Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 12:51 Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. Hann tók mið af útreikningum Fréttablaðsins og segir að stéttarfélögin láti sem kröfurnar snúist eingöngu um að hækka laun hinna lægst launuðu en að kröfurnar séu raunverulega hækkun „yfir línuna og hæstu krónutölurnar eins og rútubílstjórar og flutningabílstjórar og svo framvegis þannig að þetta er allt saman bara einhver leikaraskapur. Þegar Vilhjálmur Birgisson labbaði út úr stjórnarráðinu, þetta var bara..veitið manninum Edduna eða eitthvað. Hættið þessu.“ Þetta sagði Friðjón í þjóðmálaþættinum Sprengisandi en hann var gestur ásamt Drífu Snædal, forseta ASÍ, Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar og Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar en til umræðu voru yfirstandi kjaraviðræður og ástandið á vinnumarkaði.Sjá nánar: Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um Drífa segist vera farin að lesa Fréttablaðið sem áróðursrit og að með útreikningum blaðsins sé verið að rugla umræðuna.Drífa segir að verkalýðshreyfingin beini nú kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins eftir vonbrigðin sem hafi fylgt í kjölfarið á útspili stjórnvalda.Vísir/vilhelm„Ef það er hlustað á það sem verkalýðshreyfingin er að segja þá lýtur það að því að fólk geti lifað á laununum sínum og það eru þessar stéttir og síðan fer Fréttablaðið að rugla með alls konar útreikninga þar sem er skellt á sko allri hugsanlegri yfirvinnu og að það fari yfir allan stigann, það er ekki grunnkrafan. Það þarf að hlusta á það sem fólk er að segja; hvað hreyfingin er að segja og það er ekkert loku fyrir það skotið að fara í einhverjar strúktúrbreytingar á launatöflum.“ Drífa segir að fólk þurfi að gera sér grein fyrir því að nú séu breyttir tímar. „Sú tíð er liðin að forstjórar geti hækkað launin sín endalaust, að kjörnir fulltrúar geta tekið hækkanir endalaust án þess að fólki misbjóði, það er krafa um ákveðna sanngirni og réttlæti í samfélaginu að það sé ekki þessi endalausi launamunur og síðan er annað að gerast líka sem er mjög merkilegt í þessari kjarabaráttu að verkalýðshreyfingin er að gera það sem hún gerir best í gegnum tíðina, það er að ljá hinum valdalausu rödd og Efling hefur gert það afskaplega vel. Hún hefur verið að rækta sína trúnaðarmenn.“Segist taka mark á fólki sem hafi í alvöru áhyggjur af þeim lægst launuðu Drífa Snædal segist vera orðin langþreytt á fólki sem hafi í frammi harkalega gagnrýni á kröfur verkalýðshreyfingarinnar án þess að hafa nokkurn tíman sýnt nokkur merki um að hafa áhyggjur af þeim lægst launuðu. „Ég skal taka mark á fólki sem sýnir í alvöru áhyggjur af ástandinu,“ segir Drífa sem bendir á að að margir hafi gengið harkalega og stóryrtir fram án þess að hafa áhyggjur af þeim hópum sem verið sé að berjast fyrir. Hún segir milli og efristétt skorta jarðtengingu við kjör þeirra lægst launuðu því þessar stéttir umgangist að jafnaði ekki dagsdaglega. Drífa segir að ástæðan fyrir því hún hafi lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda sé sú að auðveldasta leiðin til að leiðrétta misskiptingu samfélagsins sé í gegnum skattkerfisbreytingar. „Þess vegna vildum við, sem verkalýðshreyfing, gefa stjórnvöldum tækifæri til þess að rétta hlut þeirra sem minnsta hafa, taka á ofurlaunum í gegnum skattkerfið það er að segja vera með