Vinstri græn

Fréttamynd

Steingrímur gagnrýndi fyrirhuguð álver

Áform um þrjú ný álver á Íslandi urðu tilefni snarpra umræðna á Alþingi í dag. Þingmenn Vinstri - grænna gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega en forsætisráðherra sakaði Vinstri - græna um að vilja banna fólki að hugsa um framtíðina.

Innlent
Fréttamynd

Norrænir karlar bera ábyrgð

Í tillögu sem liggur fyrir þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík er þeim tilmælum beint til stjórnvalda á Norðurlöndum að þau hafi frumkvæði að rannsóknum sem upplýst geti hverjir standi á bak við mansal þannig að unnt verði að sækja þá til saka. Tillagan kemur frá svonefndri borgara- og neytendanefnd og er samin að frumkvæði flokkahóps vinstri sósíalista og grænna.

Innlent
Fréttamynd

Grímur tekur ekki sætið

Grímur Atlason, sem lenti í fimmta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík um helgina, ætlar ekki að taka sætið. Grímur sóttist eftir fyrsta til þriðja sæti en lenti í því fjórða. Vegna hins svokallaða fléttufyrirkomulags, sem miðar að því að gera kynjunum jafn hátt undir höfði í uppröðun á listann, endaði Grímur aftur á móti í fimmta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Dagskrárráð í stað útvarpsráðs

Vinstri hreyfingin - grænt framboð kynnti nýjar tillögur að frumvarpi fyrir Ríkisútvarpið á fundi í morgun en vinstri grænir segja það frumvarp, sem nú liggi fyrir Alþingi, meingallað. Þeir leggja m.a. til að útvarpsráð verði lagt niður í núverandi mynd og í stað þess komi sérstakt dagskrárráð sem hafi ekki afskipti af innri málefnum stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra

Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þægilegar slóðir

"Þetta eru náttúrlega prýðilegar tölur og í samræmi við aðrar tölur að undanförnu," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir á flugi

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar.

Innlent
Fréttamynd

VG stendur fast á sínu

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Vinstri-grænir krefjist þess að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, láti af embætti vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Félagsfundur Vinstr-grænna í Reykjavíkur fer fram á þriðjudagskvöld og þá er talið að flokkurinn taki formlega afstöðu í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Beiðni Steingríms hafnað

Stjórn Landssíma Íslands hefur hafnað kröfu Steingríms J. Sigfússonar, alþingismanns, um að boðað verði til hluthafafundar í fyrirtækinu vegna kaupa þess á hlut í Skjá einum.

Innlent
Fréttamynd

Útsvar hækki um 1%

Þingflokkur vinstri-grænna hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér heimild til sveitarfélaga til að hækka útsvar um eitt prósentustig úr 13,03% í 14,03%.

Innlent
Fréttamynd

Enga símasölu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna talaði í gær fyrir frumvarpi til laga sem gerir ráð fyrir að hlutur ríkisins í Símanum verði ekki seldur, að minnsta kosti ekki fyrir árslok 2008. Steingrímur sagði í ræðu sinni að vinstri-grænir teldu engin haldbær rök fyrir einkavæðingu Símans.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vinnur saman

Stjórnarandstaðan ætlar að vinna nánar saman í vetur en dæmi eru um áður og veita ríkisstjórninni harða andstöðu. Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin sé orðin spillt og fótumtroði lýðræðið í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Sölu Símans frestað til 2008

Þingflokkur Vinstri-grænna hefur ákveðið hver verði tíu fyrstu mál þingflokksins á komandi þingi. Þau helstu eru frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og þingsályktunartillaga um gjaldfrjálsan leikskóla.

Innlent