„Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 17:42 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Pallborðinu í dag um hlerunarmálið svo kallaða og veru Jóns Gunnarssonar í matvælaráðuneytinu sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Áslaug Arna, Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir Pallborðsins sem var í beinni útsendingu í dag klukkan 14. Áslaugu varð um og ó Áslaug tók fram að henni hafi verið um og ó þegar að mál tengt við leynilegar hljóðupptökur af syni Jóns Gunnarssonar, kom upp núna á mánudag. Eins og greint hefur verið frá var settur á svið blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Erlendur maður þóttist vera hugsanlegur fjárfestir gagnvart Gunnari og fékk hann til að ræða störf föður síns. Í upptökunni heyrist Gunnar halda því fram að faðir hans hafi sett sem kröfu að fá stöðu í ráðuneytinu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins eftir að hann tapaði fyrir Þórdísi Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í baráttu um annað sæti listans í Suðvesturkjördæmi í síðasta mánuði. „Við auðvitað berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ. Eitt er bara að ganga svona fram gagnvart fjölskyldum stjórnmálamanna. Manni verður almennt um og ó þegar gengið er svona langt gagnvart fjölskyldum og börnum stjórnmálamanna sem við vonum að fái kannski smá frið frá því sem við þurfum að standa fyrir.“ Þá ítrekaði Áslaug að Jón væri í matvælaráðuneytinu aðeins sem aðstoðarmaður og væri ekki með neinar heimildir til að taka ákvarðanir. Varðandi útgáfu hvalveiðileyfis væri um að ræða lögbundið stjórnsýsluferli sem Jón muni ekki koma að með nokkrum hætti. Segir hrossakaupin sambærileg þeim sem komu upp í Klaustursmálinu Jón Gunnarsson sagði sjálfur þegar hann tók við sem aðstoðarmaður í ráðuneytinu að hann myndi láta til sín taka hvað varðar hvalveiðar í ráðuneytinu. Áslaug ítrekar þó enn og aftur að Jón hefði aldrei getað haft áhrif á væntanlega ákvörðun um hvalveiðar sama hvort umrætt mál hefði komið upp eður ei. „Ef við horfum á stöðuna í dag þá er oft talað um þetta eins og hvalveiðar séu bannaðar í dag og umræðan sé um að leyfa eitthvað nýtt. Hvalveiðar eru leyfðar og ef við ætlum að breyta því þá þurfum við lagabreytingar í þinginu og það er ekki það sem að þáverandi matvælaráðherra gerði heldur í trássi við lög bannaði hvalveiðar sem gerði það að verkum að umboðsmaður alþingis gerði við það verulegar athugasemdir.“ Gunnar Smári sagði í færslu á facebok á dögunum um málið að ekki væri um fréttir að ræða og að vitað mál væri að Sjálfstæðisflokkurinn væri spilltur. Í Pallborðinu rifjaði hann upp hið svo kallaða Klaustursmál. „Efnislega hneykslismálið þar var að það kom fram að Gunnari Braga Sveinssyni hafi verið lofuð sendiherrastaða gegn því að skipa Geir H. Haarde sendiherra í Washington. Ég vísaði á að þarna var verið að vitna í sambærileg hrossakaup. Í staðinn fyrir stuðning Jóns Gunnarssonar við Sjálfstæðisflokksins fengi hann að úthluta hvalveiðileyfi til Kristjáns Loftssonar.