Viðskipti

Fréttamynd

Seðlabankinn segir vandasama siglingu framundan

Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér skýrslu um fjármálastöðugleika hér. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri segist vilja sjá meiri merki um að dragi úr útlánum viðskiptabankanna og að staða Íbúðalánasjóðs sé óviðunandi. Á heildina litið segir bankinn stöðuna þó góða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni innflutningur í apríl

Vörur voru fluttar hingað til lands fyrir 27 milljarða króna í síðasta mánuði ef marka má bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í Vefriti Fjármálaráðuneytisins í dag. Þetta er 6 milljörðum krónum minna en í mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði

Olíuverð lækkaði um rúman dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri greinargerð sinni að olíubirgðir í landinu hefðu aukist. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Seðlabanka Bretlands ákvað á fundi sínum í morgun að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið óbreyttir í 4,5 prósentum síðastliðna níu mánuði. Almennt var ekki búist við vaxtabreytingum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Shell jókst á milli ára

Hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell hagnaðist um 3,31 milljarð punda á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir því að olíufélagið hafi hagnast um 1,5 milljónir punda, rúmar 205 milljónir íslenskar krónur á klukkustund frá janúar til marsloka.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður UBS jókst um 33 prósent

Svissneski bankinn UBS hagnaðist um 3,5 milljarða svissneskra franka, jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 33 prósenta aukning frá frá sama tímabili í fyrra. Stór hluti hagnaðarins er vegna sölu á svissneska orkufyrirtækinu Motor-Clumbus AG.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði.

Innlent
Fréttamynd

Star Europe í Þýskalandi

Flugfélagið Star Europe, dótturfélag Avion Group, hefur hafið starfsemi í Þýskalandi. Félagið fékk nýlega útgefið flugrekstrarleyfi frá þýskum flugmálayfirvöldum og tók ferlið aðeins þrjá mánuði. Venjan er að slíkt ferli taki 12 – 18 mánuði. Framkvæmdastjóri Star Europe er Martin Greiffenhagen. Martin er þýskur að uppruna og hefur áratuga reynslu úr flugiðnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lokað fyrir viðskipti í Eurotunnel

Breska fjármálaeftirlitið hefur lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í félaginu Eurotunnel í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Eurotunnel rekur umferðargöng undir Ermarsund á milli Bretlands og Frakklands. Ástæða lokunarinnar er sú að stjórn Eurotunnel skilaði ekki uppgjöri fyrir síðasta ár áður en lokafrestur rann út.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Easyjet tapaði 5,5 milljörðum króna

Breska lággjaldaflugfélagið Easyjet tapaði 40,3 milljón pundum, jafnvirði rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta í mars á sex mánaða tímabili. Á sama tímabili í fyrra tapaði fyrirtækið 21,6 milljón pundum. Helsta ástæða tapsins er 49 prósenta hækkun á eldsneytisverði og páskahátíðin, sem var í apríl. Þrátt fyrir þetta er búist við að afkoma fyrirtækisins verði allt að 15 prósent meiri en á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þórólfur Árnason ráðinn forstjóri Skýrr

Þórólfur Árnason hefur verið ráðinn í starf forstjóra Skýrr hf. Skýrr hf., sem er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni með 200 starfsmenn, er dótturfélag Kögunar hf. en það er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf. EJS er dótturfélag Skýrr hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þórólfur Árnason ráðinn forstjóri Skýrr hf.

Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri hefur verið ráðinn í starf forstjóra Skýrr hf. Þórólfur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole í Kaupmannahöfn. Þórólfur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og stjórnun.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga innan OECD 2,6 prósent í mars

Verðbólga mældist að meðaltali 2,6 prósent í mars á 12 mánaða tímabili í löndum innan Efnhags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Í febrúar mældist verðbólgan 2,8 prósent á 12 mánaða tímabili. Verðbólga innan OECD hækkaði um 0,4 prósent frá febrúar til mars. Á milli janúar og febrúar hækkaði hún hins vegar um 0,2 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

5,5 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs

Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,5, prósent frá apríl 2005 til jafnlengdar á þessu ári. Verðbólga hefur einkum aukist síðustu mánuði vegna mikilla hækkana á eigin húsnæði og eldsneytisverði, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir viðskiptabankarnir skiluðu methagnaði

Viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir methagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Samtals nemur hagnaðurinn rúmlega fjörutíu milljörðum króna. Ef Straumur-Burðarás er tekinn inn í dæmið er fjórða metið fallið.

