Íþróttir

Fréttamynd

Ísland í riðli með Frökkum, Úkraínu og Ástralíu

Nú rétt áðan var dregið í riðla fyrir HM í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi snemma næsta árs. Íslendingar munu leika í B-riðli mótsins ásamt Frökkum, Úkraínumönnum og Áströlum og ljóst að íslenska liðið getur verið nokkuð sátt við mótherja sína.

Sport
Fréttamynd

Horacio Elizondo hættur að dæma

Argentínski dómarinn Horacio Elizondo hefur tilkynnt að hann ætli sér að hætta dómgæslu og engin hætta er á því að lokaleikur hans renni mönnum úr minni, því Elizondo var maðurinn sem rak Zinedine Zidane af velli í úrslitaleiknum á HM um síðustu helgi. Elizondo segist hafa tekið hárrétta ákvörðun.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar burstuðu ÍBV

Keflvíkingar tóku Eyjamenn í bakaríið í leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og sigruðu 6-2. Stefán Örn Arnarsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu sitt hvor tvö mörkin fyrir Keflavík og Kenneth Gustavsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu eitt hvor. Pétur Runólfsson og Ulrik Drost skoruðu mörk ÍBV, en Páli Hjarðar var vikið af leikvelli fyrir olnbogaskot á 70. mínútu og léku Keflvíkingar því manni fleiri síðasta korterið í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Valur lá í Danmörku

Valsmenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða 3-1. Danska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik, en Garðar Gunnlaugsson náði að rétta hlut íslenska liðsins undir lokin.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 gegn ÍBV á heimavelli sínum þegar flautað hefur verið til leikhlés. Pétur Runólfsson kom ÍBV yfir á 13. mínútu, en þeir Kenneth Gustavsson og Stefán Örn Arnarsson skoruðu fyrir heimamenn.

Sport
Fréttamynd

Útlitið dökkt hjá Val

Það stefnir í langt kvöld hjá Valsmönnum sem etja nú kappi við danska liðið Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir heimamenn, sem komust yfir strax eftir 8 mínútur og bættu svo við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla eftir hálftíma leik. Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer fram í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá ÍA í Danmörku

Skagamenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á útivelli 1-0. Heimamenn í Randers voru ívið sterkari í leiknum, en sá síðari fer fram á Skipaskaga þann 27. júlí næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Roberto Donadoni tekur við af Lippi

Ítalska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Roberto Donadoni í stöðu landsliðsþjálfara Ítala í stað Marcello Lippi sem sagði af sér á dögunum. Donadoni hefur ekki mikla reynslu af þjálfun, en var síðast með lið Livorno á Ítalíu og stýrði liðinu í sjötta sæti í deildinni. Hann er aðeins 43 ára gamall og stýrði áður Lecce og Genoa. Donadoni gerði garðinn frægan með liði AC Milan sem leikmaður og var í landsliðinu sem hlaut bronsið á HM árið 1990.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Skagamönnum

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Skagamanna og danska liðsins FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Staðan er enn 0-0. Heimamenn voru hættulegri framan af leik, en Skagaliðið komst betur inn í leikinn þegar á leið.

Sport
Fréttamynd

Mike James til Minnesota

Leikstjórnandinn Mike James skrifaði í gærkvöld undir samning við lið Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, en James var með lausa samninga hjá Kanadaliði Toronto Raptors. James þótti minni spámaður í deildinni allt þar til í fyrravetur, þegar hann sprakk út með Toronto og skoraði yfir 20 stig að meðaltali í leik og var á meðal efstu manna í deildinni í 3ja stiga skotnýtingu.

Sport
Fréttamynd

Ætlum ekki inn í hringinn til að dansa

Hnefaleikarinn Shane Mosley lofar að setja á svið flugeldasýningu fyrir áhorfendur á laugardagskvöldið þegar hann mætir Fernando Vargas í Las Vegas í bardaga sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þeir félagar mættust áður í febrúar og þar var Mosley dæmdur sigur eftir að Vargas hlaut skurð í andliti, sem hann sagðist hafa fengið eftir að Mosley skallaði sig.

