Píratar

Fréttamynd

Hvar á fólk að búa?

Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert fara molarnir þegar kakan stækkar?

Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, ... allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og heimilin hafa aldrei haft það betra. Þegar gögnin eru skoðuð kemur hins vegar ýmislegt áhugavert í ljós því fjármálaráðherra er tamt að tala í einföldum meðaltölum. Það er því eðlilegt að spyrja, hvernig er þetta nákvæmlega?

Skoðun
Fréttamynd

Fátt nýtt í fá­mennu ráðu­neyti

Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir eru þingmenn Sósíalista?

Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga.

Skoðun
Fréttamynd

Al­gjör þögn um vopna­flutninga

Fyrir þremur árum kom í ljós að stjórnvöld voru með allt niðrum sig varðandi leyfisveitingar til vopnaflutninga með íslenskum loftförum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sýndi að yfirvöld höfðu m.a. heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau bárust til Jemens og Sýrlands – þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Engin töl­fræði til um byrlanir

Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Stoð- og stuð í Reykja­vík

Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins.

Skoðun
Fréttamynd

Geð- og atferlisraskanir sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga

Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar.

Skoðun
Fréttamynd

Kannt þú flugsund?

Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi. Það þýðir að nemendur geta lokið skólasundi í 9. bekk ef að þau ná að standast hæfniviðmiðin

Skoðun
Fréttamynd

Yngsti þingmaðurinn: „Engar áhyggjur mamma og pabbi“

Yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur sæti á Alþingi í dag, aðeins nítján ára að aldri. Hún segir langþráðan draum vera að rætast, þó foreldrum hennar hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. Hún brennur fyrir loftslagsmálum og vill uppræta spillingu í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Yngst til að taka sæti á þingi

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 

Innlent
Fréttamynd

Við­brunnar kosningar

Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði.

Skoðun