Þýski handboltinn

Fréttamynd

Komin aftur á völlinn þremur mánuðum eftir barns­burð

Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir var mætt aftur á handboltavöllinn í dag þegar lið hennar Metzingen lagði Göppingen örugglega, 41-34. Þetta var fyrsti keppnisleikur Söndru síðan í lok síðasta árs en hún eignaðist son þann 15. júlí síðastliðinn.

Handbolti
Fréttamynd

Ýmir dýr­mætur í fyrsta sigrinum

Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skoraði fimm mörk úr sex skotum fyrir Göppingen í kvöld þegar liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í þýsku 1. deildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Æðis­legt að sjá svona marga Ís­lendinga sem halda með okkur“

„Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Kol­stad í undan­úr­slit

Norska stórliðið Kolstad er komið í undanúrslit bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið hefur orðið bikarmeistari undanfarin tvö ár og stefnir á að endurtaka leikinn í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg missti heims­meistara­titilinn

Ungverska liðið Veszprém er heimsmeistari félagsliða eftir 34-33 sigur gegn þýska liðinu Magdeburg í framlengdum leik. Magdeburg hafði unnið keppnina fjögur ár í röð og var ósigrað í síðustu fimmtán leikjum fyrir þennan.

Handbolti
Fréttamynd

Sporting rúllaði yfir Veszprém

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting áttu ekki í vandræðum með Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar þau mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Fínn leikur Ís­lendinganna í Þýska­landi dugði ekki til

Íslendingalið Melsungen mátti þola tap í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Ými Erni Gíslasyni og félögum í Göppingen. Aldís Ásta Heimisdóttir átti hins vegar góðan leik þegar lið hennar Skara vann stórsigur í Svíþjóð.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Íslendingaliði Leipzig byrjar þýsku úrvalsdeild karla í handbolta á frábærum níu marka sigri á Stuttgart, lokatölur 33-24. Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson áttu báðir góðan leik í liði Leipzig.

Handbolti