Sport
Fréttamynd

Suðurlandströllið 2006 um helgina

Á laugardag fer fram hin árlega aflraunakeppni Suðurlandströllið. Keppnin hefst á Selfossi klukkan 13:30 þar sem meðal annars verður keppt í trukkadrætti og drumbalyftu. Klukkan 15:30 verður keppt í axlalyftu við Hótel Örk og keppninni lýkur við Eden í Hveragerði þar sem keppendur burðast með Húsafellshelluna. Á meðal keppenda verða Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" sem nýlega tryggði sér þáttökurétt í keppninni um sterkasta mann heims og Auðunn "Verndari" Jónsson.

Sport
Fréttamynd

Landsleik Íslendinga og Spánverja flýtt?

Spænsk vefsíða helguð knattspyrnuliði Barcelona greinir frá því í dag að Frank Rijkaard geti teflt fram sínu sterkasta liði í hinum árlega leik um meistara meistaranna á Spáni, því spænska knattspyrnusambandið sé búið að semja við það íslenska að flýta fyrirhuguðum landsleik þjóðanna hér á landi þann 16. ágúst.

Sport
Fréttamynd

Kirk Hinrich í hópinn í stað Redick

Leikstjórnandinn Kirk Hinrich hefur verið valinn í bandaríska landsliðshópinn í körfubolta í stað stórskyttunnar JJ Redick sem er meiddur og þurfti að hætta við að fara í æfingabúðir með liðinu. Bandaríkjamenn eru nú á fullu að undirbúa lið sitt fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan í næsta mánuði, þar sem liðið leikur í riðli með Ítölum, Porto Rikó, Slóvenum, Kínverjum og Senegölum.

Sport
Fréttamynd

Sam Cassell framlengir við Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Clippers um tvö ár, en ekki hefur verið gefið upp hvað hann fær í aðra hönd fyrir samninginn. Þó Cassell sé fyrir nokkru kominn af léttasta skeiði sem leikmaður, skoraði hann rúm 17 stig og gaf 6 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Clippers á síðasta vetri. Það sem meira er tók hann að sér leiðtogahlutverk í liðinu og leiddi það til besta árangurs síns í yfir þrjá áratugi.

Sport
Fréttamynd

Wade framlengir við Miami

Verðmætasti leikmaður NBA-úrslitanna í vor, Dwyane Wade hjá Miami, hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár líkt og LeBron James hjá Cleveland gerði á dögunum. Flestir bjuggust við að Wade skrifaði undir fimm ára samning, en líta má á samningur þessi sé langtímafjárfesting fyrir leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Ruud Van Nistelrooy á leið til Real Madrid

Spænska dagblaðið Marca heldur því fram í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy geti gengið í raðir Real Madrid frá Manchester United fyrir upphæð nálægt 11 milljónum punda. Engar fréttir hafa borist frá Englandi til að staðfesta þetta en lið Real Madrid er með hverjum deginum orðað við fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Valencia hefur mikinn áhuga á Del Horno

Spænska stórliðið Valencia hefur gefið það út að það hafi mikinn hug á því að fá vinstri bakvörðinn Asier del Horno til liðs við sig frá Chelsea. Del Horno er 25 ára gamall spænskur landsliðsmaður og spilaði 25 deildarleiki fyrir ensku meistarana á síðustu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Rannsókn hafin vegna ásakana Zidane

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að hefja rannsókn á hegðun ítalska varnarmannsins Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í kjölfar þeirra þungu saka sem Zinedine Zidane bar hann í viðtali við franska sjónvarpið í gær. Zidane hefur verið gert að leggja fram skrifleg gögn í málinu og fær Materazzi tækifæri til að svara fyrir sig í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Enska knattspyrnusambandið er á villigötum

Tony Woodcock, fyrrum landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, segir að menn verði að leita lengra en til Sven-Göran Eriksson til að finna svör við döpru gengi og spilamennsku enska landsliðsins á HM.

Sport
Fréttamynd

Middlesbrough hætt við að kaupa Robert Huth

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough tilkynnti í dag að það væri hætt við að kaupa þýska landsliðsmiðvörðinn Robert Huth frá Chelsea. Búið var að samþykkja félagaskipti hans fyrir fimm milljónir punda, en talið er víst að Boro hafi hætt við að kaupa hann eftir að ökklameiðsli hans urðu þess valdandi að hann stóðst ekki læknisskoðun.

