
Hveragerði

Gerður Huld seldi húsið á 239 milljónir
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, seldi einbýlishús sitt við Þrymsali 1 í Kópavogi á dögunum. Um er að ræða 404 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2008.

Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó
Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft.

Ávaxtakarfan frumsýnd í Hveragerði
Immi ananas, Mæja jarðarber, Rauða eplið, Gedda gulrót og græni bananinn verða eflaust áberandi í Hveragerði á næstu vikum því Ávaxtakarfan var frumsýnt þar í dag eftir margra vikna æfingaferli. Leikstjórinn er hæst ánægður með útkomuna.

Reikna með 700 þúsund ferðamönnum í Reykjadal
Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar.

Lækkun gjalda fyrir barnafjölskyldur í Hveragerði
Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til.

Forseti Íslands leggur áherslu á friðsæl samfélög á Norðurlöndum
Forseti Íslands leggur áherslu á að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu því stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka þegar friður er annars vegar.

Mikil fagnaðarlæti vegna hænu í Hveragerði
Mikil gleði braust út á heimili mæðgna í Hveragerði í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga. Mæðgurnar voru búnir að gefa það upp bátinn að Sóley fyndist á lífi en það ótrúlega gerðist, hún kom sprelllifandi heim.

Húsbíll valt í hvassviðri í Kömbunum
Þrír sluppu ómeiddir þegar húsbíll valt og hafnaði utan þjóðvegarins ofarlega í Kömbunum í kvöld. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi á Suðurlandi klukkan níu og segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni ekki stætt á Hellisheiði.

Kjörís gaf nokkur tonn af ís í dag
Mörg tonn af ís runnu ofan í þá tuttugu þúsund gesti, sem heimsóttu Kjörís í Hveragerði í dag á Ísdegi fyrirtækisins þar sem allir gátu fengið eins mikið af ókeypis ís eins og þeir vildu. Nokkrir furðulegir ísar voru á boðstólnum, til dæmis laxaís, harðfiskís og sinnepsís.

Harðfisk-, laxa- og beikonís á Ísdeginum í Hveragerði
Kjörísdagurinn Stóri var haldinn hátíðlegur í Kjörís í Hveragerði í dag í fimmtánda sinn. Hátíðin er dagskrárliður á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum sem er haldin árlega í Hveragerði. Í tilkynningu frá Kjörís kemur fram að gefnir hafi verið um 200 þúsund skammtar af ís og að áætlað sé að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig á hátíðinni.

Bílaröð ísþyrstra
Löng bílaröð hefur myndast á þjóðveginum vestan Hveragerðis. Þangað hafa fjölmargir gert sér ferð á Blómstrandi daga sem fara fram núna um helgina í Hveragerði.

Hinseginfáni skorinn niður í Hveragerði
Tveir hinseginfánar voru skornir niður í Hveragerði í dag, einn við hjúkrunarheimilið Ás og annar við kirkjuna. Sú sem vakti athygli á þessu vill senda fólkinu á bak við verknaðinn ást og frið.

„Við mætum þessu með því að stækka fánann“
Bæjarráð í Hveragerði ákvað á fundi sínum í morgun að stækka regnbogafánann eftir að unnin voru á honum skemmdarverk í nótt. Starfsfólk bæjarins hefur vinnu við stækkuna í dag. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin.

Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu
Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu.

Verstu skemmdarverk í sögu Lystigarðsins
Unnar hafa verið miklar skemmdir á grasflötinni í Lystigarðinum í Hveragerði og hefur málið verið tilkynnt til Lögreglunnar á Suðurlandi. Talið er að óprúttnir aðilar hafi ekið um blautan garðinn á vespum.

Glæsilegt gullregn og hlynur í Hveragerði
Eitt glæsilegasta gullregn landsins, ef ekki það glæsilegasta er í garði í Hveragerði en það hefur aldrei blómstrað jafn mikið og í sumar. Þá er líka glæsilegur hlynur í garðinum.

Viðrar vel til hátíða víðs vegar um helgina
Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.

Pétur G. Markan og Margrét selja einbýli við eina fallegustu götu Hafnarfjarðar
Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis og eiginkona hans Margrét Lilja Vilmundardóttir prestur hafa sett einbýlishús sitt við Austurgötu í Hafnarfirði á sölu. Húsið var byggt árið 1906. Ásett verð er 91,9 milljónir.

Starfsmennirnir útskrifaðir af sjúkrahúsi en starfsfólk harmi slegið
Framkvæmdastjóri endurvinnslufyrirtækisins Pure North segir lukka að ekki varð manntjón þegar eldur kviknaði í starfsstöð fyrirtækisins í nótt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoðann en eru að hans sögn báðir útskrifaðir.

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða hjá Pure North
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú eldsvoða sem kom upp á starfsstöð endurvinnslufyrirtækisins Pure North í Hveragerði rétt fyrir miðnætti í nótt.

Alls konar veðrabrigði vel heppnaður Hengill Ultra
Hengill Ultra fór fram í Hveragerði um helgina. Aðstæður voru krefjandi en mótið þótti heppnast vel.

Kynfræðingurinn flytur úr Hveragerði
Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur hefur sett glæsilegt parhús í Hveragerði á sölu. Um er að ræða 144 fermetra nýlega eign á einni hæð. Ásett verð er 89,8 milljónir.

Fegurðin og gleðin í myndlistinni
Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu blómstrar nú sem aldrei fyrr því félagsmönnum fjölgar og fjölgar og myndlistarsýningum í takt við það. Nýjasta sýningin, sem heitir "Gróskan” hefur verið opnuð í blómabænum Hveragerði.

Ætla að vera aðeins „hógværari“ en Ölfus við gerð bæjarskiltis
Til stendur að reisa nokkur skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar á þessu ári. Í minnisblaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar bæjarins er lagt til að vera ögn „hógværari“ en nágrannarnir í Ölfusi við gerð skiltanna.

„Fjölskyldan stækkar og heimurinn hlær af hamingju“
Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis og eiginkona hans Margrét Lilja Vilmundardóttir prestur eignuðust stúlku í vikunni. Pétur deilir gleðifregnunum í færslu á Facebook.

Eldskírn að hitta karlakórinn
Pétur G. Markan er að taka við bæjarstjórataumunum í Hveragerði. Það leggst vel í biskupsritarann sem segja má að sé með Guð í farteskinu.

Pétur Markan næsti bæjarstjóri Hveragerðis
Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mun leggja það til á aukafundi bæjarstjórnar 2. apríl að Pétur G. Markan verði næsti bæjarstjóri Hveragerðis. Pétur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni. Starfslokasamningur hans var samþykktur á fundi bæjarstjórnar síðasta föstudag.

Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf
Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag.

Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn
Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn.

Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans
Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað.