Vinstri græn

Fréttamynd

Fleiri strætó­ferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða

Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust.  Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið.

Innlent
Fréttamynd

„Við skulum að­eins róa okkur, fókus“

Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig.

Innlent
Fréttamynd

Flokki fólksins einum refsað

Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum.

Innlent
Fréttamynd

Brýnustu verk­efnin í borginni í Pallborði

Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. 

Innlent
Fréttamynd

Flokkur fólksins á niður­leið

Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Svona skipta oddvitarnir stólunum

Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri í samstarfi Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna, og Flokks fólksins. Sanna Magdalena Mörtudóttir verður forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður borgarráðs.

Innlent
Fréttamynd

Nýr meiri­hluti muni ekki vaða í stærri deilu­mál

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður oddviti Samfylkingar kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Stjórnmálafræðingur segir það krefjandi fyrir nýjan borgarstjóra að halda svo breiðu samstarfi gangandi. 

Innlent
Fréttamynd

Drög að mál­efna­samningi liggi fyrir

Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta ekki vera hæga­gangur“

Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Ólík­legt að Katrín verði borgar­stjóri

Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. 

Innlent
Fréttamynd

„Við viljum bara keyra hlutina í gang“

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast

Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensku krydd­píurnar en hver er hvað?

Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert rætt um borgar­stjóra sem verður „vonandi kona“

Oddvitar fimm flokka sem hafa hafi formlegar meirihlutaviðræður segja mikið traust ríkja í viðræðunum. Samstarfið byggir á félagslegum grunni og verður lögð áhersla á húsnæðis- og skólamál. Ekkert hefur verið rætt um borgarstjóraembættið.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti naglinn í lík­kistu VG?

Sérkennilegt hefur verið að fylgjast með framgöngu hinna ýmsu borgarfulltrúa síðustu daga, en sennilega er ekkert furðulegra en sú ákvörðun oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn að ganga til bandalags við Sósíalista.

Innherji
Fréttamynd

„Kryddpíur“ í form­legt sam­tal

Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra braut ekki lög

Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Innlent
Fréttamynd

Seinar í strætó eftir yndis­legt kryddbrauð Heiðu

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutaspjall í heim­boði Heiðu Bjargar

Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka.

Innlent
Fréttamynd

Segja ekki á­kall eftir hægri öflum í Reykja­vík

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi.

Innlent
Fréttamynd

„Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“

Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta einhliða meirihlutasamstarfi ólýðræðislega og óábyrga. Hún hefur verið í samtali við oddvita annarra flokka og er tilbúin að taka þátt í meirihlutasamstarfi með öðrum flokkum.

Innlent
Fréttamynd

Misbýður orð­bragð um flug­völlinn

Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin þarf að­hald

Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. 

Skoðun