Samgönguslys

Fréttamynd

Mal­bikið á Kjalar­nesi stóðst alls ekki kröfur

Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði

Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt.

Innlent
Fréttamynd

Flutt með sjúkraflugi eftir bílveltu

Kona var flutt á Landspítalann í Reykjavík með sjúkraflugi frá Sauðárkróki eftir að bíll hennar lenti utan vegar á þjóðvegi 1, skammt frá bænum Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu. Mbl greindi fyrst frá.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og smábarn aftur“ eftir alvarlegt bílslys

Fannar Freyr Þorbergsson beið hálsbrotinn í sex tíma við hliðina á veginum eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Hann hlaut skaða á mænu og lamaðist fyrir neðan brjóst en gafst aldrei upp og er í dag í námi og reynir líka að eignast fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

Hafði mælst á 190 kílómetra hraða áður en slysið varð

Ökumaður mótorhjóls sem missti stjórn á hjólinu á þjóðvegi 1 um Kambana síðastliðinn föstudaghafði mælst á 190 kílómetra hraða við Ölkelduháls. Hann slasaðist ekki alvarlega en loka þurfti veginum á meðan viðbragsaðilar störfuðu á vettvangi slyssins.

Innlent