Sjálfstæðisflokkurinn Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. Innlent 23.4.2024 10:40 Þurfum við að koma Íslandi aftur á rétta braut? Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Skoðun 22.4.2024 23:01 Ráðnar aðstoðarmenn nýrrar ríkisstjórnar Anna Lísa Björnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Þá hefur verið gengið frá endurráðningu Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Dagnýjar Jónsdóttur sem aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar. Innlent 19.4.2024 14:14 Guðmundur H. Garðarsson fallinn frá Guðmundur H. Garðarsson fyrrverandi alþingismaður lést að Hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfararnótt 18. apríl. hann var 95 ára að aldri. Innlent 19.4.2024 10:52 Steingrímur J og Njáll Trausti sameinast í orkuvæðingu norðausturhornsins Stóraukning á flutningsgetu á raforku til Þórshafnar og nágrennis er forgangsmál eigi að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Innlent 17.4.2024 22:42 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. Innlent 17.4.2024 19:34 Vantrauststillagan felld Alþingismenn tókust um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í kvöld. Tillagan var felld að loknum löngum umræðum. Greiddu allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn tillögunni og allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar með. Innlent 17.4.2024 18:13 Skynsamlegt að selja Íslandsbanka Ríkið á miklar eignir. Um 1.300 milljarða króna eru bundnar í eignarhaldi á um 40 ríkisfyrirtækjum, 900 fasteignum og yfir 400 jörðum. Skynsamlegt er að hefja skipulega sölu á þessum eignum sem ekki nýtast í rekstri ríkisins og minnka skuldir ríkissjóðs. Skoðun 17.4.2024 16:01 Brynjar pirrar sig á undirskriftum gegn Bjarna Tekið er að hægjast á söfnun undirskrifta gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins en þar er því mótmælt að hann gegni stöðu forsætisráðherra. Innlent 17.4.2024 10:22 Skrifstofa Alþingis tekur dóm MDE til skoðunar Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 16.4.2024 14:04 Segir ummæli samráðherra um orkumál einföldun Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax. Innlent 15.4.2024 21:12 Fjórir af hverjum fimm óánægðir með Bjarna Afgerandi meirihluti landsmanna lýsti yfir óánægju með nýjan forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í viðhorfskönnun Prósents á dögunum. Könnunin mældi 78 prósent óánægju með Bjarna Benediktsson. Þar kom einnig fram að 73 prósent líst illa á breytingarnar í ríkisstjórnarsamstarfinu. Innlent 15.4.2024 17:16 „Þetta reddast!“ Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Skoðun 15.4.2024 12:31 Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. Innlent 13.4.2024 20:05 Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Innlent 13.4.2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. Innlent 13.4.2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Innlent 13.4.2024 10:00 Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. Innlent 11.4.2024 19:34 Ekki nýjar fréttir að Bjarni sé umdeildur stjórnmálamaður Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar gefur ekki mikið fyrir undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni, nýjum forsætisráðherra. Það séu ekki nýjar fréttir að hann sé umdeildur stjórnmálamaður. Innlent 11.4.2024 18:38 Engin krafa með undirskriftalistanum önnur en að stjórnvöld líti í eigin barm Kona sem stofnaði undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni á ekki von á því að listinn muni knýja fram kosningar eða afsögn nýs forsætisráðherra, en hann sé haldbær heimild um hversu lítils trausts hann njóti meðal almennings. Yfir þrjátíu og þrjú þúsund Íslendingar hafa nú skrifað undir. Innlent 11.4.2024 15:01 Valfrelsi í eigin sparnaði Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Skoðun 11.4.2024 12:31 Höfum við efni á Hjartagosum? Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Skoðun 11.4.2024 11:24 Ekki sjálfgefið að framhald yrði á stjórnarsamstarfinu „Ég veit bara það að formaður Sjálfstæðisflokksins var í einum viðræðum, sem var við forystumenn þessara flokka, Framsóknar og Vinstri grænna. Hvað aðrir þingmenn eða aðrir hafa verið að ræða sín á milli um stöðuna bara þekki ég ekki til.“ Innlent 11.4.2024 10:52 Júlíus Viggó endurkjörinn formaður Heimdallar Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í Valhöll. Hvorki bárust mótframboð í embætti formanns eða stjórnar og töldust því allir frambjóðendur sjálfkjörnir. Innlent 10.4.2024 22:27 Handtekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi. Innlent 10.4.2024 22:10 Ofbeldismenning í ríkisstjórninni Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Skoðun 10.4.2024 22:00 Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. Innlent 10.4.2024 15:18 Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. Innlent 10.4.2024 14:50 Bein útsending: Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun fara með yfirlýsingu fyrir Alþingi klukkan 15. Þetta er fyrsti þingfundur eftir páskafrí og eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra og tilkynnti framboð til embættis forseta. Innlent 10.4.2024 14:27 Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. Innlent 10.4.2024 12:09 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 85 ›
Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. Innlent 23.4.2024 10:40
Þurfum við að koma Íslandi aftur á rétta braut? Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Skoðun 22.4.2024 23:01
Ráðnar aðstoðarmenn nýrrar ríkisstjórnar Anna Lísa Björnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Þá hefur verið gengið frá endurráðningu Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Dagnýjar Jónsdóttur sem aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar. Innlent 19.4.2024 14:14
Guðmundur H. Garðarsson fallinn frá Guðmundur H. Garðarsson fyrrverandi alþingismaður lést að Hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfararnótt 18. apríl. hann var 95 ára að aldri. Innlent 19.4.2024 10:52
Steingrímur J og Njáll Trausti sameinast í orkuvæðingu norðausturhornsins Stóraukning á flutningsgetu á raforku til Þórshafnar og nágrennis er forgangsmál eigi að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Innlent 17.4.2024 22:42
„Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. Innlent 17.4.2024 19:34
Vantrauststillagan felld Alþingismenn tókust um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í kvöld. Tillagan var felld að loknum löngum umræðum. Greiddu allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn tillögunni og allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar með. Innlent 17.4.2024 18:13
Skynsamlegt að selja Íslandsbanka Ríkið á miklar eignir. Um 1.300 milljarða króna eru bundnar í eignarhaldi á um 40 ríkisfyrirtækjum, 900 fasteignum og yfir 400 jörðum. Skynsamlegt er að hefja skipulega sölu á þessum eignum sem ekki nýtast í rekstri ríkisins og minnka skuldir ríkissjóðs. Skoðun 17.4.2024 16:01
Brynjar pirrar sig á undirskriftum gegn Bjarna Tekið er að hægjast á söfnun undirskrifta gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins en þar er því mótmælt að hann gegni stöðu forsætisráðherra. Innlent 17.4.2024 10:22
Skrifstofa Alþingis tekur dóm MDE til skoðunar Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 16.4.2024 14:04
Segir ummæli samráðherra um orkumál einföldun Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax. Innlent 15.4.2024 21:12
Fjórir af hverjum fimm óánægðir með Bjarna Afgerandi meirihluti landsmanna lýsti yfir óánægju með nýjan forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í viðhorfskönnun Prósents á dögunum. Könnunin mældi 78 prósent óánægju með Bjarna Benediktsson. Þar kom einnig fram að 73 prósent líst illa á breytingarnar í ríkisstjórnarsamstarfinu. Innlent 15.4.2024 17:16
„Þetta reddast!“ Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Skoðun 15.4.2024 12:31
Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. Innlent 13.4.2024 20:05
Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Innlent 13.4.2024 18:30
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. Innlent 13.4.2024 12:30
Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Innlent 13.4.2024 10:00
Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. Innlent 11.4.2024 19:34
Ekki nýjar fréttir að Bjarni sé umdeildur stjórnmálamaður Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar gefur ekki mikið fyrir undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni, nýjum forsætisráðherra. Það séu ekki nýjar fréttir að hann sé umdeildur stjórnmálamaður. Innlent 11.4.2024 18:38
Engin krafa með undirskriftalistanum önnur en að stjórnvöld líti í eigin barm Kona sem stofnaði undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni á ekki von á því að listinn muni knýja fram kosningar eða afsögn nýs forsætisráðherra, en hann sé haldbær heimild um hversu lítils trausts hann njóti meðal almennings. Yfir þrjátíu og þrjú þúsund Íslendingar hafa nú skrifað undir. Innlent 11.4.2024 15:01
Valfrelsi í eigin sparnaði Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Skoðun 11.4.2024 12:31
Höfum við efni á Hjartagosum? Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Skoðun 11.4.2024 11:24
Ekki sjálfgefið að framhald yrði á stjórnarsamstarfinu „Ég veit bara það að formaður Sjálfstæðisflokksins var í einum viðræðum, sem var við forystumenn þessara flokka, Framsóknar og Vinstri grænna. Hvað aðrir þingmenn eða aðrir hafa verið að ræða sín á milli um stöðuna bara þekki ég ekki til.“ Innlent 11.4.2024 10:52
Júlíus Viggó endurkjörinn formaður Heimdallar Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í Valhöll. Hvorki bárust mótframboð í embætti formanns eða stjórnar og töldust því allir frambjóðendur sjálfkjörnir. Innlent 10.4.2024 22:27
Handtekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi. Innlent 10.4.2024 22:10
Ofbeldismenning í ríkisstjórninni Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Skoðun 10.4.2024 22:00
Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. Innlent 10.4.2024 15:18
Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. Innlent 10.4.2024 14:50
Bein útsending: Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun fara með yfirlýsingu fyrir Alþingi klukkan 15. Þetta er fyrsti þingfundur eftir páskafrí og eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra og tilkynnti framboð til embættis forseta. Innlent 10.4.2024 14:27
Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. Innlent 10.4.2024 12:09