“ Gunnar Smári Egilsson frambjóðandi Sósíalistaflokksins.Vísir/Vilhelm Miðaldra maður sem eigi að bera ábyrgð Gunnar smári telur son Jóns ekki hafa verið narraðann til að segja eitthvað gegn betri vitund. Um væri að ræða miðaldra mann sem ætti að bera ábyrgð á orðum sínum. Það væri spilling þegar einkahagsmunir væru látnir ráða fram yfir almannahagsmuni. „Um leið og þessi tilkynning kom að Jón Gunnarsson ætti að fara inn í ráðuneytið þá flaug sú saga um allt samfélagið að kaupin væru þessi og hann fengi að úthluta hvalveiðileyfinu. Þegar það er tilkynnt frá Bjarna Benediktssyni að hann muni ekki koma að afgreiðslu leyfisumsóknarinnar, sú tilkynning kemur ekki fyrr en að upptakan er komin í dreifingu. Þegar Bjarni veit það að þessi frétt mun koma þá kemur tilkynning um það að Jón Gunnarsson komi ekki að þessu.“ Hollusta fjölmiðla sé við almenning Sigmar Guðmundsson, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, sagði að ekki væri um flókið mál að ræða fyrir fjölmiðla. Hann tók fram að ákvörðun um hvort það ætti að taka við slíkum upptökum og birta væri einföld. „Þeir fá gögn og þurfa að meta það hvort það sem sé í gögnunum eigi erindi við almenning. Panama-skjölin, Wintris-málið, fjölmörg stór hneykslismál í Bandaríkjunum. Allt er þetta vegna þess að fjölmiðlar eru með gögn í höndunum sem þeir áttu í rauninni ekki að vera með.“ Hann ítrekar að hollusta fjölmiðla væri bundin við upplýsingaskyldu gagnvart almenningi. „Þarna liggur fyrir upptaka. Það liggur fyrir að sonur Jóns Gunnarssonar, sem hefur líka verið hagsmunaaðili í gegnum tíðina, hann hefur verið hvalveiðimaður og formaður félags hrefnuveiðimanna, heyrði ég líka án þess að ég náði að fletta því upp. Hann lætur orð falla og við þurfum að skoða svolítið hvað kemur fram í þessum orðum. Mér finnst það ekki vera aðalatriðið í þessu hvernig það kom til hvernig þetta kom til fjölmiðilsins.“ Sigmar Guðmundsson frambjóðandi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Sigmar kallar eftir skýringum á orðum sonar Jóns og segir brýnt að almenningur fái upplýsingar um af hverju hann lét umrædd orð falla. „Jón var til að mynda ekki til í að styðja matvælaráðherra gegn vantrauststillögu í þinginu einmitt á þeim forsendum og því er svo óþægilegt að sjá þetta að sonur hans raunverulega segi að þarna séu hrossakaup að baki, þetta er spurning um vönduð vinnubrögð.“ Ekki gott fyrir Áslaugu að sitja uppi með tortryggni Rósa Björk, frambjóðandi VG og fyrrverandi þingmaður bæði VG og Samfylkingarinnar, setti spurningarmerki við viðbrögð Jóns Gunnarssonar við málinu. „Fyrstu viðbrögð hans sem reynds þingmanns og fyrrverandi ráðherra er að hjóla í fjölmiðilinn fyrir að birta þessar upplýsingar. Fjölmiðlamenn þurfa að taka þessar upplýsingar og vega og meta hvort þær eigi erindi við almenning. Í þessu tilviki á eiga þær erindi, því í þessu tilviki er um að ræða stjórnsýslu og vinargreiða og hvalveiðar sem er hápólitískt mál.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir frambjóðandi VG.Vísir/Vilhelm Það væri ámælisvert að hjóla í sendiboðann frekar en umfjöllunarefnið. Mál sem þessi dragi úr trausti gagnvart öllum stjórnmálamönnum. „Svona mál eins og hér er um að ræða þau náttúrulega draga úr trausti og trú almennings á stjórnmálum og einmitt ýta undir það sem að fólk óttast. Sem er að kaup gerist í reykfylltu bakherbergi um hver á að gera hvað og fyrir vini sína.