Sprengisandur

Fréttamynd

Telur siðareglur ekki eiga við um þjóðkjörna fulltrúa

Siðareglur eiga ekki við í tilfelli þjóðkjörinna fulltrúa og þar af leiðandi ekki heldur siðanefnd Alþingis að mati Brynjars Níelssonar þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Með siðareglunum hafi verið opnað Pandórubox og þróunin muni verða sú að fólk muni kæra í sífellu.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu

Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Bitcoin "algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs

Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku.

Innlent
Fréttamynd

Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR

Formaður VR segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun

Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum

Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum varðandi íslensku krónuna. Lilja Alfreðsdóttir var honum ósammála í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni.

Innlent