Umboðsmaður Alþingis

Fréttamynd

Um­boðs­maður segir notkun gulra her­bergja helst bundna við börn með sér­þarfir

Umboðsmaður Alþingis skrifar í bréfi sem sent var á mennta- og barnamálaráðherra á miðvikudag að notkun svokallaðra gulra herbergja í grunnskólum sé í yfirgnæfandi fjölda tilvika bundin við börn með sérþarfir. Almennir grunnskólar telji sig þá standa frammi fyrir óleysanlegum vanda gagnvart nemendum með sérþarfir og alvarlegan hegðunarvanda. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Innlent
Fréttamynd

Undir stöðugu eftir­liti og færðir í dóm­sal í lög­reglu­bíl með ferða­salerni

Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfi­hamlaðir megi leggja í al­menn stæði á göngu­götum

Handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur um að leggja á hann stöðubrotsgjald. Handhafinn hafði lagt bíl sínum í almennt stæði á göngugötu en Bílastæðasjóður taldi honum aðeins heimilt að leggja í sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á göngugötu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er grafalvarlegt mál“

Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni

„Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Veittu ekki við­unandi leið­beiningar vegna heim­sóknar­banns

Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina.

Innlent
Fréttamynd

Afar sértæk beiðni kom á óvart

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður ákvað að gefa ekki áfram kost á sér sem umboðsmaður Alþingis í liðinni viku eftir að henni barst tölvupóstur frá ráðgjafarnefnd forsætisnefndar um ráðninguna, þar sem hún var beðin um mjög tiltekin gögn í tengslum við umsókn sína.

Innlent
Fréttamynd

Sækist ekki lengur eftir starfi um­boðs­manns Al­þingis

Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, hefur dregið umsókn sína um starf umboðsmanns Alþingis til baka. Segir hún í Facebook-færslu að loknu vel ígrunduðu máli hafi störf hennar, bakgrunnur og hæfni ekki verið að sem leitast var eftir fyrir starfið.

Innlent
Fréttamynd

Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni

Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá embættinu sem hann hefur gegnt frá ársbyrjun 2000. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigúfsson forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 13. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á beiðni Tryggva.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðiaðstoð firrir stjórnvöld ekki ábyrgð

Settur umboðsmaður Alþingis hefur beint því til mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar að taka mál til meðferðar að nýju, sökum þess að trúnaðarlæknir sem skilaði umsögn um umsókn manns um starfsnám svaraði ekki erindum mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Telur konur fá harðari gagnrýni þegar þær brjóta jafnréttislög

Menntamálaráðherra ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar. Hún bendir á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á meðan  formaður flokksins sé systir umsækjanda um stöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er bara ekkert hægt að standa í þessu“

Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu.

Innlent