hátekjuskatta, taka á þeim sem taka launin sín í gegnum eignarhaldsfélög og velja sér lægra skattstig með því sem er hryllilega ósanngjarnt að sumir séu í þeirri stöðu að geta valið sig frá skattgreiðslu og samneyslu. Við vildum gefa stjórnvöldum í alvöru tækifæri til þess að leiðrétta þetta. Það tækifæri gripu þau ekki og þess vegna erum við í þessari stöðu og þess vegna þarf náttúrulega að einbeita sér að atvinnurekendum og launahækkunum í gegnum kjarasamninga, hina klassísku leið,“ segir Drífa. Hún segir að það sé ekki hægt að gagnrýna kröfu stéttarfélaganna um mannsæmandi laun „bara út í loftið“. Það sé mjög holur hljómur í því vegna þess að gagnrýninni fylgi hvorki neinar tillögur að lausnum né vísi af áhyggjum af velferð hinna fátæku. „Þó að þetta fólk sem er á lægstu laununum hafi ekki haft sérstaklega hátt hingað til en núna eru þau komin með góðan vettvang til þess.“Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að bæði efnahagsleg jarðtenging og launastefnu vanti í kjaraviðræðurnar.Vanti jarðtengingu og launastefnu Þorsteinn segir í greiningu sinni á stöðunni að inn í viðræðurnar vanti tvennt: „Það vantar einhverja efnahagslega jarðtengingu sem er ekki til staðar en það vantar líka launastefnu, að það sé þá samstaða um launastefnu og það samtal get ég ekki greint að sé að eiga sér stað. Það er rétt að hér er farið af stað með kröfugerð sem sögð er krafa um sérstaka hækkun lægstu launa en þegar samhliða er leikinn þessi leikur sem Efling er að leika og hefur oft verið leikinn áður að krefjast þess um leið að það sé ákveðið launabil á milli aldursskilgreininga og launaflokka og það þýðir það að hæstu prósenturnar fara á hæstu launaflokkana og það um leið sprengir alla möguleika á því að millitekjuhópurinn á vinnumarkaði muni einhvern tíman sætta sig við það að það verði einhver krónutöluhækkun yfir línuna nema þarna.“ Hann segir að það sé „krónískt“ vandamál að efnahagslega jarðtengingu vanti. Verkalýðshreyfingin verði að gera sér grein fyrir því að hún sé öflug og hafi vald og að valdinu fylgi ábyrgð. „Það gefur auðvitað augaleið að það verður að vera einhver efnahagsleg jarðtenging í því að það sé eitthvert mat hvaða svigrúm er til staðar án þess að verðbólga eða atvinnuleysi fari af stað.“Oddný segir að stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir sínum þætti í stöðunni.Aðgerðir stjórnvalda eins og olía á eldinn Oddný segir að stjórnvöld undanfarinna ára hafi lagt drög að því að staðan sé eins slæm og hún er með annars vegar aðgerðarleysi og hins vegar aðgerðum í skattamálum. Það hafi orðið til þess að skattbyrðin sé meiri á láglaunafólk en minni á þá sem séu eignameiri og hafi meira á milli handanna. Þá hafi stjórnvöld svelt barnabótakerfin: „Fólk með lágar millitekjur hafa dottið þúsundum saman út úr kerfinu og sama má segja um vaxtabótakerfið,“ segir Oddný sem bætir við að stjórnvöld hafi heldur ekki staðið sig sem skyldi í húsnæðismálum. „Síðan þegar kjaradómur kemur með miklar hækkanir á embættismenn og kjörna fulltrúa, þegar forstjórar og yfirmenn í ríkisfyrirtækjum hækka mjög mikið, og þegar ríkisstjórnin kemur síðan með útspil sem eru tæpar 7.000 krónur á þá sem eru með 325.000 krónur eða meira og það leggst upp allan stigann. Þetta virkar eins og olía á eld þannig að stjórnvöld þurfa að horfast í augu við sinn þátt í að hafa komið hlutunum svona fyrir,“ segir