England Maður handtekinn vegna líkamsleifa í ferðatösku Þrátíu og fjögurra ára gamall karlmaður sem grunaður er um morð hefur verið handtekinn í Bristol á Englandi. Líkamsleifar fundust í ferðatöskum á brúnni Clifton Suspension Bridge og í íbúð í Shepherd's Bush á miðvikudaginn. Erlent 13.7.2024 11:43 Clifford handtekinn Kyle Clifford, maðurinn sem leitað var í dag vegna gruns um að hafa átt þátt í dauða þriggja kvenna er fundinn. Lögreglan í Hertfordshire handtók Clifford og kom honum undir læknishendur síðdegis í dag. Erlent 10.7.2024 17:50 Talinn hafa myrt fjölskyldu íþróttafréttamanns BBC Fréttastofa BBC hefur staðfest að konurnar þrjár sem Kyle Clifford er talinn hafa drepið fyrr í dag, eru fjölskylda starfsmanns þeirra, John Hunt. Þrjár konur fundust alvarlega særðar á heimili í Ashlyn Close í Bushey í Herfordshire í Englandi í gær, og eru nú látnar. Lögregla leitar enn árásarmannsins. Erlent 10.7.2024 16:47 Lögregla leitar manns með lásboga eftir dauða þriggja kvenna Lögregluyfirvöld í Hertfordshire á Englandi leita nú manns sem þau segja mögulega vopnaðan lásboga. Hafa þau varað fólk við því að nálgast mannninn ef hann verður á vegi þeirra. Erlent 10.7.2024 11:12 Meðalhiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR. Veður 6.7.2024 09:26 Cara í kossaflensi á Glastonbury Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Lífið 1.7.2024 12:48 Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins Phil Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins í Þýskalandi og verður með á æfingu liðsins á morgun fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu á sunnudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Fótbolti 27.6.2024 22:30 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. Erlent 25.6.2024 23:15 Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. Innlent 25.6.2024 20:06 Sprautuðu duftmálningu á Stonehenge Mótmælendur frá samtökunum Just Stop Oil sprautuðu duftmálningu á mannvirkið Stonehenge í Bretlandi fyrr í dag. Erlent 19.6.2024 14:10 Easyjet flýgur frá Akureyri til Manchester í vetur Breska lágfargjaldaflugfélagið Easyjet hyggst bjóða upp á áætlunarferðir á milli Akureyrar annars vegar og London og Manchester hins vegar í vetur. Búið er að opna fyrir bókanir á flugleiðunum. Viðskipti innlent 11.6.2024 09:47 Fjölmiðlar keppast við að lítillækka landsliðið eftir tapið gegn Íslandi Landsliðsmenn Englands og þjálfari þeirra, Gareth Southgate, eru ekki háttskrifaðir í fjölmiðlum ytra eftir óvænt tap gegn Íslandi á Wembley í kvöld. Fótbolti 7.6.2024 22:51 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. Fótbolti 7.6.2024 07:01 Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. Erlent 4.6.2024 11:53 Senda atkvæði sín með pósti frá EM í Þýskalandi Enska knattspyrnusambandið mun sjá til þess að landsliðsmenn Englands á Evrópumótinu í sumar geti greitt atkvæði í þingkosningum Bretlands. Fótbolti 23.5.2024 16:30 Kórónuveirufaraldurinn ekkert miðað við sýklalyfjaónæmi Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum. Erlent 13.5.2024 08:12 Bernard Hill er látinn Breski leikarinn Bernard Hill leikari er látinn 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic. Lífið 5.5.2024 14:15 Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Erlent 5.5.2024 10:11 Verður borgarstjóri Lundúna þriðja kjörtímabilið í röð Sadiq Khan borgarstjóri í Lundúnum tryggði sitt þriðja kjörtímabil í embætti þegar hann sigraði borgarstjórnarkosningar í Lundúnum fyrir hönd Verkamannaflokksins í dag. Erlent 4.5.2024 22:22 Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40 Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn. Erlent 30.4.2024 12:14 Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 30.4.2024 09:19 Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. Innlent 21.4.2024 13:03 Stjörnur enska boltans leita í 66° Norður: „Heimurinn er lítill“ Stjörnur enska boltans, núverandi og fyrrverandi eru yfir sig hrifnir af vörum frá íslenska fataframleiðandanum 66 norður. Bergur Guðnason, hönnuður hjá 66 norður útvegaði nú nýverið leikmanni stórliðs Arsenal íslenskri hönnun og sá lét ánægju sína skírt í ljós á samfélagsmiðlum svo eftir því var tekið. Enski boltinn 6.4.2024 08:01 Hættur að fljúga eftir að hafa glatt milljónir í þrjá áratugi Afríski úfurinn Ernie er sestur í helgan stein eftir að hafa tekið þátt í stærstu fuglasýningu Bretlands í þrjá áratugi. Á þessu tímabili hefur hann tekið á loft um 20 þúsund sinnum. Erlent 31.3.2024 20:21 Vekur athygli vegna fátíðra baðferða Enski þáttastjórnandinn Jonathan Ross vakti athygli í vikunni þegar hann sagði að það liði oft meira en vika milli baðferða hjá honum og eiginkonu hans. Þegar hann fari í frí baði hann sig enn sjaldnar. Lífið 29.3.2024 18:57 Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. Erlent 22.3.2024 18:07 Aldrei fleiri lagðir inn á Englandi vegna matartengdra baktería Aldrei hafa fleiri greinst með matvælatengdar sýkingar á Englandi heldur en í fyrra. Alls voru 1.468 lagðir inn vegna salmonellu frá apríl 2022 til mars 2023 og þá lögðust yfir 4.340 inn vegna kampýlóbakter-sýkingar. Erlent 6.3.2024 07:10 Hairy Bikers-stjarna látin Breski sjónvarpsmaðurinn Dave Myers, sem þekktastur er fyrir að vera annar hluti tvíeykisins Loðnu bifhjólamennirnir, eða Hairy Bikers, er látinn. Hann lést af völdum krabbameins, 66 ára gamall. Lífið 29.2.2024 11:53 Árásarmaðurinn fannst í Thames Maðurinn sem skvetti sýru eða öðrum eiturefnum í mæðgur í London í lok janúarmánaðar fannst látinn í Thames-ánni sem liggur í gegnum borgina. Erlent 24.2.2024 14:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 26 ›
Maður handtekinn vegna líkamsleifa í ferðatösku Þrátíu og fjögurra ára gamall karlmaður sem grunaður er um morð hefur verið handtekinn í Bristol á Englandi. Líkamsleifar fundust í ferðatöskum á brúnni Clifton Suspension Bridge og í íbúð í Shepherd's Bush á miðvikudaginn. Erlent 13.7.2024 11:43
Clifford handtekinn Kyle Clifford, maðurinn sem leitað var í dag vegna gruns um að hafa átt þátt í dauða þriggja kvenna er fundinn. Lögreglan í Hertfordshire handtók Clifford og kom honum undir læknishendur síðdegis í dag. Erlent 10.7.2024 17:50
Talinn hafa myrt fjölskyldu íþróttafréttamanns BBC Fréttastofa BBC hefur staðfest að konurnar þrjár sem Kyle Clifford er talinn hafa drepið fyrr í dag, eru fjölskylda starfsmanns þeirra, John Hunt. Þrjár konur fundust alvarlega særðar á heimili í Ashlyn Close í Bushey í Herfordshire í Englandi í gær, og eru nú látnar. Lögregla leitar enn árásarmannsins. Erlent 10.7.2024 16:47
Lögregla leitar manns með lásboga eftir dauða þriggja kvenna Lögregluyfirvöld í Hertfordshire á Englandi leita nú manns sem þau segja mögulega vopnaðan lásboga. Hafa þau varað fólk við því að nálgast mannninn ef hann verður á vegi þeirra. Erlent 10.7.2024 11:12
Meðalhiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR. Veður 6.7.2024 09:26
Cara í kossaflensi á Glastonbury Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Lífið 1.7.2024 12:48
Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins Phil Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins í Þýskalandi og verður með á æfingu liðsins á morgun fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu á sunnudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Fótbolti 27.6.2024 22:30
Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. Erlent 25.6.2024 23:15
Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. Innlent 25.6.2024 20:06
