Akureyri

Fréttamynd

Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“

Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Sóða­skapur varð starra að aldur­tila

Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi þing­maður á­minntur fyrir lögmannsstörf

Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins um árabil, var á dögunum áminntur fyrir störf sín sem lögmaður. Hann hélt eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og reyndi að villa um fyrir úrskurðarnefnd lögmannafélagisns.

Innlent
Fréttamynd

Vel hægt að gera Akur­eyri að borg

Stjórnmálafræðingurinn Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri Akureyrar, var áður bæjarstjóri Patreksfjarðar og er því orðin hokin af reynslu í bæjarpólitíkinni.

Lífið
Fréttamynd

Bakari hengdur fyrir smið

Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir misskilnings gæta í umræðunni en talsverð reiði hefur brotist út í garð nefndarinnar eftir að ríkið gerði kröfur í hluta Vestmannaeyja og Grímsey.

Innlent
Fréttamynd

Kapp er best með for­sjá

Sem kunnugt er hafa staðið yfir viðræður milli stjórnenda við Háskólann á Akureyri (HA) og Háskólann á Bifröst (HB) um mögulega sameiningu. Fregnir af þessu hafa vakið forvitni starfsfólks og stúdenta við HA, umræður um kosti og galla slíkrar sameiningar og vangaveltur um hvernig hún yrði þá útfærð.

Skoðun
Fréttamynd

Koll­steypa með dropa­teljara á Akur­eyri

Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann.

Skoðun
Fréttamynd

Braut tennur konu sem sakaði frænda hennar um nauðgun

Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem framin var á Götubarnum á Akureyri árið 2022. Sú sem fyrir árásinni varð hafði átt í útistöðum við mann í fylgd með konunni vegna meints kynferðisbrots hans gegn mágkonu brotaþola.

Innlent
Fréttamynd

Sesselja Ingi­björg stýrir frumkvöðlastarfi Sam­herja

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fresta gjaldtökunni um­deildu

Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári.

Neytendur
Fréttamynd

Ekkert barnabann í Há­skóla Ís­lands

Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu.

Innlent