Norðurþing

Fréttamynd

Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík

Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann.

Lífið
Fréttamynd

Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum

Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast

Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni.

Innlent
Fréttamynd

Sér­fræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun

Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bara krapi svo langt sem augað eygir

Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Innlent
Fréttamynd

Krapaflóðið tók sundur stofnstreng

Krapaflóðið í Jökulsá á fjöllum í dag tók í sundur stofnstreng milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að gera við strenginn fyrr en á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum

Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu smitin á Norðurlandi eystra í tæpan mánuð

Tveir eru nú með virka kórónuveirusýkingu á Norðurlandi eystra en fjórðungurinn hefur verið veirulaus síðan 12. desember. Þeir smituðu greindust við landamæraskimun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fann vel fyrir skjálftanum á Húsa­vík

Skjálfti af stærðinni 3,4 reið yfir Húsavík rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Upptök hans voru um 2,3 kílómetra norðvestur af Húsavík. Íbúi á Húsavík segir skjálftann hafa fundist vel í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur Hús­víkinga til að huga að skjálfta­vörnum

Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis.

Innlent