Sprautuðu duftmálningu á Stonehenge Mótmælendur frá samtökunum Just Stop Oil sprautuðu duftmálningu á mannvirkið Stonehenge í Bretlandi fyrr í dag. Erlent 19.6.2024 14:10
Easyjet flýgur frá Akureyri til Manchester í vetur Breska lágfargjaldaflugfélagið Easyjet hyggst bjóða upp á áætlunarferðir á milli Akureyrar annars vegar og London og Manchester hins vegar í vetur. Búið er að opna fyrir bókanir á flugleiðunum. Viðskipti innlent 11.6.2024 09:47
Fjölmiðlar keppast við að lítillækka landsliðið eftir tapið gegn Íslandi Landsliðsmenn Englands og þjálfari þeirra, Gareth Southgate, eru ekki háttskrifaðir í fjölmiðlum ytra eftir óvænt tap gegn Íslandi á Wembley í kvöld. Fótbolti 7.6.2024 22:51
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. Fótbolti 7.6.2024 07:01
Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. Erlent 4.6.2024 11:53
Senda atkvæði sín með pósti frá EM í Þýskalandi Enska knattspyrnusambandið mun sjá til þess að landsliðsmenn Englands á Evrópumótinu í sumar geti greitt atkvæði í þingkosningum Bretlands. Fótbolti 23.5.2024 16:30
Kórónuveirufaraldurinn ekkert miðað við sýklalyfjaónæmi Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum. Erlent 13.5.2024 08:12
Bernard Hill er látinn Breski leikarinn Bernard Hill leikari er látinn 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic. Lífið 5.5.2024 14:15
Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Erlent 5.5.2024 10:11
Verður borgarstjóri Lundúna þriðja kjörtímabilið í röð Sadiq Khan borgarstjóri í Lundúnum tryggði sitt þriðja kjörtímabil í embætti þegar hann sigraði borgarstjórnarkosningar í Lundúnum fyrir hönd Verkamannaflokksins í dag. Erlent 4.5.2024 22:22
Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40
Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn. Erlent 30.4.2024 12:14
Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 30.4.2024 09:19
Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. Innlent 21.4.2024 13:03
Stjörnur enska boltans leita í 66° Norður: „Heimurinn er lítill“ Stjörnur enska boltans, núverandi og fyrrverandi eru yfir sig hrifnir af vörum frá íslenska fataframleiðandanum 66 norður. Bergur Guðnason, hönnuður hjá 66 norður útvegaði nú nýverið leikmanni stórliðs Arsenal íslenskri hönnun og sá lét ánægju sína skírt í ljós á samfélagsmiðlum svo eftir því var tekið. Enski boltinn 6.4.2024 08:01
Hættur að fljúga eftir að hafa glatt milljónir í þrjá áratugi Afríski úfurinn Ernie er sestur í helgan stein eftir að hafa tekið þátt í stærstu fuglasýningu Bretlands í þrjá áratugi. Á þessu tímabili hefur hann tekið á loft um 20 þúsund sinnum. Erlent 31.3.2024 20:21
Vekur athygli vegna fátíðra baðferða Enski þáttastjórnandinn Jonathan Ross vakti athygli í vikunni þegar hann sagði að það liði oft meira en vika milli baðferða hjá honum og eiginkonu hans. Þegar hann fari í frí baði hann sig enn sjaldnar. Lífið 29.3.2024 18:57
Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. Erlent 22.3.2024 18:07
Aldrei fleiri lagðir inn á Englandi vegna matartengdra baktería Aldrei hafa fleiri greinst með matvælatengdar sýkingar á Englandi heldur en í fyrra. Alls voru 1.468 lagðir inn vegna salmonellu frá apríl 2022 til mars 2023 og þá lögðust yfir 4.340 inn vegna kampýlóbakter-sýkingar. Erlent 6.3.2024 07:10
Hairy Bikers-stjarna látin Breski sjónvarpsmaðurinn Dave Myers, sem þekktastur er fyrir að vera annar hluti tvíeykisins Loðnu bifhjólamennirnir, eða Hairy Bikers, er látinn. Hann lést af völdum krabbameins, 66 ára gamall. Lífið 29.2.2024 11:53
Árásarmaðurinn fannst í Thames Maðurinn sem skvetti sýru eða öðrum eiturefnum í mæðgur í London í lok janúarmánaðar fannst látinn í Thames-ánni sem liggur í gegnum borgina. Erlent 24.2.2024 14:15