Þjóðhátíð í Eyjum

Fréttamynd

Nýr Herjólfur siglir mögulega fyrr en búist var við

Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.

Innlent
Fréttamynd

DJ Muscleboy gefur út sumarslagarann Summerbody

Tónlistarfrömuðurinn, einkaþjálfarinn, útvarpsmaðurinn og metsöluhöfundurinn Egill Einarsson, þekktur undir listamannsnafninu DJ Muscleboy hefur nú loks gefið út nýtt lag fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem fram fer um Verslunarmannahelgina.

Lífið
Fréttamynd

Vinsældirnar komu Inga á óvart

Ingi Bauer er einn heitasti "pródúserinn“ í dag og spilar á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Á morgun gefur hann út lagið Áttavilltur með þeim Chase Anthony og Ezekiel Carl.

Lífið
Fréttamynd

Ólýsanleg töfrastund í Eyjum

Páll Óskar og Stjórnin munu spila á Þjóðhátíð í ár. Sigga Beinteins spilaði síðast fyrir tuttugu árum og er spennt að snúa aftur. Palli hefur spilað óslitið á hátíðinni síðustu tíu árin.

Lífið
Fréttamynd

Jón Jónsson og Sverrir Bergmann á Þjóðhátíð

Síðar í dag verður tilkynnt að þeir Jón Jónsson og Sverrir Bergmann spili á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Þeir hafa báðir farið oftar en tíu sinnum og eiga stórskemmtilegar sögur af fyrri hátíðum. Þeir segja stemninguna ólýsanlega góða.

Tónlist
Fréttamynd

Mögnuð saga Þjóðhátíðar skrásett í nýrri heimildarmynd

Þær eru fáar hátíðirnar sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár eru 145 ár liðin frá allra fyrstu hátíðinni í Herjólfsdal. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Nú í júlí, fyrir þjóðhátíð í ár, verður frumsýnd heimildarmyndin Fólkið í Dalnum en Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson standa að myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Af unglingalandsmóti á stóra sviðið í Eyjum

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, söngkona bandsins GDNR, er ein þeirra sem tilkynnt var í dag að kæmu fram á Þjóðhátíð í Eyjum nú í ár og segist hún spennt að koma fram á stóra sviðinu.

Lífið
Fréttamynd

Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs

Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf.

Innlent
Fréttamynd

Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð

Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Svona var stemningin á Húkkaraballinu

Húkkaraballið var haldið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en ballið er haldið ár hvert á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og hleypir fjörinu rækilega af stað.

Lífið