Næturlíf

Fréttamynd

Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Opið án tak­markana í fyrsta sinn frá opnun

Rekstrar­stjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjál­æðinga fyrir að hafa opnað skemmti­stað í miðjum heims­far­aldri. Í kvöld verður gal­opið og nú í fyrsta skipti án sam­komu­tak­markana.

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn yfir Þormóði staðfestur fyrir hnefahöggið

Landsréttur hefur staðfest þrjátíu daga fangelsisdóm yfir Þormóði Árna Jónssyni, þreföldum Ólympíufara og fánabera Íslands á leikunum í Ríó 2016, fyrir líkamsárás. Þormóður var sakfelldur fyrir að slá dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem hafði vísað honum út af barnum.

Sport
Fréttamynd

Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Böllin verða víruð, rosaleg, geggjuð

Á meðan segja má að enginn hópur hafi þurft að að súpa seyðið af sóttvarnatakmörkunum svo mjög sem ungmenni undanfarin misseri, er líka hægt að segja að enginn hópur hafi nú endurheimt frelsið með eins ótvíræðum hætti.

Innlent
Fréttamynd

„Það verður partý í kvöld, það verður veisla“

Einn eigenda skemmtistaðarins Priksins er spenntur fyrir því að geta haft opið til klukkan eitt í nótt, en reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum tekur gildi á miðnætti. Þrátt fyrir þakklæti fyrir auka klukkustund má heyra á veitingamönnum að þeir telji tilslakanir ganga frekar hægt.

Innlent
Fréttamynd

Engin töl­fræði til um byrlanir

Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Rík­ið ekki skað­a­bót­a­skylt vegn­a djamm­banns

Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi

Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft.

Skoðun
Fréttamynd

Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21

Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“

Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á

Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Svona var djammið á öðru ári veirunnar

Desember er genginn í garð og fréttastofan hefur að rifja upp árið með nýju sniði. Við byrjum á máli málanna: Raunum (aðallega) unga fólksins við að halda í djammvonina á tímum þar sem allt virtist blása á móti.

Innlent
Fréttamynd

„Þessu rugli verður að linna“

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann.

Innlent