“ Rósa sagðist telja að það væri ekki þægilegt fyrir Áslaugu né flokkinn að sitja uppi með tortryggni frá kjósendum sem fylgi málum sem þessum. Áslaug viðurkenndi að tengsl væru til staðar „Hér er búið að halda ýmsu fram, það er talað um einhverja einkahagsmuni sem ég átta mig hreinlega ekki á hverjir eru nema fyrir atvinnulífið í landinu að stjórnsýslan fúnkeri á meðan hérna er kosið og að leyfi séu gefin út ef það er verið að fylgja lögum. Að það sé ekki óeðlileg töf,“ sagði Áslaug við þessu. Jón Gunnarsson og Kristján Loftsson virðast vera perluvinir, þannig það eru þeir hagsmunir sem fólk er að vísa til. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018.Skjáskot „Já já, hann þekkir hann og við erum með tengsl þar og það er búið að skýra það út að hann kemur ekki að þessum málum sem er mikilvægt,“ sagði Áslaug og minnti á að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þingmaður VG, hafi á sínum tíma verið framkvæmdastjóri Landverndar á sama tíma og hann tók við umhverfisráðuneytinu. Þá ítrekaði Áslaug enn og aftur að Jón hefði engin völd í ráðuneytinu. Óheppilegt sama hvernig á málið er litið Sigmar gaf ekki mikið fyrir skýringar Áslaugar og sagði málið óheppilegt sama hvernig á það yrði litið og sama hvort að Jón hefði einhver völd í stöðu sinni sem aðstoðarmaður. Hann segir málið grafa undan trausti almennings til ráðuneytanna. „Það er auðvitað þessi tenging milli hagsmuna hans og ráðherrans, þeir eru auðvitað miklir samherjar, það er það sem að gerir þetta svona óþægilegt. Ég óska eftir því að við fáum betri skýringar á því af hverju þessi orð voru látin falla, því að það er alveg rétt sem að Gunnar Smári er að segja, þetta var ekki togað upp úr honum.“ Pallborðið. Sigmar Guðmundsson frambjóðandi Viðreisar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflkoksins. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Hvalveiðar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Pallborðið Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Pallborðinu í dag um hlerunarmálið svo kallaða og veru Jóns Gunnarssonar í matvælaráðuneytinu sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Áslaug Arna, Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir Pallborðsins sem var í beinni útsendingu í dag klukkan 14. Áslaugu varð um og ó Áslaug tók fram að henni hafi verið um og ó þegar að mál tengt við leynilegar hljóðupptökur af syni Jóns Gunnarssonar, kom upp núna á mánudag. Eins og greint hefur verið frá var settur á svið blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Erlendur maður þóttist vera hugsanlegur fjárfestir gagnvart Gunnari og fékk hann til að ræða störf föður síns. Í upptökunni heyrist Gunnar halda því fram að faðir hans hafi sett sem kröfu að fá stöðu í ráðuneytinu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins eftir að hann tapaði fyrir Þórdísi Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í baráttu um annað sæti listans í Suðvesturkjördæmi í síðasta mánuði. „Við auðvitað berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ. Eitt er bara að ganga svona fram gagnvart fjölskyldum stjórnmálamanna. Manni verður almennt um og ó þegar gengið er svona langt gagnvart fjölskyldum og börnum stjórnmálamanna sem við vonum að fái kannski smá frið frá því sem við þurfum að standa fyrir.