Ástin og lífið

Fréttamynd

Sonur Dóru Bjartar og Sæ­vars nefndur Brimir Jaki

Sonur Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa og Sævar Ólafssonar íþróttafræðings fékk nafnið Brimir Jaki í gær. Að sögn Dóru Bjartar er fyrra nafnið innblásið af bókmenntum en hið síðara verkalýðsbaráttu.

Lífið
Fréttamynd

Dönsk prinsessa að skilja

Danska prinsessan Natalía og eiginmaður hennar, Alexander Johannsmann, hafa ákveðið að skilja eftir ellefu ára hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Bad Berleburg árið 2011 og eiga saman tvö börn.

Lífið
Fréttamynd

Þetta eru mest sjarmerandi Íslendingarnir

Hvort sem það er fallegt bros, einlægni, sjálfsöryggi eða blik í auga þá er víst engin uppskrift af sjarma. Einnig er það misjafnt hvað fólki finnst vera sjarmerandi þó svo að oft séu það vissar manneskjur sem hafa eitthvað sérstakt við sig sem virðist heilla og ná til flestra. 

Lífið
Fréttamynd

Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu

Edda Her­manns­dóttir, sam­skipta­stjóri Ís­lands­banka, og Rík­harður Daða­son, fjár­festir og fyrr­verandi lands­liðs­maður í knatt­spyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi

Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti

Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðigangan, gosið og grín

Gleðigangan fyllti samfélagsmiðla af ást, gleði og fjölbreytileika um helgina. Gosið sýndi sínar bestu hliðar og virtust margir leggja leið sína að því þrátt fyrir orð Víðis um að æða ekki upp á fjall. Grínið var líka áberandi þar sem Ari Eldjárn fór aftur af stað með uppistandið sitt í Edinborg og einnig fjölgaði í grínistum landsins.  

Lífið
Fréttamynd

Tinna­bk og Gói Sportrönd eignuðust dóttur

Tinna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Grétarsson, betur þekkt sem Tinna­bk og Gói Sportrönd, eru orðin fimm manna fjölskylda eftir að hafa tekið á móti dóttur sinni. „Þarf alltaf að vera grín?“ gaf út þátt daginn áður en daman mætti í heiminn.

Lífið
Fréttamynd

Giftu sig degi of snemma

Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum.

Lífið
Fréttamynd

Eiga von á regnbogabarni

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eiga von á regnbogabarni sem hún tilkynnti um í færslu á Instagram. Chrissy segist vera stressuð á meðgöngunni en tæp tvö ár eru liðin síðan þau misstu son sinn Jack á miðri meðgöngu.

Lífið
Fréttamynd

Sigrún Lilja og Reynir eiga von á lítilli gyðju

Sigrún Lilja Guðjóns­dótt­ir og unnusti henn­ar Reyn­ir Daði Hall­gríms­son eiga von á sínu fyrsta barni saman. Sigrún er oft kennd við hönn­un­ar­merkið Gyðja Col­lecti­on en einnig rekur hún líkamsmeðferðar­stof­una The Hou­se of Beauty.

Lífið
Fréttamynd

Tilhugalífið með eiginkonunni stendur upp úr

Hafsteinn Þorsteinsson er Eyjamaður sem segir samveruna, gleðina og hamingjuna vera það sem einkennir hátíðina ár hvert og segir það hafa verið alvöru sorg þegar hún var lögð niður síðustu tvö árin. 

Lífið
Fréttamynd

Sonur GDRN og Árna Steins er kominn í heiminn

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt undir listamannsnafninu GDRN og sambýlismaður hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa tekið á móti syni sínum í þennan heim. „Hann er mættur og hann er fullkominn,“ segir í tilkynningu á Instagram miðlum þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Hjálpa þér að finna ástina á Þjóðhátíð með einum takka

Stefnumótaforritið Smitten ætlar að gleðja gesti Þjóðhátíðar með sérstökum Þjóðhátíðar fítus sem auðveldar einhleypum gestum hátíðarinnar að ná saman í dalnum. Hann verður aðgengilegur notendum forritsins sem eru staddir í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags.

Lífið
Fréttamynd

Stinnandi krem og brúðkaupsferð í París

Söngdívan Jennifer Lopez er 53 ára í dag og í tilefni þess tilkynnti hún um komu húðlínunnar sinnar en fyrsta kremið í henni er hannað til þess að stinna bossann. Hún segir í tilkynningunni að almennt einbeiti fólk sér að því að huga vel að andlitinu en líkaminn eigi það til að gleymast.

Lífið
Fréttamynd

Ilmur og Magnús giftu sig í Ásbyrgi

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig um helgina við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina.

Lífið
Fréttamynd

Musk þvertekur fyrir ásakanirnar

Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin.

Lífið
Fréttamynd

Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York

„Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 

Lífið