Sport
Fréttamynd

Ekkert tilboð frá Arsenal

Umboðsmaður franska landsliðsmannsins Franck Ribery hefur vísað því á bug að Arsenal hafi gert 10 milljón punda tilboð í vængmanninn knáa, sem gerði fína hluti með Frökkum á HM þrátt fyrir að vera nýgræðingur með landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Vill að Zidane haldi gullknettinum

Varnarmaðurinn Marco Materazzi vill að Zinedine Zidane haldi gullknettinum, verðlaununum sem hann fékk fyrir að vera kjörinn besti leikmaðurinn á HM. Borist hefur í tal að verðlaunin verði tekin af Zidane eftir að hann gerðist sekur um líkamsárás í úrslitaleiknum, en það hefur ekki áhrif á skoðun fórnarlambs árásarinnar, hinn ítalska Materazzi.

Sport
Fréttamynd

Neitar ásökunum Zidane

Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi neitar því að hafa sagt ljóta hluti um móður Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM eins og Zidane hélt fram í franska sjónvarpinu nú undir kvöld. Materazzi segist sjálfur hafa misst móður sína ungur og segir að Zidane sé ein af hetjum sínum á knattspyrnuvellinum.

Sport
Fréttamynd

Get ekki beðið Materazzi afsökunar

Franski leikmaðurinn Zinedine Zidane tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um atburðina í úrslitaleiknum á HM á dögunum, í viðtali við franska sjónvarpið. Zidane biðst afsökunar á framferði sínu þegar hann skallaði hinn ítalska Marco Materazzi og segir hann hafa sagt mjög ljóta persónulega hluti um systur sína og móður. Hann fékkst ekki til að greina frekar frá því hvað fór þeirra á milli.

Sport
Fréttamynd

Inter kaupir þrjá leikmenn

Stórlið Inter Milan á Ítalíu hefur fest kaup á þremur nýjum leikmönnum. Sá þekktasti er líklega franski miðjumaðurinn Oliver Dacourt sem leikið hefur með Roma undanfarin ár og var fastamaður í franska landsliðinu í mörg ár. Þá hefur liðið fengið til sín Brasilíumennina Maicon Douglas Sisenando frá Mónakó og Maxwell Scherrer Cabelino Andrade frá Empoli, en þeir eru báðir 24 ára gamlir.

Fótbolti
Fréttamynd

Eriksson vildi fá Ferdinand í landsliðið

Sven-Göran Eriksson, fráfarandi landsliðsþjálfari Englendinga, hefur gefið það upp að hann hafi viljað fá varnarmanninn Anton Ferdinand inn í hóp sinn á HM í stað Luke Young þegar hann meiddist. Ekkert varð þó af þessu, því þegar Eriksson hafði samband við Ferdinand, hafði hann 24 tímum áður gengist undir aðgerð vegna kviðslits.

Sport
Fréttamynd

LeBron James skrifar undir styttri samning

Stórstjarnan LeBron James undirritar í kvöld nýjan samning við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, en samningur hans verður þó nokkuð frábrugðinn þeim samningi sem félagar hans Carmelo Anthony og Dwyane Wade úr nýliðaárgangnum 2003 skrifuðu undir á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Arsenal líklegast

Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona segir að allt bendi til þess að hann gangi í raðir Arsenal í sumar. Saviola var í eldlínunni með argentínska landsliðinu á HM og var lykilmaður í liði Sevilla sem vann sigur í Evrópukeppni félagsliða í vor, en þar var hann sem lánsmaður.

Sport
Fréttamynd

Sol Campbell á nóg inni

Harry Redknapp heldur áfram að gera hosur sínar grænar fyrir miðverðinum Sol Campbell, sem á dögunum tilkynnti að hann væri hættur að spila með Arsenal og ætlaði að reyna fyrir sér erlendis. Campbell var gagnrýndur nokkuð undir lok síðustu leiktíðar og voru margir á því að bestu dagar hans sem leikmanns væru að baki.

Sport