Hveragerði

Fréttamynd

Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu

Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði.

Innlent
Fréttamynd

Út­skýrir vinnu­brögð lög­reglunnar í hand­tökunni í Hvera­gerði

Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum

Hjónin Valdimar og Hanna María Rand­rup, í­búar í Hvera­gerði, voru hand­tekin í fyrra­kvöld þar sem am­feta­mín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvan­se sem þau eru á. Fjór­tán ára sonur þeirra varð eftir heima. For­maður ADHD sam­takanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri inn­viða­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra á­byrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu eldisstjóra til Færeyja

Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Héldu eldi í skefjum með garð­slöngu

Eldur kviknaði í húsi í Hveragerði í morgun á meðan íbúar þess, fimm manna fjölskylda, voru fjarverandi. Nágrannar brugðust hratt við og notuðu garðslöngu til þess að halda eldinum í skefjum.

Innlent
Fréttamynd

Apinn Bóbó heiðursgestur í Hveragerði um helgina

Það var mikill fögnuður í Hveragerði í dag þegar apinn Bóbó kom með sendibíl úr Reykjavík til að taka þátt í bæjarhátíðinni “Blómastrandi dagar” um helgina. Hér erum við að tala um arftaka apa, sem margir muna eftir úr Eden.

Innlent
Fréttamynd

Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði?

Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“

Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna.

Innlent
Fréttamynd

Uppbygging íþróttaaðstöðu í Hveragerði

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar.

Skoðun
Fréttamynd

Fresta byggingu nýrrar Hamars­hallar

Bæjar­stjórn Hvera­gerðis­bæjar telur ekki raun­hæft að halda á­fram með sam­keppnis­við­ræður um upp­byggingu Hamars­hallarinnar. Nauð­syn­legt er talið að for­gangs­raða fjár­munum bæjarins í stækkun skolp­hreinsi­stöðvar vegna aukinnar í­búa­fjölgunar og upp­byggingu á gervi­gras­velli. 

Innlent
Fréttamynd

Rúta brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Innlent
Fréttamynd

Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum

Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði

„Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“

Lífið
Fréttamynd

„Slæma daga forðast ég að vera utan­dyra í hverfinu“

Bæjar­ráð Hvera­gerðis­bæjar harmar upp­lifun íbúa í Hvera­gerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lykt­mengunar og plast­salla sem sagður er berast frá endur­vinnslu­fyrir­tækinu Pure North. For­stjóri endur­vinnslunnar segir fyrir­tækið eiga í góðu sam­starfi við heil­brigðis­yfir­völd og leiti sí­fellt leiða til að bæta starf­semi sína.

Innlent
Fréttamynd

Mæður í Hveragerði búnar að fá sig fullsaddar af stöðunni

Þrjár mæður sem búa í Hveragerði, og hafa fengið nóg af samningsleysi og verkföllum, boða til samstöðufundar klukkan tíu í fyrramálið fyrir starfsfólk BSRB en samstöðufundurinn er haldinn við Borgartún 30 í Reykjavík þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga er til húsa.

Innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að laga gufu­lögnina á ný til að geta haldið úti sund­kennslu

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar.

Innlent
Fréttamynd

Samninga­fundi slitið og stefnir í verk­föll

Samninga­fundi BSRB og Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. For­maður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verk­föll hefjast því að ó­breyttu á mánu­dag.

Innlent
Fréttamynd

Umferð hleypt á nýja veginn um Ölfus á næstu dögum

Nýr kafli hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss er að verða tilbúinn, nærri þremur mánuðum á undan áætlun, og er stefnt að því að önnur akrein síðasta áfangans verði opnuð umferð í lok vikunnar og hin akreinin í næstu viku.

Innlent