“ Þá ítrekaði Áslaug að Jón væri í matvælaráðuneytinu aðeins sem aðstoðarmaður og væri ekki með neinar heimildir til að taka ákvarðanir. Varðandi útgáfu hvalveiðileyfis væri um að ræða lögbundið stjórnsýsluferli sem Jón muni ekki koma að með nokkrum hætti. Segir hrossakaupin sambærileg þeim sem komu upp í Klaustursmálinu Jón Gunnarsson sagði sjálfur þegar hann tók við sem aðstoðarmaður í ráðuneytinu að hann myndi láta til sín taka hvað varðar hvalveiðar í ráðuneytinu. Áslaug ítrekar þó enn og aftur að Jón hefði aldrei getað haft áhrif á væntanlega ákvörðun um hvalveiðar sama hvort umrætt mál hefði komið upp eður ei. „Ef við horfum á stöðuna í dag þá er oft talað um þetta eins og hvalveiðar séu bannaðar í dag og umræðan sé um að leyfa eitthvað nýtt. Hvalveiðar eru leyfðar og ef við ætlum að breyta því þá þurfum við lagabreytingar í þinginu og það er ekki það sem að þáverandi matvælaráðherra gerði heldur í trássi við lög bannaði hvalveiðar sem gerði það að verkum að umboðsmaður alþingis gerði við það verulegar athugasemdir.“ Gunnar Smári sagði í færslu á facebok á dögunum um málið að ekki væri um fréttir að ræða og að vitað mál væri að Sjálfstæðisflokkurinn væri spilltur. Í Pallborðinu rifjaði hann upp hið svo kallaða Klaustursmál. „Efnislega hneykslismálið þar var að það kom fram að Gunnari Braga Sveinssyni hafi verið lofuð sendiherrastaða gegn því að skipa Geir H. Haarde sendiherra í Washington. Ég vísaði á að þarna var verið að vitna í sambærileg hrossakaup. Í staðinn fyrir stuðning Jóns Gunnarssonar við Sjálfstæðisflokksins fengi hann að úthluta hvalveiðileyfi til Kristjáns Loftssonar.“ Gunnar Smári Egilsson frambjóðandi Sósíalistaflokksins.Vísir/Vilhelm Miðaldra maður sem eigi að bera ábyrgð Gunnar smári telur son Jóns ekki hafa verið narraðann til að segja eitthvað gegn betri vitund. Um væri að ræða miðaldra mann sem ætti að bera ábyrgð á orðum sínum. Það væri spilling þegar einkahagsmunir væru látnir ráða fram yfir almannahagsmuni. „Um leið og þessi tilkynning kom að Jón Gunnarsson ætti að fara inn í ráðuneytið þá flaug sú saga um allt samfélagið að kaupin væru þessi og hann fengi að úthluta hvalveiðileyfinu. Þegar það er tilkynnt frá Bjarna Benediktssyni að hann muni ekki koma að afgreiðslu leyfisumsóknarinnar, sú tilkynning kemur ekki fyrr en að upptakan er komin í dreifingu. Þegar Bjarni veit það að þessi frétt mun koma þá kemur tilkynning um það að Jón Gunnarsson komi ekki að þessu.“ Hollusta fjölmiðla sé við almenning Sigmar Guðmundsson, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, sagði að ekki væri um flókið mál að ræða fyrir fjölmiðla. Hann tók fram að ákvörðun um hvort það ætti að taka við slíkum upptökum og birta væri einföld. „Þeir fá gögn og þurfa að meta það hvort það sem sé í gögnunum eigi erindi við almenning. Panama-skjölin, Wintris-málið, fjölmörg stór hneykslismál í Bandaríkjunum. Allt er þetta vegna þess að fjölmiðlar eru með gögn í höndunum sem þeir áttu í rauninni ekki að vera með.“ Hann ítrekar að hollusta fjölmiðla væri bundin við upplýsingaskyldu gagnvart almenningi. „Þarna liggur fyrir upptaka. Það liggur fyrir að sonur Jóns Gunnarssonar, sem hefur líka verið hagsmunaaðili í gegnum tíðina, hann hefur verið hvalveiðimaður og formaður félags hrefnuveiðimanna, heyrði ég líka án þess að ég náði að fletta því upp. Hann lætur orð falla og við þurfum að skoða svolítið hvað kemur fram í þessum orðum. Mér finnst það ekki vera aðalatriðið í þessu hvernig það kom til hvernig þetta kom til fjölmiðilsins.