Hvalfjarðarsveit

Fréttamynd

Þegar NATO reisti olíubryggju í Hvalfirði

Sumarið 1966 hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði þegar vinna hófst við olíubryggjuna svokölluðu. Á þessum tíma voru krepputímar á Íslandi enda hafði dregið úr síldarafla árið áður og efnahagslífið var dapurt. Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Því er óhætt að segja að framkvæmdirnar hafi verið merkur áfangi í atvinnusögu Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali

Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk skil­orðs­bundinn dóm fyrir mann­dráp af gá­leysi

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur 8 varð fyrri til

Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu hvalirnir veiddir

Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fóru ekki út í morgun

Óhagstæð veðurskilyrði til hvalveiða hafa hindrað veiðar Hvals 8 og 9 í morgun. Afar ólíklegt er að Hval takist að veiða allan kvótann sinn að sögn líffræðings.

Innlent
Fréttamynd

Saga fyrr­verandi hval­skurðar­manns

Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert grín að ætla að safna 36 milljónum

Sumarbúðirnar við Vatnaskóg fagna hundrað ára afmæli sínu í ár og hafa óteljandi börn notið dvalar þar á ári hverju. Nói Pétur Ásdísarson Guðnason er eitt þeirra en hann segir gleðistundirnar tengdar staðnum óteljandi. Sem þakklætisvott setti hann á stofn söfnunarátak til þess að viðhalda starfseminni og heitir á hvern þann sem deilt geti góðri upplifun að leggja málefninu lið. 

Lífið
Fréttamynd

Notuðu þyrlu, dróna og sporhund við leit að sofandi dreng

Lögregla og björgunarsveitarfólk kom að umfangsmikilli leit að níu ára dreng í Vatnaskógi í nótt. Sá hafði horfið frá sínum stað í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en fannst svo nokkrum klukkustundum síðar undir sæng hjá vini sínum.

Innlent
Fréttamynd

„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“

For­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness segir það gríðar­legt hags­muna­mál að Hvalur hf. fái að halda á­fram hval­veiðum sínum næstu árin. Að meðal­tali hafi 90 starfs­menn Hvals verið fé­lags­menn í verka­lýðs­fé­laginu á síðustu ver­tíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grund­velli dýra­verndunar­sjónar­miða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja að Modestas sé sá sem fannst látinn

Lögregla á Vesturlandi segir grun leika á að líkið sem fannst í Borgarfirði í gær sé af Modestas Antana­vicius sem hvarf í upphafi árs. Réttarmeinafræðingur og kennslanefnd eigi þó eftir að skera þar endanlega úr um.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki rétt að loka svæðinu við Glym

Jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur ekki rétt að loka gönguleiðum að Glym þrátt fyrir að svæðið sé vissulega hættulegt. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. Síðan árið 2014 hafa orðið 26 slys á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegur staður allt árið um kring

Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í þaki skemmu

Eldur kviknaði í þaki skemmu í nágrenni við olíustöðina í Hvalfirði í morgun. Haft var samband við slökkvilið en iðnaðarmenn sem voru á svæðinu náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði.

Innlent