Ölfus Bein útsending: Hlaupa allt upp í 161 kílómetra á Hengilssvæðinu Salomon Hengill Ultra utanvegahlaupið fer fram í Hveragerði í dag og á morgun, 9. og 10. júní. Sérfræðingar Vísis stýra maraþonútsendingu frá keppninni, sem má sjá hér að neðan. Lífið 9.6.2023 08:54 Fimmtíu þúsund löxum slátrað í fyrstu uppskeru Fyrstu slátrun á laxi í landeldisstöð Landeldis hf. er lokið með slátrun tæplega fimmtíu þúsund laxa. Innlent 8.6.2023 22:01 Óvænt ánægja þegar tjaldsegg fundust við leiði Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar. Lífið 4.6.2023 15:29 Tæpur milljarður í áburðarverksmiðju í Ölfusi Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, LIFE, hefur veitt íslenska samstarfsverkefninu Terraforming LIFE styrk upp á tæpan milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins. Viðskipti innlent 1.6.2023 11:07 Borðaklipping og nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss Nýr kafli var skrifaður í samgöngumál á Suðurlandi í dag þegar nýr vegarkafli á milli Hveragerðis og Selfoss var opnaður með borðaklippingu. Um ellefu þúsund bílar fara um veginn á hverjum sólarhring. Innlent 25.5.2023 20:04 Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. Innlent 22.5.2023 12:57 Hætta skapist ef jarðhitinn færist nær Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu. Innlent 13.5.2023 16:55 Samningafundi slitið og stefnir í verkföll Samningafundi BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. Formaður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verkföll hefjast því að óbreyttu á mánudag. Innlent 12.5.2023 15:22 Rýkur úr hringveginum í Hveradalsbrekku Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu. Innlent 11.5.2023 22:54 Kjaradeilan harðnar: BSRB gerir sveitarfélögum upp leit að meðvirku starfsfólki BSRB hóf í dag óvenjulega auglýsingaherferð vegna kjaradeilu sinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samskiptastjóri BSRB segir markmiðið að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem mismuni starfsfólki sínu. Deiluaðilar munu funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 á morgun. Innlent 11.5.2023 14:55 Umferð hleypt á nýja veginn um Ölfus á næstu dögum Nýr kafli hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss er að verða tilbúinn, nærri þremur mánuðum á undan áætlun, og er stefnt að því að önnur akrein síðasta áfangans verði opnuð umferð í lok vikunnar og hin akreinin í næstu viku. Innlent 10.5.2023 21:41 BSRB boðar til verkfalla í sex sveitarfélögum til viðbótar Yfirgnæfandi meirihluti félaga BSRB í sex sveitarfélögum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi. Innlent 4.5.2023 12:39 Vörubíll valt í Þrengslum Vegurinn um Þrengsli var lokaður í um tvo tíma í morgun eftir að vörubíll valt á fimmta tímanum í nótt. Innlent 24.4.2023 07:46 Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn. Innlent 22.4.2023 20:05 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. Viðskipti innlent 18.4.2023 22:00 Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti. Innlent 26.3.2023 20:06 Íbúum í Þorlákshöfn hefur fjölgað um 20 prósent á fimm árum Ekkert lát er á uppbyggingu í Þorlákshöfn en þar hefur íbúum fjölgað um tuttugu prósent á síðustu fimm árum. Ný hverfi rísa eins og gorkúlur um bæjarfélagið og atvinnutækifæri eru næg. Innlent 19.3.2023 20:04 Hundurinn Bangsi fannst eftir ótrúlega björgun Eigendur Bangsa, sem er sjö ára gamall labrador, eru í skýjunum eftir að fjölmargir lögðu hönd á plóg og náðu að finna Bangsa eftir sólarhringslanga leit í gær, sem var lyginni líkust. Innlent 15.3.2023 23:56 Ölfus og Hveragerðisbær ekki í eina sæng í bili Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir sameiningu sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðisbæjar ekki á dagskrá bæjarstjórnar þess fyrrnefnda. Bæjarfulltrúi í Hveragerði vill sameina sveitarfélagið að nýju. Innlent 15.3.2023 20:17 Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. Skoðun 15.3.2023 17:01 Tvinnbíll á Suðurlandsvegi brann til kaldra kola Þrír farþegar komust undan þegar eldur kviknaði í tvinn-rafbíl á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Innlent 13.3.2023 16:49 Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Innlent 11.3.2023 21:30 800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda Innlent 11.3.2023 13:04 Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Suðurlandsvegur á milli Selfoss og Hveragerðis er lokaður vegna umferðarslyss. Nokkrir voru fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort alvarlega áverka sé að ræða. Innlent 5.3.2023 13:07 Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. Viðskipti innlent 1.3.2023 11:28 170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu. Innlent 25.2.2023 13:04 Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. Innlent 19.2.2023 21:44 Vegagerðin býður út styrkingu Þrengslavegar Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í styrkingu Þrengslavegar á kaflanum milli Lambafells og Litla-Sandfells. Verkinu á að ljúka fyrir lok sumars. Viðskipti innlent 7.2.2023 10:51 Flutningabíll Eimskips fór út af Suðurlandsvegi Vöruflutningabíll frá flutningafyrirtækinu Eimskip fór út af Suðurlandsvegi. Að sögn sjónarvotts átti slysið sér stað rétt fyrir ofan Kambana. Innlent 6.2.2023 14:13 Rúta rann út af vegi á Hellisheiði Rúta fyrirtækisins Bus4U rann út af veginum á Hellisheiði nú í morgun. Tuttugu manns eru í rútunni en engin slys urðu á fólki eða farartækjum. Innlent 10.1.2023 11:37 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 20 ›
