Strætó

Fréttamynd

Hyggst kæra manninn fyrir til­raun til mann­dráps

Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Miklar tafir hjá Strætó vegna ófærðar

Miklar tafir eru á ferðum strætisvagna í úthverfum borgarinnar vegna ófærðar. Viðskiptavinir eru beðnir að fylgjast með rauntímakortinu og heimasíðu Strætó til að sjá stöðuna á vögnum og leiðum.

Innlent
Fréttamynd

Fasta­gestur á Benzanum hetja gær­dagsins

Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var algjör hörmung“

Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Drengurinn fannst sofandi í strætó

Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó.

Innlent
Fréttamynd

Enda­stopp Strætó

Ég stend í Hafnarfirði og bíð eftir Ásnum. Síðan ég flutti heim frá Hollandi hef ég notað strætó daglega. Það varð ósjálfrátt vani að nota almenningssamgöngur í Hollandi því það var ódýrt, hagstætt og áreiðanlegt. Á þeim stuttu 3 mánuðum sem ég hef verið á Íslandi hefur Strætó hækkað í verði, hætt ferðum fyrr, skert þjónustu og verst af öllu - hætt með næturstrætó.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila

Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við.

Innlent
Fréttamynd

Mjóddin má muna sinn fífil fegurri

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar hefur lagt til að ráðist verði í umbætur á strætóskiptistöðinni í Mjóddinni. Stöðin er sú fjölfarnasta á landinu. 

Innlent
Fréttamynd

Not­endur strætó eru aug­ljós­lega vanda­málið

Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta með nætur­strætó

Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 

Innlent
Fréttamynd

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins

Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Rekstur Strætó virðist í blóma við fyrstu sýn

Þeir fáu sem rýndu í ársreikning Strætó fyrir rekstrarárið 2021 hafa líklega rekið upp stór augu þegar kom að því að lesa graf um skuldir og eigið fé Strætó. Við fyrstu sýn virðist nefnilega eins og að reksturinn sé í miklum blóma en eins og kunnugt er hefur rekstur byggðasamlagsins Strætó verið heldur strembinn síðustu ár. Doktorsnemi í tölfræði vakti athygli á grafinu í dag en segir ekki víst að línuritin séu misvísandi af ásettu ráði.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­skrár­hækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum

Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Strætó hækkar verðið

Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur.

Neytendur