Innlent
Fréttamynd

Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York

Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei meiri hagnaður

Glitnir hefur aldrei skilað meiri hagnaði á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tíma gerðist það í fyrsta sinn í sögu bankans að meira en helmingur hagnaðar er frá útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán milljarða hagnaður Landsbankans

Landsbankinn skilaði rúmlega fjórtán milljarða króna hagnaði eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins og hefur aldrei gert betur. Erlendar tekjur bankans hafa aukist verulega milli ára. Þær voru tveir milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en eru nú komnar í þrettán milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Glitni

Glitnir hefur aldrei hagnast meira á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður samstæðunnar nam rúmum níu milljörðum króna eftir skatta og er það þrefalt meira en á sama ársfjórðungi í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Landsbankanum

Hagnaður Landsbankans nam 14,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins. Hagnaður fyrir skatta nam 17,3 milljörðum króna en til samanburðar nam hann á sama tímabili í fyrra 7,4 milljörðum króna. Þetta er methagnaður í sögu bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Milestone kaupir Sjóvá

Glitnir banki hf hefur selt allan sinn hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá í kjölfar tilboðs sem bankanum barst í 33,4 prósenta hlut hans í tryggingarfélaginu. Kaupandi er Milestone ehf., sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu. Milestone ehf. átti fyrir 66,6 prósenta í Sjóvá en er eftir kaupin alfarið í eigu þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri Faroe Ship

Jóhanna á Bergi hefur verið ráðin forstjóri Faroe Ship frá og með 22. maí nk. Jóhanna tekur við af Árna Joensen sem fer á eftirlaun eftir tæplega 30 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Árni verður stjórnarformaður Faroe Ship.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

1,5 milljarða tap hjá DeCode

DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði andvirði rúmra 1.500 milljóna króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í þriggja mánaða uppgjöri fyrirtækisins til Nasdaq-markaðarins í New York.

Innlent
Fréttamynd

Vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða

Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 13,4 milljarða króna í mars. Vörur voru fluttar út fyrir 19,9 milljarða króna en inn fyrir 33,3 milljarða króna. Í mars í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 6,3 milljarða á föstu gengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppgjör Bakkavarar í takt við væntingar

Hagnaður Bakkavarar Group nam 715 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins en hagnaður fyrir skatta nam 985 milljónum króna. Heildartekjur námu 31,8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Bakkavarar Group nam 2,3 milljörðum króna en það er 159 prósenta aukning. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 3,4 milljörðum króna en það er aukning um 236 prósentur frá sama tíma á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör Group kaupir brauðvöruframleiðanda

Bakkavör Group hefur náð samkomulagi við Primebake Limited um kaup á dótturfélagi þess, New Primebake Limited, sem er stærsti framleiðandi á kældum brauðvörum í Bretlandi. Eftir kaupin verður Bakkavör Group stærsti framleiðandi kældra brauðvara í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auknum hagvexti spáð í Þýskalandi

Þýskir hagfræðingar spá 1,8 prósenta hagvexti í endurskoðaðri spá sinni fyrir árið. Segja þeir útflutning vera að aukast og merki vera á lofti um aukna neyslu. Hins vegar segja þeir að dragi úr hagvexti á næsta ári. Þá minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi og er nú 11,5 prósent. Hagfræðingarnir spáðu 1,2 prósenta hagvexti á þessu ári í spá sem birt var í október á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tekjur Reuter umfram væntingar

Tekjur fjölmiðlafyrirtækisins Reuters námu 633 milljónum punda, jafnvirði tæplega 85 milljörðum krónum, á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er 16 milljón pundum meira en búist var við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Kaupþing banka

Hagnaður Kaupþing banka nam 18,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2006. Á sama tíma á síðasta ári nam hagnaðurinn 11,1 milljarði og er aukningin 69,5 prósent á milli ára. Hagnaður á hlut var 28,3 krónur en hann var 17 krónur á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þetta er methagnaður í sögu bankans.

Viðskipti innlent