Oddný. Alþingi Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. Hann tók mið af útreikningum Fréttablaðsins og segir að stéttarfélögin láti sem kröfurnar snúist eingöngu um að hækka laun hinna lægst launuðu en að kröfurnar séu raunverulega hækkun „yfir línuna og hæstu krónutölurnar eins og rútubílstjórar og flutningabílstjórar og svo framvegis þannig að þetta er allt saman bara einhver leikaraskapur. Þegar Vilhjálmur Birgisson labbaði út úr stjórnarráðinu, þetta var bara..veitið manninum Edduna eða eitthvað. Hættið þessu.“ Þetta sagði Friðjón í þjóðmálaþættinum Sprengisandi en hann var gestur ásamt Drífu Snædal, forseta ASÍ, Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar og Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar en til umræðu voru yfirstandi kjaraviðræður og ástandið á vinnumarkaði.Sjá nánar: Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um Drífa segist vera farin að lesa Fréttablaðið sem áróðursrit og að með útreikningum blaðsins sé verið að rugla umræðuna.Drífa segir að verkalýðshreyfingin beini nú kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins eftir vonbrigðin sem hafi fylgt í kjölfarið á útspili stjórnvalda.Vísir/vilhelm„Ef það er hlustað á það sem verkalýðshreyfingin er að segja þá lýtur það að því að fólk geti lifað á laununum sínum og það eru þessar stéttir og síðan fer Fréttablaðið að rugla með alls konar útreikninga þar sem er skellt á sko allri hugsanlegri yfirvinnu og að það fari yfir allan stigann, það er ekki grunnkrafan. Það þarf að hlusta á það sem fólk er að segja; hvað hreyfingin er að segja og það er ekkert loku fyrir það skotið að fara í einhverjar strúktúrbreytingar á launatöflum.“ Drífa segir að fólk þurfi að gera sér grein fyrir því að nú séu breyttir tímar. „Sú tíð er liðin að forstjórar geti hækkað launin sín endalaust, að kjörnir fulltrúar geta tekið hækkanir endalaust án þess að fólki misbjóði, það er krafa um ákveðna sanngirni og réttlæti í samfélaginu að það sé ekki þessi endalausi launamunur og síðan er annað að gerast líka sem er mjög merkilegt í þessari kjarabaráttu að verkalýðshreyfingin er að gera það sem hún gerir best í gegnum tíðina, það er að ljá hinum valdalausu rödd og Efling hefur gert það afskaplega vel. Hún hefur verið að rækta sína trúnaðarmenn.“Segist taka mark á fólki sem hafi í alvöru áhyggjur af þeim lægst launuðu Drífa Snædal segist vera orðin langþreytt á fólki sem hafi í frammi harkalega gagnrýni á kröfur verkalýðshreyfingarinnar án þess að hafa nokkurn tíman sýnt nokkur merki um að hafa áhyggjur af þeim lægst launuðu. „Ég skal taka mark á fólki sem sýnir í alvöru áhyggjur af ástandinu,“ segir Drífa sem bendir á að að margir hafi gengið harkalega og stóryrtir fram án þess að hafa áhyggjur af þeim hópum sem verið sé að berjast fyrir. Hún segir milli og efristétt skorta jarðtengingu við kjör þeirra lægst launuðu því þessar stéttir umgangist að jafnaði ekki dagsdaglega. Drífa segir að ástæðan fyrir því hún hafi lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda sé sú að auðveldasta leiðin til að leiðrétta misskiptingu samfélagsins sé í gegnum skattkerfisbreytingar. „Þess vegna vildum við, sem verkalýðshreyfing, gefa stjórnvöldum tækifæri til þess að rétta hlut þeirra sem minnsta hafa, taka á ofurlaunum í gegnum skattkerfið það er að segja vera með hátekjuskatta, taka á þeim sem taka launin sín í gegnum eignarhaldsfélög og velja sér lægra skattstig með því sem er hryllilega ósanngjarnt að sumir séu í þeirri stöðu að geta valið sig frá skattgreiðslu og samneyslu. Við vildum gefa stjórnvöldum í alvöru tækifæri til þess að leiðrétta þetta. Það tækifæri gripu þau ekki og þess vegna erum við í þessari stöðu og þess vegna þarf náttúrulega að einbeita sér að atvinnurekendum og launahækkunum í gegnum kjarasamninga, hina klassísku leið,“ segir Drífa. Hún segir að það sé ekki hægt að gagnrýna kröfu stéttarfélaganna um mannsæmandi laun „bara út í loftið“. Það sé mjög holur hljómur í því vegna þess að gagnrýninni fylgi hvorki neinar tillögur að lausnum né vísi af áhyggjum af velferð hinna fátæku. „Þó að þetta fólk sem er á lægstu laununum hafi ekki haft sérstaklega hátt hingað til en núna eru þau komin með góðan vettvang til þess.“Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að bæði efnahagsleg jarðtenging og launastefnu vanti í kjaraviðræðurnar.Vanti jarðtengingu og launastefnu Þorsteinn segir í greiningu sinni á stöðunni að inn í viðræðurnar vanti tvennt: „Það vantar einhverja efnahagslega jarðtengingu sem er ekki til staðar en það vantar líka launastefnu, að það sé þá samstaða um launastefnu og það samtal get ég ekki greint að sé að eiga sér stað. Það er rétt að hér er farið af stað með kröfugerð sem sögð er krafa um sérstaka hækkun lægstu launa en þegar samhliða er leikinn þessi leikur sem Efling er að leika og hefur oft verið leikinn áður að krefjast þess um leið að það sé ákveðið launabil á milli aldursskilgreininga og launaflokka og það þýðir það að hæstu prósenturnar fara á hæstu launaflokkana og það um leið sprengir alla möguleika á því að millitekjuhópurinn á vinnumarkaði muni einhvern tíman sætta sig við það að það verði einhver krónutöluhækkun yfir línuna nema þarna.“ Hann segir að það sé „krónískt“ vandamál að efnahagslega jarðtengingu vanti. Verkalýðshreyfingin verði að gera sér grein fyrir því að hún sé öflug og hafi vald og að valdinu fylgi ábyrgð. „Það gefur auðvitað augaleið að það verður að vera einhver efnahagsleg jarðtenging í því að það sé eitthvert mat hvaða svigrúm er til staðar án þess að verðbólga eða atvinnuleysi fari af stað.“Oddný segir að stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir sínum þætti í stöðunni.Aðgerðir stjórnvalda eins og olía á eldinn Oddný segir að stjórnvöld undanfarinna ára hafi lagt drög að því að staðan sé eins slæm og hún er með annars vegar aðgerðarleysi og hins vegar aðgerðum í skattamálum. Það hafi orðið til þess að skattbyrðin sé meiri á láglaunafólk en minni á þá sem séu eignameiri og hafi meira á milli handanna. Þá hafi stjórnvöld svelt barnabótakerfin: „Fólk með lágar millitekjur hafa dottið þúsundum saman út úr kerfinu og sama má segja um vaxtabótakerfið,“ segir Oddný sem bætir við að stjórnvöld hafi heldur ekki staðið sig sem skyldi í húsnæðismálum. „Síðan þegar kjaradómur kemur með miklar hækkanir á embættismenn og kjörna fulltrúa, þegar forstjórar og yfirmenn í ríkisfyrirtækjum hækka mjög mikið, og þegar ríkisstjórnin kemur síðan með útspil sem eru tæpar 7.000 krónur á þá sem eru með 325.000 krónur eða meira og það leggst upp allan stigann. Þetta virkar eins og olía á eld þannig að stjórnvöld þurfa að horfast í augu við sinn þátt í að hafa komið hlutunum svona fyrir,“ segir Oddný.
Alþingi Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47