Langanesbyggð

Fréttamynd

Risa­vaxinn rostungur á flot­bryggju Þórs­hafnar

Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu milljónir til verslana í dreif­býli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Geimskot frá Langanesi misheppnaðist

Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði

Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir upp­byggingu á Langa­nesi fyrir NATO

Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar.

Innlent
Fréttamynd

Tvö ný sveitar­fé­lög urðu til í gær

Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Segir heil­brigðis­þjónustu á lands­byggðinni ó­á­sættan­lega: „Risa­­stórt vanda­­mál sem við höfum aldrei náð að bæta“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ljóst að áskoranir séu til staðar á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu en segir að allir geti sótt sér þjónustu óháð staðsetningu. Þingmaður Pírata segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hafa hrakað gríðarlega undanfarin ár og að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið

Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19.

Innlent