Bein útsending: Hlaupa allt upp í 161 kílómetra á Hengilssvæðinu Salomon Hengill Ultra utanvegahlaupið fer fram í Hveragerði í dag og á morgun, 9. og 10. júní. Sérfræðingar Vísis stýra maraþonútsendingu frá keppninni, sem má sjá hér að neðan. Lífið 9.6.2023 08:54
Fimmtíu þúsund löxum slátrað í fyrstu uppskeru Fyrstu slátrun á laxi í landeldisstöð Landeldis hf. er lokið með slátrun tæplega fimmtíu þúsund laxa. Innlent 8.6.2023 22:01
Óvænt ánægja þegar tjaldsegg fundust við leiði Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar. Lífið 4.6.2023 15:29
Tæpur milljarður í áburðarverksmiðju í Ölfusi Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, LIFE, hefur veitt íslenska samstarfsverkefninu Terraforming LIFE styrk upp á tæpan milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins. Viðskipti innlent 1.6.2023 11:07
Borðaklipping og nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss Nýr kafli var skrifaður í samgöngumál á Suðurlandi í dag þegar nýr vegarkafli á milli Hveragerðis og Selfoss var opnaður með borðaklippingu. Um ellefu þúsund bílar fara um veginn á hverjum sólarhring. Innlent 25.5.2023 20:04
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. Innlent 22.5.2023 12:57
Hætta skapist ef jarðhitinn færist nær Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu. Innlent 13.5.2023 16:55
Samningafundi slitið og stefnir í verkföll Samningafundi BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. Formaður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verkföll hefjast því að óbreyttu á mánudag. Innlent 12.5.2023 15:22
Rýkur úr hringveginum í Hveradalsbrekku Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu. Innlent 11.5.2023 22:54
Kjaradeilan harðnar: BSRB gerir sveitarfélögum upp leit að meðvirku starfsfólki BSRB hóf í dag óvenjulega auglýsingaherferð vegna kjaradeilu sinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samskiptastjóri BSRB segir markmiðið að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem mismuni starfsfólki sínu. Deiluaðilar munu funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 á morgun. Innlent 11.5.2023 14:55
Umferð hleypt á nýja veginn um Ölfus á næstu dögum Nýr kafli hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss er að verða tilbúinn, nærri þremur mánuðum á undan áætlun, og er stefnt að því að önnur akrein síðasta áfangans verði opnuð umferð í lok vikunnar og hin akreinin í næstu viku. Innlent 10.5.2023 21:41
BSRB boðar til verkfalla í sex sveitarfélögum til viðbótar Yfirgnæfandi meirihluti félaga BSRB í sex sveitarfélögum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi. Innlent 4.5.2023 12:39
Vörubíll valt í Þrengslum Vegurinn um Þrengsli var lokaður í um tvo tíma í morgun eftir að vörubíll valt á fimmta tímanum í nótt. Innlent 24.4.2023 07:46
Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn. Innlent 22.4.2023 20:05
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. Viðskipti innlent 18.4.2023 22:00
Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti. Innlent 26.3.2023 20:06
Íbúum í Þorlákshöfn hefur fjölgað um 20 prósent á fimm árum Ekkert lát er á uppbyggingu í Þorlákshöfn en þar hefur íbúum fjölgað um tuttugu prósent á síðustu fimm árum. Ný hverfi rísa eins og gorkúlur um bæjarfélagið og atvinnutækifæri eru næg. Innlent 19.3.2023 20:04
Hundurinn Bangsi fannst eftir ótrúlega björgun Eigendur Bangsa, sem er sjö ára gamall labrador, eru í skýjunum eftir að fjölmargir lögðu hönd á plóg og náðu að finna Bangsa eftir sólarhringslanga leit í gær, sem var lyginni líkust. Innlent 15.3.2023 23:56
Ölfus og Hveragerðisbær ekki í eina sæng í bili Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir sameiningu sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðisbæjar ekki á dagskrá bæjarstjórnar þess fyrrnefnda. Bæjarfulltrúi í Hveragerði vill sameina sveitarfélagið að nýju. Innlent 15.3.2023 20:17
Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. Skoðun 15.3.2023 17:01
Tvinnbíll á Suðurlandsvegi brann til kaldra kola Þrír farþegar komust undan þegar eldur kviknaði í tvinn-rafbíl á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Innlent 13.3.2023 16:49
Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Innlent 11.3.2023 21:30
800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda Innlent 11.3.2023 13:04
Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Suðurlandsvegur á milli Selfoss og Hveragerðis er lokaður vegna umferðarslyss. Nokkrir voru fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort alvarlega áverka sé að ræða. Innlent 5.3.2023 13:07
Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. Viðskipti innlent 1.3.2023 11:28
170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu. Innlent 25.2.2023 13:04
Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. Innlent 19.2.2023 21:44
Vegagerðin býður út styrkingu Þrengslavegar Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í styrkingu Þrengslavegar á kaflanum milli Lambafells og Litla-Sandfells. Verkinu á að ljúka fyrir lok sumars. Viðskipti innlent 7.2.2023 10:51
Flutningabíll Eimskips fór út af Suðurlandsvegi Vöruflutningabíll frá flutningafyrirtækinu Eimskip fór út af Suðurlandsvegi. Að sögn sjónarvotts átti slysið sér stað rétt fyrir ofan Kambana. Innlent 6.2.2023 14:13
Rúta rann út af vegi á Hellisheiði Rúta fyrirtækisins Bus4U rann út af veginum á Hellisheiði nú í morgun. Tuttugu manns eru í rútunni en engin slys urðu á fólki eða farartækjum. Innlent 10.1.2023 11:37