Um land allt

Fréttamynd

Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum

Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Þekkir einhver strákinn fremst á ljósmyndinni?

Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans.

Innlent
Fréttamynd

Smíða gítar úr íslenskum viði

Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi

Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Hvort skyldi hann kjósa, mömmu eða pabba?

Hvað gerir kjósandi þegar mamma og pabbi eru bæði í framboði, - en hvort fyrir sinn flokkinn? Viðmælandi okkar úr þættinum "Um land allt" frá Húsavík í gærkvöldi stendur frammi fyrir þessum vanda.

Innlent