“ Sigmar Guðmundsson frambjóðandi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Sigmar kallar eftir skýringum á orðum sonar Jóns og segir brýnt að almenningur fái upplýsingar um af hverju hann lét umrædd orð falla. „Jón var til að mynda ekki til í að styðja matvælaráðherra gegn vantrauststillögu í þinginu einmitt á þeim forsendum og því er svo óþægilegt að sjá þetta að sonur hans raunverulega segi að þarna séu hrossakaup að baki, þetta er spurning um vönduð vinnubrögð.“ Ekki gott fyrir Áslaugu að sitja uppi með tortryggni Rósa Björk, frambjóðandi VG og fyrrverandi þingmaður bæði VG og Samfylkingarinnar, setti spurningarmerki við viðbrögð Jóns Gunnarssonar við málinu. „Fyrstu viðbrögð hans sem reynds þingmanns og fyrrverandi ráðherra er að hjóla í fjölmiðilinn fyrir að birta þessar upplýsingar. Fjölmiðlamenn þurfa að taka þessar upplýsingar og vega og meta hvort þær eigi erindi við almenning. Í þessu tilviki á eiga þær erindi, því í þessu tilviki er um að ræða stjórnsýslu og vinargreiða og hvalveiðar sem er hápólitískt mál.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir frambjóðandi VG.Vísir/Vilhelm Það væri ámælisvert að hjóla í sendiboðann frekar en umfjöllunarefnið. Mál sem þessi dragi úr trausti gagnvart öllum stjórnmálamönnum. „Svona mál eins og hér er um að ræða þau náttúrulega draga úr trausti og trú almennings á stjórnmálum og einmitt ýta undir það sem að fólk óttast. Sem er að kaup gerist í reykfylltu bakherbergi um hver á að gera hvað og fyrir vini sína.“ Rósa sagðist telja að það væri ekki þægilegt fyrir Áslaugu né flokkinn að sitja uppi með tortryggni frá kjósendum sem fylgi málum sem þessum. Áslaug viðurkenndi að tengsl væru til staðar „Hér er búið að halda ýmsu fram, það er talað um einhverja einkahagsmuni sem ég átta mig hreinlega ekki á hverjir eru nema fyrir atvinnulífið í landinu að stjórnsýslan fúnkeri á meðan hérna er kosið og að leyfi séu gefin út ef það er verið að fylgja lögum. Að það sé ekki óeðlileg töf,“ sagði Áslaug við þessu. Jón Gunnarsson og Kristján Loftsson virðast vera perluvinir, þannig það eru þeir hagsmunir sem fólk er að vísa til. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018.Skjáskot „Já já, hann þekkir hann og við erum með tengsl þar og það er búið að skýra það út að hann kemur ekki að þessum málum sem er mikilvægt,“ sagði Áslaug og minnti á að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þingmaður VG, hafi á sínum tíma verið framkvæmdastjóri Landverndar á sama tíma og hann tók við umhverfisráðuneytinu. Þá ítrekaði Áslaug enn og aftur að Jón hefði engin völd í ráðuneytinu. Óheppilegt sama hvernig á málið er litið Sigmar gaf ekki mikið fyrir skýringar Áslaugar og sagði málið óheppilegt sama hvernig á það yrði litið og sama hvort að Jón hefði einhver völd í stöðu sinni sem aðstoðarmaður. Hann segir málið grafa undan trausti almennings til ráðuneytanna. „Það er auðvitað þessi tenging milli hagsmuna hans og ráðherrans, þeir eru auðvitað miklir samherjar, það er það sem að gerir þetta svona óþægilegt. Ég óska eftir því að við fáum betri skýringar á því af hverju þessi orð voru látin falla, því að það er alveg rétt sem að Gunnar Smári er að segja, þetta var ekki togað upp úr honum.“ Pallborðið. Sigmar Guðmundsson frambjóðandi Viðreisar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflkoksins.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Hvalveiðar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Pallborðið Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira