Seðlabankinn

Fréttamynd

Þegar Geiri fer í fríið

Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni.

Skoðun
Fréttamynd

Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans

Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni.

Innherji
Fréttamynd

Vil­hjálmur segir kannski ekki skyn­sam­legt að gera lang­tíma kjara­samninga

Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn nauð­beygður til að hækka vexti um hundrað punkta

Yfirgnæfandi meirihluti markaðsaðila býst við því að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun. Meginstefið í svörum þeirra sem tóku þátt í könnun Innherja er að Seðlabankinn sé nauðbeygður enda er langt í næstu vaxtaákvörðun, raunvextir enn neikvæðir og bankanum hefur ekki tekist að ná stjórn á verðbólguvæntingum.

Innherji
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin verði að dempa á­fallið sem hlýst af vaxta­hækkunum

Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir fjármálaráðherra

Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur

Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð.

Innlent
Fréttamynd

Verð­tryggður flótti í boði Seðla­bankans

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands situr nú á rökstólum og mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun sína miðvikudaginn 24. maí. Flestir greiningaraðilar spá því að bankinn muni hækka stýrivexti, þrettánda skiptið í röð.

Skoðun
Fréttamynd

Spá því að vextir hækki um heila prósentu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ranghugmyndir Seðlabankans um efnahagsmál

Seðlabankinn segir réttilega að það sé þensla (ofhitun) í hagkerfinu, en horfir framhjá helstu orsökunum. Helsta orsökin er taumlaus ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem kallar á mikla fjárfestingu og gríðarlegan innflutning á vinnuafli, sem kyndir undir verðbólgu. Mikil einkaneysla efnaðri hluta þjóðarinnar er einnig mikilvæg orsök þenslunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Auka þurfi að­hald í efna­hags­stjórninni

Að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hagvaxtarhorfur á landinu fremur jákvæðar. Þeim fylgir þó ójafnvægi og er áhætta töluverð. Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis verja stöðu þeirra sem lakast standa. Komandi kjaraviðræður séu tækifæri til að tengja betur raunlaun og framleiðnivöxt. 

Innlent
Fréttamynd

Að meðaltali frekar fínt

Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað.

Skoðun
Fréttamynd

AGS varar við hættu á pólitískum þrýstingi í fjár­mála­eftir­lits­nefnd

Nefndarseta fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans getur skapað hættu á pólitískum þrýstingi, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur gert athugasemdir við þá skipan mála í samskiptum sínum við stjórnvöld en sjóðurinn vinnur nú að viðamikilli úttekt á íslenska fjármálakerfinu. Skrifstofustjóri ráðuneytisins, sem er í nefndinni og sóttist eftir því að verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, dró umsókn sína til baka sama dag og ráðherra skipaði í embættið. 

Innherji
Fréttamynd

Seðl­a­bank­inn aldrei dreg­ið á þrettán ára gjald­miðl­askipta­samn­ing við Kína

Aldrei hefur verið dregið á gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Kína sem fyrst var gerður árið 2010, að sögn bankans, en hann hljóðar upp á um 70 milljarða króna eða 3,5 milljarða kínverskra júana. Rannsóknir hafa sýnt að slíkir gjaldamiðlaskiptasamningar auka viðskipti landa við Kína en aðrar Norðurlandaþjóðir hafa ekki gert sambærilegan samning við einræðisríkið. 

Innherji
Fréttamynd

Út­lán bankanna og verð­bólga

Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

„Fun­heitt“ hag­kerfi kallar á aðra stóra vaxta­hækkun Seðla­bankans

Nýlega birtar verðbólgutölur, mun hærri en greinendur höfðu vænst, ásamt öðrum hagvísum sem sýna mikinn þrótt í hagkerfinu þýðir að líkur eru á að vextir Seðlabankans verði hækkaðir í annað sinn í röð um 100 punkta síðar í þessum mánuði en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer rísandi á nýjan leik. Áfram er mikill vöxtur í nýjum útlánum bankanna til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir að fjármagnskostnaður hafi aukist verulega.

Innherji
Fréttamynd

Bindur vonir við nýja for­ystu ASÍ

Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni.

Viðskipti innlent