Íþróttir

Fréttamynd

Keflvíkingar komnir í 3-0 gegn Víkingi

Keflvíkingar hafa vænlega stöðu í undanúrslitaleik VISA-bikarsins gegn Víkingum. Staðan er 3-0 Keflavík í vil. Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki fyrir Keflavík á 71. mínútu og Þórarinn Kristjánsson skoraði þriðja mark þeirra á 78. mínútu eftir hroðaleg mistök í vörn Víkinga. Keflvíkingar eru því að tryggja sig inn í úrslitaleik VISA-bikarsins. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld en þá mætast KR og Þróttur á Laugardalsvelli.

Sport
Fréttamynd

Keflavík hefur yfir 1-0 í hálfleik

Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Víkingi í hálfleik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla. Jónas Guðni Sævarsson skorðai mark keflvíkinga á 22. mínútu. Víkingar sóttu í sig veðrið á síðustu mínútunum en náðu ekki að jafna metin.

Sport
Fréttamynd

Keflavík komið yfir gegn Víkingi

Keflavík hefur forystu gegn Víkingi í undanúrslitum VISA-bikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark keflvíkinga á 22. mínútu eftir laglega sendingu frá Baldri Sigurðssyni.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Bandaríkjanna

Bandaríska landsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á liði Ástrala í 16 liða úrslitum á HM í körfubolta í Japan í gær. Lokatölur urðu 113-73. Carmelo Anthony skoraði 20 stig, Joe Johnson 18 og Dwyane Wade 15 fyrir bandaríska liðið sem mæti Þjóðverjum í næstu umferð. Önnur úrslit í gær voru þau Þjóðverjar unnu Nígeríu 78-77, Frakkar báru sigurorð á Angóla 68-62 og Grikkir unnu öruggan sigur á Kína 95-64.

Sport
Fréttamynd

Það neikvæða á Íslandi í dag er dómgæslan

„Við gátum ekki neitt í dag. Ég veit ekki hvað er að gerast í hausnum á mönnum, við erum værukærir og það er bara eins og við nennum þessu ekki,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, eftir slakan leik FH-liðsins í gær.

Sport
Fréttamynd

Tvö töpuð stig hjá Breiðablik

FH fagnaði ekki sigri á Íslandsmótinu í gær en meistararnir voru afspyrnuslakir gegn Blikum á heimavelli. Gestirnir úr Kópavogi voru klaufar og hefðu hæglega getað tryggt sér öll stigin þrjú í 1-1 jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Svíum í lokaleiknum í Hollandi

Íslenska landsliðið hefur undanfarna daga tekið þátt í æfingamóti í Hollandi en því lauk um helgina. Lokaleikur liðsins var viðureign við frændur vora Svía og höfðu Svíarnir betur, 63-75. Ísland varð þar með í þriðja sæti á mótinu en liðið lagði Belgíu en tapaði fyrir Hollandi og Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Óttast um framtíðina

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen óttast mjög að hann verði læstur inni hjá Real Madrid þar sem ekki er enn búið að ganga frá sölu eða láni á honum til annars félags en hann á enga framtíð hjá Madrídar-liðinu eftir að Fabio Capello tók við liðinu.

Sport
Fréttamynd

Orðaður við Man. Utd

Brunaútsölunni hjá Juventus er hugsanlega ekki lokið þrátt fyrir fögur loforð um annað því franski landsliðsframherjinn David Trezeguet var orðaður við Manchester United í ítölsku blöðunum um helgina. Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að þegar sé byrjað að funda um kaupin á framherjanum.

Sport
Fréttamynd

Mætti á æfingu í gær

Roy Keane mætti á æfingu hjá Sunderland í gær ásamt stjórnarformanninum Naill Quinn. Keane var ekki þar sem leikmaður heldur er talið að Naill Quinn hafi verið að kynna hann fyrir hópnum, en Roy Keane hefur mikið verið orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Sunderland síðustu daga.

Sport
Fréttamynd

Hvað gerir "Bikar-Höski" gegn Keflavík í kvöld?

Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, verður undir smásjánni í leik Víkings við Keflavík í kvöld en hann hefur skorað grimmt í bikarnum. Einnig verður áhugavert að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar og Guðmundar Mete.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur Massa og Alonso jók forskotið

Formúla 1 Það var mikil spenna í Tyrklandskappakstrinum í gær en eftir magnaðan kappakstur var það Felipe Massa sem fagnaði sigri. Hann fagnaði mikið og Spánverjinn Fernando Alonso fagnaði einnig vel og innilega enda kom hann í mark annar og rétt á undan Michael Schumacher og er því 12 stigum á undan Þjóðverjanum í stigakeppni ökumanna.

Sport
Fréttamynd

Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag

Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig.

