Vinnumarkaður

Fréttamynd

„Sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf“

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé gjör­sam­lega mis­boðið vegna upp­sagnar fé­lags­manns síns sem starfaði í steypu­skála hjá Norður­áli. Hann segir að starfs­manninum, sem starfaði í sau­tján ár hjá fyrir­tækinu, hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi talað illa um fyrir­tækið og mætt á fjöl­skyldu­skemmtun án þess að skrá sig.

Innlent
Fréttamynd

Bjartari fram­tíð NEET-ung­menna í vanda

Enska skammstöfunin „NEET“ er notuð um 18-29 ára ungmenni sem hafa til lengri tíma verið án vinnu, starfsþjálfunar og eru ekki í námi ((NEET; Not in Education, Employment or Training).

Skoðun
Fréttamynd

Virkjum allt unga fólkið

Mikill meirihluti ungs fólks er í skóla og vinnur hluta úr ári, auk þess að sinna fjölbreyttu tómstundastarfi. Á hverjum tíma er þó ákveðin hópur sem einhverra hluta vegna hefur lítil tækifæri til virkni. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður líkt og áföll, langtíma eða skammtímaveikindi, taugaraskanir, flutningur milli samfélaga eða hreinlega eitthvað allt annað.

Skoðun
Fréttamynd

Útvistun eða innvistun verkefna

Í samfélagi þar sem exelskjölin ráða meiru en hinn mannlegi þáttur í þjónustu og starfsmannahaldi, er algengt að þegar gerð er krafa um sparnað og hagræðingu, þá byrja menn við gólflistana og eldhúsvakinn.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur

„Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bein útsending: „Í krafti kvenna“

„Í krafti kvenna“ er yfirskrift sérstakrar landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag og á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vega­gerðin geti ekki metið upp á sitt eins­dæmi hvaða gögn eigi erindi

Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns.

Innlent
Fréttamynd

Skrum um ferða­þjónustu

Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin

„Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fyrir­byggjum á­reitni og of­beldi innan ferða­þjónustunnar

Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ræstinga­konum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórn­endur Grundar­heimila til þess að hætta við á­kvörðun sína um að segja upp 33 starfs­mönnum í ræstingum og í þvotta­húsi.

Innlent
Fréttamynd

33 starfs­mönnum Grundar­heimila verði sagt upp

Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfs­fólki á Þvotta­húsi Grundar­heimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstinga­deild í Ási, hjúkrunar-og dvalar­heimili í Hvera­gerði. Þá verða breytingar á sex störfum til við­bótar, ýmist með upp­sögnum eða þau lögð niður.

Innlent
Fréttamynd

Að­eins þremur af hverjum tíu starfs­mönnum hrósað síðustu daga

„Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Átján störf fylgja varðskipinu Freyju á Siglufirði

Mikil ánægja er á meðal íbúa á Siglufirði að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn því það tryggir átján störf á svæðinu. Þá segir bæjarstjórinn að það sé mjög mikilvægt að varðskip skuli eiga heimahöfn úti á landi, ekki bara í Reykjavík.

Innlent