Vopnafjörður

Fréttamynd

Þórunn gerðist kaupakona í sveit og giftist bóndanum

Þórunn Egilsdóttir alþingismaður, sem lést síðastliðið föstudagskvöld, lýsti því á Stöð 2 fyrir níu árum hvernig það kom til að Reykjavíkurstúlka gerðist sauðfjárbóndi á afskekktum sveitabæ hinumegin á landinu.

Lífið
Fréttamynd

Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi

„Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð.

Innlent
Fréttamynd

Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið

Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina

Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hofsá líklega skosk og íslenska fjallasýnin stafræn

Atriði í Netflix-þáttaröðinni The Crown, sem sýna Karl Bretaprins í veiðiferð í Hofsá í Vopnafirði, er ekki tekið upp við ána – og að öllum líkindum ekki einu sinni tekið upp á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra veiðiklúbbsins sem rekur Hofsá.

Innlent
Fréttamynd

Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð

Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Leit að skipverjanum hætt í dag

Leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag. Þetta staðfestir Hinrik Ingólfsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Ganga fjörur í leit að sjómanninum

Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af netabát við Vopnafjarðarhöfn hófst aftur klukkan tíu í morgun. Björgunarsveitir munu ganga fjörur á svæðinu í dag.

Innlent