Akureyri

Fréttamynd

Fyrr­verandi bæjar­stjóri Akur­eyrar leiðir lista Við­reisnar

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, mun skipa annað sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Raf­hlaupa­hjól dró tíu ára barn í veg fyrir bíl

Lítið mátti út af bregða þegar tíu ára gamalt barn missti stjórn á rafhlaupahjóli á Akureyri með þeim afleiðingum að það dró barnið út á akbraut. Hársbreidd munaði að bifreið yrði ekið á barnið en 50 kílómetra hámarkshraði var í umræddri götu. 

Innlent
Fréttamynd

Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri

Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Drauma­að­stæður í Hlíðar­fjalli í dag

Aðstæður í Hlíðarfjalli í dag voru eins og draumi líkast og var fjölmennt í fjallinu þrátt fyrir að skíðasvæðið sé lokað. Fjöldi fólks hafði með sér sleða og skíði til að njóta sólarinnar sem sleikti hlíðarnar í dag.

Lífið
Fréttamynd

Telja prófa­hald stangast á við sótt­varna­reglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“

Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf.

Innlent
Fréttamynd

300 milljóna gjaldþrot Orange Project

Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opna Píeta hús á Akureyri í sumar

Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir.

Fréttir
Fréttamynd

Norður­slóða­mið­stöð verður á Akur­eyri

Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni.

Skoðun
Fréttamynd

Svæðis­borgin Akur­eyri og menningar­hlut­verk hennar

Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu.

Skoðun
Fréttamynd

Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar

Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni.

Sport
Fréttamynd

„Allt í lagi að taka feilspor, þá byrjar maður bara aftur“

„Ég veit eiginlega ekki hvar þetta byrjaði hjá mér, það var ekkert andlegt áfall eða neitt slíkt sem ýtti mér út í þetta óholla líferni. Ég er reyndar þeirrar trúar að ég sé með hægari brennslu en aðrir, en það breytir því ekki að mataræðið hjá mér var í rugli,“ segir Akureyringurinn Hallur Örn Guðjónsson sem starfar sem sorphirðumaður hjá Terra en Hallur er 37 ára.

Lífið
Fréttamynd

Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl

Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu.

Viðskipti innlent