitingastað í Ármúla Allir tiltækir dælubílar voru sendir á veitingastað í Ármúla um tíuleytið í kvöld. Eldurinn reyndist minni háttar. Innlent 6.7.2024 23:45
Fluttu sex á slysadeild eftir harðan árekstur í Breiðholti Sex voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um nokkuð harðan árekstur og voru tveir dráttarbílar og fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang slyssins. Innlent 6.7.2024 14:19
„Ótrúlegt hvað er hægt ef maður hefur hugmyndaflugið“ Mál gáms sem fluttur var út fyrir bæjarmörk án vitundar eiganda hans og tíu til fjórtán milljóna króna innihaldi þess stolið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglu en rannsóknin hefur ekki leitt neitt í ljós enn sem komið er. Innlent 6.7.2024 11:20
Maður handtekinn tvisvar í nótt fyrir sama brot Ökumaður bifreiðar var handtekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en hann reyndist sviptur ökuréttindum. Hann var færður til sýnatöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og var laus úr haldi að því loknu. Innlent 6.7.2024 07:19
Dæmdar tæplega fimmtíu milljónir fjórtán árum eftir handtökuna Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni. Innlent 5.7.2024 11:45
Allsgáður en ók niður ljósastaur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni. Innlent 5.7.2024 06:32
Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Innlent 4.7.2024 20:47
Mátti ekki pissa á starfsmann svo hann meig á glugga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um mann sem hótaði að pissa á starfsmann verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar manninum var vísað út meig hann á glugga verslunarinnar. Innlent 4.7.2024 18:51
Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóróveiru síðasta sumar Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar. Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. Innlent 4.7.2024 10:00
Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Innlent 3.7.2024 21:01
Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Innlent 3.7.2024 20:55
Skemmdu bíla í reiðiskasti áður en þeir flúðu lögreglu á rafskútu Tveir góðkunningjar lögreglunnar sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru nú lausir úr haldi. Mennirnir ullu skemmdum á ökutækjum við Granda í Reykjavík, og flúðu svo lögreglu á rafhlaupahjóli. Innlent 3.7.2024 14:58
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Innlent 3.7.2024 14:30