Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Hverjir eru flóttamenn?

- Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er væntan­lega með skert ferða­frelsi“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir.

Innlent
Fréttamynd

Út­hugsað ill­virki

Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kvörðun Svan­dísar ekki haft já­kvæð á­hrif á sam­starfið

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut.

Innlent
Fréttamynd

Frelsi og um­burðar­lyndi

Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræðis­legur ó­mögu­leiki

Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi.

Skoðun
Fréttamynd

Spáir stjórnarslitum á aðventunni

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fylgi Vinstri grænna muni fara í skrúfuna haldi flokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn til streitu. Þá spáir hún því að stjórnin springi á næstu aðventu.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður á rangri leið

Þann 2.ágúst sl. birtist á visir.is grein sem Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður skrifar undir. Greinin, sem ber undarlegt heiti innan gæsalappa, fjallar í stuttu máli um að þingmaðurinn telji það afar mikilvægt að þjóðvegurinn verði styttur. Sami þingmaður fékk birta grein sem hann skrifar líka undir í Vikublaðinu þann 18. apríl sl. þar sem hann, sem fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi, vildi ráðast í endurnýjun vegarins yfir Kjöl og það í einkaframkvæmd. Þær hugmyndir eru útaf fyrir sig ágætar, með upphaf og endi í núverandi mynd.

Skoðun
Fréttamynd

„Við í Framsókn erum sultuslök“

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Staðan sé að versna í leik­­skóla­­málunum

Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum greinilega að gera betur“

„Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“.

Innlent
Fréttamynd

Fýlupúka­fé­lag Sjálf­stæðis­flokksins snúið aftur

Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 

Innlent
Fréttamynd

Hjá­róma her­óp ríkis­stjórnar­and­stæðinga

Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra kort­leggur loft­gæði grunn- og leik­skóla­barna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið.

Innlent