Hrísey

Fréttamynd

Telja brunann í Hrísey af mannavöldum

Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma Hrísey á kortið

Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna.

Innlent
Fréttamynd

Banaslysið á Árskógssandi: Skert meðvitund ökumanns sennilega ástæða þess að bílinn stoppaði ekki á bryggjunni

Ekki er hægt að fullyrða hvað hafi orðið til þess að bíll lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi í nóvember 2017 með þeim afleiðingum að pólsk fjölskylda fórst. Talið er sennilegt að ökumaður bílsins hafi misst meðvitund af óþekktum ástæðum, auk þess sem að bryggjukantur var lágur og varnarbúnaður ekki nægilegur til að koma í veg fyrir að keyrt væri út af bryggjusporðinum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar

Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju.

Innlent
Fréttamynd

Vill breytingar á vegalögum

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum.

Innlent