Akureyri Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum. Viðskipti innlent 1.12.2022 08:01 Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri. Innlent 29.11.2022 12:21 Þrjátíu milljónir til verslana í dreifbýli Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum. Viðskipti innlent 29.11.2022 11:14 Norðurljósin dansa á Akureyri Einstakt sjónarspil mátti sjá á himni yfir Akureyrarbæ í kvöld. Himininn skartaði sínu fegursta þegar norðurljós dönsuðu yfir bænum. Innlent 28.11.2022 21:33 „Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Innlent 28.11.2022 13:33 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Innlent 28.11.2022 12:10 Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. Innlent 25.11.2022 14:28 Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. Innlent 24.11.2022 07:01 Réðst á þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sparkað fótunum undan manninum með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og axlarbrotnaði. Innlent 22.11.2022 19:54 Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. Innlent 22.11.2022 12:08 Oddviti hættir sem bæjarfulltrúi Gunnar Líndal, oddviti L-listans á Akureyri, hefur sagt af sér sem bæjarfulltrúi. L-listinn hlaut þrjá menn kjörna inn í bæjarstjórn í kosningunum í vor. Innlent 18.11.2022 11:36 Styttum biðlista á Akureyri Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Skoðun 16.11.2022 19:00 Þvottavél og þurrkari til vandræða á Akureyri Þónokkur mál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Ölvaður unglingur hafði í hótunum við aðra, umferðarslys á Akureyri og hávaðasöm þvottavél voru meðal hluta sem tilkynnt var um. Innlent 13.11.2022 13:34 Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður. Innlent 12.11.2022 13:05 Akureyrarkirkja öðlast nýtt heiti Sóknarnefnd Akureyrarkirkju samþykkti á fundi sínum í gær að formlegt heiti kirkjunnar yrði Akureyrarkirkja - kirkja Matthíasar Jochumssonar. Nafnabreytingin tók gildi samstundis. Innlent 12.11.2022 07:30 Óviðunandi ástand fyrir Norðlendinga Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Innlent 10.11.2022 10:33 Ekkert plan og reksturinn ósjálfbær Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Skoðun 9.11.2022 13:31 „Pabbi var að lemja mömmu“ Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni. Innlent 9.11.2022 11:03 Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni. Innlent 8.11.2022 21:04 Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi! Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur. Skoðun 8.11.2022 15:30 Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. Innlent 7.11.2022 14:08 Ljúfir nikkutónar Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en félagið æfir einu sinni í viku á Akureyri, auk þess að spila á tónleikum hér á þar. Konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni. Innlent 5.11.2022 20:06 Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Viðskipti innlent 2.11.2022 14:07 Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. Innlent 2.11.2022 13:16 Blússandi aðsókn í Skógarböðin Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. Innlent 1.11.2022 21:05 Bílaleiga Akureyrar með sjö þúsund bíla og 300 starfsmenn Umsvif Bílaleigu Akureyrar hafa aldrei verið eins mikil og í ár en fyrirtækið er með yfir sjö þúsund bíla í leigu og starfsfólkið fór yfir þrjú hundruð í sumar. Þá styttist óðum í fimm hundraðasta rafmagnsbílinn. Innlent 30.10.2022 20:01 Nökkvi bestur og markakóngur | Anton Ari fær gullhanskann KA-maðurinn NökkviÞeyr Þórisson var í dag valinn besti leikmaður Bestu-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Ekki nóg með það heldur getur Nökkvi einnig fagnað markakóngstitlinum. Fótbolti 29.10.2022 15:13 Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun. Menning 29.10.2022 07:01 Akureyringar fundu vel fyrir skjálfta af stærðinni 4 í nótt Klukkan 02.13 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4 um það bil 30 kílómetra austsuðaustur af Grímsey. Skjálftinn fannst vel á Akureyri, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Innlent 27.10.2022 06:35 Fimm ný ríkisstörf á Akureyri Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst flytja fimm opinber sérfræðistörf til Akureyrar. Nýtt teymi verður stofnað í bænum og 21 stöðugildi verða á skrifstofum stofnunarinnar á Akureyri. Ráðherra fagnar fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni. Innlent 25.10.2022 21:13 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 55 ›
Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum. Viðskipti innlent 1.12.2022 08:01
Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri. Innlent 29.11.2022 12:21
Þrjátíu milljónir til verslana í dreifbýli Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum. Viðskipti innlent 29.11.2022 11:14
Norðurljósin dansa á Akureyri Einstakt sjónarspil mátti sjá á himni yfir Akureyrarbæ í kvöld. Himininn skartaði sínu fegursta þegar norðurljós dönsuðu yfir bænum. Innlent 28.11.2022 21:33
„Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Innlent 28.11.2022 13:33
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Innlent 28.11.2022 12:10
Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. Innlent 25.11.2022 14:28
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. Innlent 24.11.2022 07:01
Réðst á þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sparkað fótunum undan manninum með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og axlarbrotnaði. Innlent 22.11.2022 19:54
Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. Innlent 22.11.2022 12:08
Oddviti hættir sem bæjarfulltrúi Gunnar Líndal, oddviti L-listans á Akureyri, hefur sagt af sér sem bæjarfulltrúi. L-listinn hlaut þrjá menn kjörna inn í bæjarstjórn í kosningunum í vor. Innlent 18.11.2022 11:36
Styttum biðlista á Akureyri Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Skoðun 16.11.2022 19:00
Þvottavél og þurrkari til vandræða á Akureyri Þónokkur mál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Ölvaður unglingur hafði í hótunum við aðra, umferðarslys á Akureyri og hávaðasöm þvottavél voru meðal hluta sem tilkynnt var um. Innlent 13.11.2022 13:34
Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður. Innlent 12.11.2022 13:05
Akureyrarkirkja öðlast nýtt heiti Sóknarnefnd Akureyrarkirkju samþykkti á fundi sínum í gær að formlegt heiti kirkjunnar yrði Akureyrarkirkja - kirkja Matthíasar Jochumssonar. Nafnabreytingin tók gildi samstundis. Innlent 12.11.2022 07:30
Óviðunandi ástand fyrir Norðlendinga Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Innlent 10.11.2022 10:33
Ekkert plan og reksturinn ósjálfbær Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Skoðun 9.11.2022 13:31
„Pabbi var að lemja mömmu“ Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni. Innlent 9.11.2022 11:03
Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni. Innlent 8.11.2022 21:04
Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi! Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur. Skoðun 8.11.2022 15:30
Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. Innlent 7.11.2022 14:08
Ljúfir nikkutónar Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en félagið æfir einu sinni í viku á Akureyri, auk þess að spila á tónleikum hér á þar. Konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni. Innlent 5.11.2022 20:06
Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Viðskipti innlent 2.11.2022 14:07
Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. Innlent 2.11.2022 13:16
Blússandi aðsókn í Skógarböðin Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. Innlent 1.11.2022 21:05
Bílaleiga Akureyrar með sjö þúsund bíla og 300 starfsmenn Umsvif Bílaleigu Akureyrar hafa aldrei verið eins mikil og í ár en fyrirtækið er með yfir sjö þúsund bíla í leigu og starfsfólkið fór yfir þrjú hundruð í sumar. Þá styttist óðum í fimm hundraðasta rafmagnsbílinn. Innlent 30.10.2022 20:01
Nökkvi bestur og markakóngur | Anton Ari fær gullhanskann KA-maðurinn NökkviÞeyr Þórisson var í dag valinn besti leikmaður Bestu-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Ekki nóg með það heldur getur Nökkvi einnig fagnað markakóngstitlinum. Fótbolti 29.10.2022 15:13
Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun. Menning 29.10.2022 07:01
Akureyringar fundu vel fyrir skjálfta af stærðinni 4 í nótt Klukkan 02.13 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4 um það bil 30 kílómetra austsuðaustur af Grímsey. Skjálftinn fannst vel á Akureyri, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Innlent 27.10.2022 06:35
Fimm ný ríkisstörf á Akureyri Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst flytja fimm opinber sérfræðistörf til Akureyrar. Nýtt teymi verður stofnað í bænum og 21 stöðugildi verða á skrifstofum stofnunarinnar á Akureyri. Ráðherra fagnar fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni. Innlent 25.10.2022 21:13