
Mýrarboltinn

Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið
Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk.

Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til
Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár, frekar en fyrri ár frá því að mótið var blásið af vegna kórónaveiru árið 2020. Aðalritari hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa fundið sér önnur áhugamál.

Leti frekar en kórónaveiru um að kenna
Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár um verslunarmannahelgina þar sem forsvarsmenn hátíðarinnar hittust ekki til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um.

Skraplið A sigraði Mýrarboltann í ár
Mýrarboltinn var haldinn í Bolungarvík í ár og tókst vel til að sögn Benedikts Sigurðssonar, drullusokki keppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið á Bolungarvík.

Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar
"Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.

Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband
Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young.

Páll Óskar verður með fjögurra klukkustunda ball á Mýrarboltanum
Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta verður haldið á sínum stað á Ísafirði um verslunarmannahelgina í ár en þessi keppni hefur verið vinsæl síðustu ár.

Taka þetta eins og Maradona '86
Erpur Eyvindarson hefur verið duglegur við að rífa í ketilbjöllurnar síðustu mánuði ásamt góðum hóp. Ástæða sveiflanna er Mýrarboltinn en hann segir styrk og þol öllu skipta þegar hlaupið er í drullu.

Drullug upp að eyrum
Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag.

Allir leikir Mýrarboltans færðir fram á sunnudag
Von er á skítaveðri á morgun og voru leikirnir því færðir til.

Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann
Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað.

Mýrarbolti á mölinni í dag
"Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“

Gefur út göngubók og skipuleggur fyrstu göngugarpa útihátíðina
Einar Skúlason skrifar bækur um gönguleiðir og skipuleggur gönguútihátíð.

Erpur setur saman Mýrarboltalið
Liðsmenn Maradona Social Club verða "kolbleisaðir en skila tuðrunni í markið.“

Líta flugelda á Mýrarboltanum alvarlegum augum
"Eldur getur auðveldlega kviknað í gróðri og þurrum rótum, undir grassverði. Mikið er í húfi enda Tungudalur ein af perlum Skutulsfjarðar.“

Atvinnumaður dugði ekki Gemlingunum
Róbert Örn Óskarsson markmaður FH í Pepsi-deildinni, var í marki hjá liði sínu, Gemlingunum, á Mýrarboltanum vestur á Ísafirði um helgina.

Gleymdist að krýna Evrópumeistara á Ísafirði
Forsvarsmenn Mýrarboltans á Ísafirði gleymdu að reikna út Evrópumeistara óháð kyni.

Jón og Friðrik Dór Jónssynir ferðast um landið með ástkonum og börnum
Bruna frá Þjóðhátíð á Mýrarboltann.

Krýna Evrópumeistara í Mýrarbolta óháð kyni
"Þetta er lausn á því ójafnrétti sem ríkir í knattspyrnuheiminum milli karla og kvenna,“ segir Jón Páll, mýrarfláki.

Mýrarboltinn á Ísafirði: Mýrin hefur græðandi áhrif
Veðrið lék í dag við keppendur á ellefta árlega heimsmeistaramótinu í Mýrarbolta á Ísafirði.

Meiri áhersla lögð á búningana en boltann
Mýrarboltinn á Ísafirði hefur fest sig í sessi sem ein stærsta útihátíðin um verslunarmannahelgina. Knattspyrnuhæfileikarnir skipta þó ekki öllu máli í drulluboltanum en liðin leggja mörg hver gríðarlega vinnu í búningana.

"Alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist“
Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði í ellefta sinn um verslunarmannahelgina. Undirbúningur gengur fyrir mótið gengur vel að sögn Jóhanns Bærings Gunnarssonar, mótsstjóra.

Besta veðrið um verslunarmannahelgina líklega á Ísafirði
Búist er við rigningu eða skúrum í flestum landshlutum, nema helst við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Ekki er búist við miklum vindi á landinu. Hiti verður 8-14 stig.

Lofa sól og blíðu á Ísafirði um verslunarmannahelgina
Mótshaldarar segja drulluna aldrei hafa verið betri

Mýrarboltinn með augum Tjarnargötumanna
Starfsfólk framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan skemmtu sér vel við framkvæmd verkefnisins "Já Drullastu“ í tengslum við góðgerðaleik Evrópumeistaramótsins í mýrarbolta sem fram fór á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Leikurinn snýst um að dreifa einni milljón króna í beinu hlutfalli við fjölda like-a á fjögur góðgerðarmál en lokað verður fyrir möguleikann að like-a í dag, mánudag. Að sögn Einars Ben. Sigurðssonar, eins eigenda Tjarnargötunnar, eru allir hjá fyrirtækinu gríðarlega ánægðir með móttökurnar sem verkefnið hefur fengið.

Fjör á Íbísafirði
Það var mikið líf og fjör á Mýrarboltanum á Ísafirði

Ösla drulluna
Lifandi myndir frá Ísafirði.

Fékk svartan hauspoka fyrir "gróft" brot
Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna.

Arnaldur tekur við sandkastalakeppninni
"Sandkastalakeppnin verður næsti Mýrarbolti. Það á að peppa upp metnaðinn í keppninni og sigurvegarinn í fyrra tók þetta í ákveðna átt sem sýnir að metnaðurinn er gríðarlegur. Það er kominn tími á að þetta verði keppni sem nær status á landsvísu,“ segir Arnaldur Máni Finnsson, umsjónarmaður sandkastalakeppninnar á Holtssandi í Önundarfirði í ár.

Gaman að sjá Gísla Martein fá drullu yfir sig
"Við reyndum að fá svona þverskurð af áhrifamiklu fólki í samfélaginu til að vekja athygli á góðgerðarmálum á nýstárlegan hátt.“