Þingeyjarsveit

Fréttamynd

„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“

Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi.

Innlent
Fréttamynd

Hestar festust á ó­trú­legan hátt saman á hófunum

Hestamannafélagið Skagfirðingur fór í fimm daga ferð um Þingeyjarsveit. Það var mikill hasar í ferðinni og duttu nokkrir knapar af baki. Annan daginn áttu sér stað undur og stórmerki þegar tveir hestar festust saman á hófunum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar kvarti en ferða­mönnum sé nokkuð sama

Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hollenskir túr­istar gapandi hissa á snjó­komu í júlí

Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín.

Veður
Fréttamynd

Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri

Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið.

Innlent
Fréttamynd

Land heldur á­fram að rísa í Öskju

Land­ris heldur á­fram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok septem­ber árið 2021. Þetta sýna nýjustu af­lögunar­mælingar Veður­stofu Ís­lands en engar vís­bendingar eru um aukna virkni um­fram það.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitar­menn lánuðu konum jakkana sína

Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi

Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Frábær opnun í Laxárdalnum

Laxárdalurinn hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár og er nú að verða eitt af vinsælli urriðasvæðum landsins.

Veiði
Fréttamynd

Hellinum verður haldið lokuðum næstu sex mánuði

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að halda nýfundna hellinum í Mývatnssveit lokuðum í sex mánuði til viðbótar. Útfellingar í hellinum eru einsdæmi á Íslandi og teljast afar sjaldgæfar í hraunhellum á heimsvísu. 

Innlent
Fréttamynd

Halda hellinum á­fram lokuðum

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Engin skýr merki um vendingar í Öskju

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum.

Innlent
Fréttamynd

„Engin spurning um það að þetta endar í eld­gosi“

Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 

Innlent
Fréttamynd

Flugu yfir íslitla Öskju

Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í.

Innlent
Fréttamynd

Odd­viti tekur við verk­efnum sveitar­stjórans eftir upp­sögn

Gerði Sigtryggsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, hefur verið falið að taka tímabundið við starfi sveitarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn í starfið. Jón Hrói Finnsson, sem tók við starfi sveitarstjóra síðasta sumar, lagði á dögunum fyrir sveitarstjórn uppsagnarbréf sitt.

Innlent
Fréttamynd

Hálfs metra landris í Öskju

GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni.

Innlent