Reykjavík

Fréttamynd

Leit að Sigur­veigu lokið

Leit að Sigur­veigu Steinunni Helga­dóttur er lokið. Hún hefur sjálf látið vita af sér. Þetta stað­festir bróðir hennar, Þor­valdur S. Helga­son.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legt magn af rottu­skít og um tuttugu tonnum af mat fargað

Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn á Dubliner segist hafa verið „svo grillaður“

Karlmaður um þrítugt sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum The Dubliner í mars kaus að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagðist hafa verið „svo grillaður“ á þeim tíma sem atburðurinn átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í kjallara á Stórhöfða

Eldur kom upp í kjallara iðnaðarhúsnæðis á Stórhöfða í Reykjavík í morgun. Slökkviliðið fékk tilkynninguna upp úr klukkan fimm og þegar komið var á vettvang sást eldur loga fyrir utan húsið.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán og ekið um með unga­barn í fanginu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vopnað rán í póstnúmerinu 105. Var greint frá því að einstaklingur hefði ógnað öðrum með skotvopni og krafið um fjármuni.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík

Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram.

Lífið
Fréttamynd

Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum

Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig.

Innlent
Fréttamynd

Kona ráfandi um á sokkunum

Tæplega áttatíu mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að nokkuð hafi verið um ölvun og stimpingar í miðborginni. Þar gistu þrír einstaklingar fangageymslu eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Furða sig yfir að rannsóknin nái ekki yfir allan tímann

Fólk sem var vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins gagnrýnir að heimilið hafi ekki verið rannsakað allan þann tíma sem það starfaði. Vísbendingar séu um að börn hafi sætt illri meðferð þar allt til ársins 1979. Ráðherra býst við að sanngirnisbætur verði ákveðnar í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Fresta opnun Laugardalslaugar

Reykjarvíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ekki verði unnt að opna Laugardalslaug 10. október eins og fyrirhugað var.

Innlent
Fréttamynd

Inga Lind mætti í einkapartý

Það var heldur betur góð stemmning á Hverfisgötunni í gær þar sem eigendur Röntgen buðu útvöldum til haustfögnuðar. Staðurinn var lokaður almenningi á milli 17 og 19 á meðan gestir nutu drykkja og matar auk tónlistar.

Lífið
Fréttamynd

„Enginn svefn í 365 nætur“

Athafnakonan og tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir fagnaði eins árs afmæli yngstu dóttur hennar og Gunnars Steins Jónssonar handboltakappa, Önnu Magdalenu, í gær. Hún segir árið hafa einkennst af miklu svefnleysi.

Lífið
Fréttamynd

Hvað telst vera eðlileg leið heim úr vinnu?

Hæstiréttur ákvað í fyrradag að skokkari sem lenti í slysi á leið heim úr vinnu eigi rétt á bótum eins og um vinnuslys hafi verið að ræða þar sem leiðin milli vinnustaðar og heimilis taldist eðlileg, þrátt fyrir að ekki hafi verið um stystu leið að ræða. En hvað telst eðlileg leið? 

Innlent
Fréttamynd

„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“

Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað.

Innlent