Reykjavík

Fréttamynd

Frum­kvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember

Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho.

Lífið
Fréttamynd

Örn í sex ára fangelsi fyrir til­raun til manndráps

Örn Geirdal Steinólfsson, 48 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í vesturbæ Reykjavíkur í janúar síðastliðnum. Þá þarf hann að greiða karlmanni sem hlaut hættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar í MR sam­þykkja verk­fall

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna vill halda sæti sínu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur lýst því yfir að hún vilji leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Innlent
Fréttamynd

Loka Sæ­braut á laugar­dag vegna kvik­mynda­töku

Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Ráðist á starfs­fólk hótels

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður hafa ráðist á starfsfólk hótels í póstnúmerinu 105.

Innlent
Fréttamynd

Kveiktu í dans­gólfinu í Iðnó

Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012.

Lífið
Fréttamynd

Orðum fylgir á­byrgð!

Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum gönguvæna borg

Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. 

Skoðun
Fréttamynd

Dagur bað kennara af­sökunar titrandi röddu

Kennarafélag Reykjavíkur boðaði til samstöðumótmæla fyrr í dag og safnaðist mikill fjöldi kennara saman fyrir utan Ráðhúsið klukkan fjórtán. Orð Einars Þorsteinssonar borgarstjóra þess efnis að viðsemjendur vilji semja sig frá kennslu sitja í kennurum en Dagur B. Eggertsson forseti borgarstjórnar tók á móti hópnum og tókst að slá á reiðina með einlægri afsökunarbeiðni.

Innlent
Fréttamynd

Á­tök Ás­laugar og Guð­laugs Þórs ekki endur­tekin

Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfir­lið yfir einni mynd

Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar segist ekki muna eftir viðlíka viðbrögðum gesta kvikmyndahússins og við bandarísku bíómyndinni The Substance með Demi Moore í aðalhlutverki. Hún segir þó nokkra gesti hafa fallið í yfirlið yfir myndinni og þá séu dæmi um að fólk kasti upp en vegna þessa hefur starfsfólk tekið upp sérstaka verkferla svo hægt sé að koma gestum kvikmyndahússins til aðstoðar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mikið undir á fyrsta sátta­fundi eftir verk­falls­boðun

Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum.

Innlent
Fréttamynd

Meintur nethrellir fær bætur vegna hús­leitar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manni sem grunaður var um að ofsækja konu miskabætur vegna húsleitar, handtöku og haldlagningu tækjabúnaðar í fleiri ár. Þær bætur sem hann fékk voru þó umtalsvert lægri en þær sem hann krafðist.

Innlent
Fréttamynd

Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir sér þykja það leitt að ummæli sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafi verið túlkuð á þann veg að hann beri ekki virðingu fyrir störfum kennara.

Innlent
Fréttamynd

Kæru kennarar

Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. 

Skoðun
Fréttamynd

Sjóð­heitt menningarrými á Baldurs­götu

Menningarlífið iðar á Baldursgötu 36 þar sem nýtt listrænt rými var að opna. Þar má finna ýmis konar handverk, bókabúð með sérvöldum bókum hvaðan af úr heiminum og myndlistar-og hönnunarstofu. Opnuninni var fagnað með stæl síðastliðinn fimmtudag.

Menning
Fréttamynd

Opið bréf til borgar­stjóra

Ég ætla að byrja á að viðurkenna mistök mín og gangast við þeim því það er það sem ég kenni nemendum mínum að gera og vonast til að kenna þér það með þessu bréfi.

Skoðun