
Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum
Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell.

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar
Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma.

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar
Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu.

Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal
„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum.

10 ára smalastrákur fer á kostum með tíkinni Gló
Tíu ára strákur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kallar ekki allt ömmu sínu þegar kemur að því að smala kindum með hundi. Hann notar allskonar hljóðskipanir á hundinn, sem hlýðir öllu, sem strákurinn biður hann um að gera.

Sveitarfélagið tekur yfir rekstur laugarinnar og hyggst stórefla starfið
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst taka yfir rekstur Skeiðalaugar í Brautarholti um áramótin þegar samningur við verktaka rennur út. Stefnt er á að lengja opnunartíma laugarinnar verulega. Síðustu ár hefur laugin einungis verið opin tvo daga vikunnar í fjóra tíma í senn.

Hafa áhyggjur af skerðingu lyfjaafgreiðslu í Laugarási
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa báðar lýst yfir áhyggjum af áformum um að loka lyfjaafgreiðslu Lyfju í Laugarási og að afgreiðslan færist inn á heilsugæsluna og starfsfólks þar.

Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti
Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær
Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á.

Fjallaböðin á lokastigi hönnunar
Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum.

Þyrlan sótti slasaða hestakonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt í þessu með slasaða hestakonu innanborðs.

L-listinn með þrjá af fimm fulltrúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Samvinnulistinn, eða L-listinn, var sigursæll í sveitarstjórnarkosningum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á laugardag. Listinn fékk þrjá menn inn í sveitarstjórn af fimm fulltrúum sem þar sitja.

Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust
Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu.

Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum
Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest.

Fuglaflensa greinst hér á landi
Fuglaflensa hefur verið staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi undanfarna daga. Um er að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju við Suðurstandaveg.

Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn
Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær.

Brúskur er nýjasta tískan hjá kindum
Brúskfé er nýjasta tískan þegar íslenska sauðkindin er annars vegar en bóndi á Skeiðunum hefur náð góðum árangri með ræktun fjárins. Brúskurinn, sem er hárbrúskur er á hausnum á kindunum en þó ekki á enninu, heldur í hnakkanum.

Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri
Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London.

Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur
Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Fjórir kiðlingar fæddir: Fyrstu vorboðarnir í sveitinni
Fyrstu vorboðarnir hafa nú litið dagsins ljós á sveitabæ á Suðurlandi því fjórir kiðlingar voru að koma í heiminn þar við mikla ánægju heimilisfólksins.

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu
Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri.

Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“
Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð.

Vonast til þess að geta hafist handa í Kerlingarfjöllum næsta vor
Stefnt er að því að draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Kerlingarfjöllum frá áformum sem kynnt voru árið 2018. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta vor fáist tilskilin leyfi.

Bilun í aflvél í Búrfelli 1 eykur áhættu í rekstri raforkukerfisins
Síðastliðinn laugardag varð bilun í sátri rafala aflvélar 2 í Búrfelli 1. Ekki er búið að staðfesta hversu umfangsmikil bilunin er en í ljósi reynslunnar er lágmarksviðgerðartími í kringum sex vikur.

Lenti lítilli flugvél á bensínstöð
Viðstöddum brá heldur betur í brún í dag þegar lítilli flugvél var lent á plani bensínstöðvar N1 í Árnesi. Upphaflega hélt fólk að um brotlendingu væri að ræða og safnaðist saman á bensínstöðinni.

Nóg um að vera í uppsveitum Árnessýslu
Mikill fjöldi fólks er nú í Uppsveitum Árnessýslu þó engin skipulögð dagskrá sé þar í gangi. Ferðamálafulltrúi svæðisins segir þrátt fyrir það sé mikla afþreyingu í boði fyrir fólk. Miklar þrumur og eldingar voru á svæðinu síðdegis í gær og í gærkvöldi.

Töfrandi stund á leynistað Gnúpverja
Níu mánaða bið en svo kemur sumarið, aftur. Loksins. Íslenskt sumar. Það getur verið svo stórkostlegt en allt stendur þetta og fellur með veðrinu. Að sitja úti í rjómablíðu í íslenskri sveit og slappa af minnir mann á af hverju það er svona gott að búa á Íslandi. Af hverju harkið yfir veturinn er þess virði.

Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti
Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana.

Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar
Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi.