Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Dóta- og dýradagarnir

Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni féll í hoppukastala

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra virðist heldur ósjóaður í hoppuköstulum en hann brá sér í einn slíkan á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Sjávarútvegsstefna Viðreisnar

Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan.

Skoðun
Fréttamynd

Við lækkum skatta og álögur

Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Endurnýjun á flokksforystu Sjálfstæðisflokks sé ekki ávísun á fylgisaukningu

Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur vangaveltur Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort fullreynt sé að flokkurinn nái árangri með núverandi forystu, geta verið vísir að ákalli um að stokkað verði upp í flokksforystunni á næstu árum, en bendir á að endurnýjun á flokksforystu sé ekki ávísun á fylgisaukningu.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben

Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar pólitískum um­ræðu­þætti sem sitjandi þing­maður

Páll Magnús­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska um­ræðu­þætti á sjón­varps­stöð Hring­brautar fram að næstu al­þingis­kosningum 25. septem­ber. Páll er auð­vitað á­fram sitjandi þing­maður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Há­værir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra

Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi

Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Braga og Gunnars minnst á Alþingi

Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní.

Innlent
Fréttamynd

Ráðin til starfa sem fram­kvæmda­stjóri hjá OECD

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin til starfa hjá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar tekur þriðja sætið og Sig­ríður í heiðurs­sæti

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi Alþingiskosningar hafa verið samþykktir á fundi Varðar, fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í Valhöll í dag og munu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiða listana.

Innlent
Fréttamynd

Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé við­kvæmt blóm

„Fyrstu við­brögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níels­son kynnti sér málin að­eins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæ­munds­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, þegar hann var inntur eftir við­brögðum við grein Brynjars Níels­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, sem birtist á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­tal lög­­reglu­mannanna hafi lýst for­dómum

For­maður nefndar um eftirlit með lög­reglu (NEL) segir ljóst að sam­tal lög­reglu­mannanna tveggja við Ás­mundar­sal, sem nefndin taldi á­mælis­vert, hafi ekki verið per­sónu­legt. Það hafi snúið beint að þeim sem lög­regla hafði af­skipti af á vett­vangi, lýst for­dómum og því fullt til­efni fyrir nefndina að fjalla sér­stak­lega um það.

Innlent
Fréttamynd

...en með ólögum eyða

Nefnd um eftir­lit með lög­reglu telur vís­bendingar um að dagbókarfærsla lög­reglu um meint sótt­varna­brot í Ás­mundar­sal á Þor­láks­messu hafi verið efnis­lega röng og ekkert til­efni hafi verið til upp­lýsinga­gjafar af slíku tagi.

Skoðun
Fréttamynd

„Treysti mér ekki til að vinna í þessu athugasemdarlaust“

Arnar Þór Jónsson dómari við Héraðsdóm í Reykjavík ákvað að skella sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn um daginn. Hann segir í viðtali í hlaðvarpinu 24/7 að það sé mikilvægt að það eigi sér stað vitundarvakning í samfélaginu um réttarkerfið. 

Lífið