Sport
Fréttamynd

Framlengir við Aston Villa

Gareth Barry hefur bundið enda á allar vangaveltur um framtíð sína og skrifað undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til ársins 2010. Hann var mjög eftirsóttur í sumar og flestir sparkspekingar voru á því að hann myndi yfirgefa Villa Park en af því verður ekki.

Sport
Fréttamynd

Chelsea vann góðan útisigur á Blackburn í gær

Chelsea gerði góða ferð til Blackburn í gær og vann 2-0 sigur. Frank Lampard skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Didier Drogba, sem komið hafði inn á sem varamaður í leiknum, innsiglaði sigurinn undir lokinn.

Sport
Fréttamynd

Arsenal-ferlinum er lokið

Ef eitthvað er að marka spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes þá hefur hann leikið sinn síðasta leik í búningi Arsenal. Hann hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á því að fara aftur heim til Spánar og bæði Real og Atletico Madrid hafa gert tilboð í hann en án árangurs.

Sport
Fréttamynd

Af hverju var Carrick seldur?

Markvörður Tottenham, Paul Robinson, undrast það að félagið hafi selt Michael Carrick til Manchester United og segir það hafa verið ranga ákvörðun.

Sport
Fréttamynd

Leiknir hefur ekki skorað í 526 mínútur

Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn.

Sport
Fréttamynd

FH bikarmeistari

FH varð um helgina bikarmeistari í frjálsum íþróttum en þetta var í þrettánda sinn í röð sem Hafnfirðingar fagna sigri á mótinu. Breiðablik varð í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Birgir í fimmta sæti

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig mjög vel á Ecco-mótinu í Danmörku um helgina en mótið er liður í áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur hafnaði í fimmta sæti mótsins ásamt Englendingnum Sam Walker en báðir léku þeir hringina fjóra á 14 höggum undir pari. Sigurvegarinn, James Heath frá Englandi, lék á 19 höggum undir pari. Hann lék jafnt golf alla dagana en fyrstu tvo dagana kom hann í hús á 66 höggum en síðari dagana kom hann í hús á 67 höggum.

Sport
Fréttamynd

Braut tá gegn Watford

Enski landsliðsmiðvörðurinn Rio Ferdinand verður líklega að draga sig út úr enska landsliðshópnum þar sem hann er væntanlega með brotna tá eftir leikinn gegn Watford. Hversu alvarleg meiðslin eru kemur í ljós í dag en Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði við blaðamenn í gær að hann byggist ekki við því að Rio spilaði landsleikina sem eru framundan.

Sport
Fréttamynd

Alfreð byrjar með sigri

Alfreð Gíslason fer vel af stað með Gummersbach í þýska handboltanum. Gummersbach sigraði Eintracht Hildesheim 35:32 í gær þar sem Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk og Róbert Gunnarsson 3 mörk. Sverre Jakobsson skoraði ekki í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Felipe Massa í fyrsta sinn á ráspól

Formúla 1 Ferrrari-ökumaðurinn Felipe Massa tryggði sér sinn fyrsta ráspól á ferlinum í gær þegar tímatakan fyrir Tyrklandskappaksturinn fór fram. Massa náði frábærum hring undir lok tímatökunnar og skaut um leið félaga sínum, Michael Schumacher, í annað sætið. Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði þriðja besta tímanum og félagi hans, Fisichella, mun ræsa fjórði.

Sport
Fréttamynd

Hreinlega óstöðvandi

Tiger Woods fer mikinn í golfheiminum þessa dagana og vinnur svo gott sem öll mót sem hann mætir á þessa dagana en hann er nýbúinn að vinna opna breska og PGA-meistaramótið.

Sport
Fréttamynd

Kemur Leifur sínum gömlu félögum til aðstoðar?

Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í dag en þá klárast 15. umferð deildarinnar. FH tekur á móti Breiðablik í Kaplakrika en Valsmenn heimsækja Fylkismenn í Árbæinn. Verði úrslit leikjanna beggja hagstæð fyrir FH þá verða þeir Íslandsmeistarar þriðja árið í röð.

Sport
Fréttamynd

Lá við slagmál-um eftir leik

Stoke tapaði óvænt fyrir Darlington, 2-1, í deildarbikarnum í vikunni þrátt fyrir að hafa verið manni fleiri frá 12. mínútu. Hannes kom inn á sem varamaður og lá við að hann og annar leikmaður Stoke, Michael Duberry, hafi lent í slagsmálum eftir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Litháen lagði Ítalíu

Sextán liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik hófust í gær með fjórum leikjum en hinir fjórir leikirnir fara fram í dag.

Sport
Fréttamynd

Þetta er mjög svekkjandi

Mál Garðars Jóhannssonar eru komin í hnút eftir að norska knattspyrnusambandið synjaði honum um keppnisleyfi í Noregi. KSÍ hefur sótt um undanþágu fyrir Garðar til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Sport