Íþróttir

Fréttamynd

Dómarinn var hlutdrægur

Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgal, sagðist aðeins hafa eflst við það þegar áhorfendur bauluðu á hann í leiknum gegn Frökkum í gær en vill meina að dómarinn hafi alls ekki verið starfi sínu vaxinn.

Sport
Fréttamynd

Henin-Hardenne í úrslit

Hin belgíska Justine Henin-Hardenne tryggði sér nú áðan sæti í úrslitum Wimbledon mótsins í tennis þegar hún lagði löndu sína Kim Clijsters í undanúrslitaleik 6-4 og 7-6(7-4). Þetta var þriðji sigur Hardenne á löndu sinni í röð og þessi þriðja stigahæsta tenniskona heims því annað hvort Emelie Mauresmo eða Mariu Sharapovu í úrsitaleik mótsins. Sá leikur stendur yfir þessa stundina.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Kristjánsson tekur við Blikum

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gengið frá samningi við Ólaf Kristjánsson um að taka að sér þjálfun liðsins út leiktíðina. Ólafur tekur við af Bjarna Jóhannessyni sem hætti störfum hjá félaginu á dögunum. Fyrsti leikur Ólafs við stjórnvölinn verður útileikur við Val á sunnudaginn. Ólafur var áður á mála hjá Fram. Þetta kemur fram í íþróttafréttum á NFS nú í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Frakkar og Ítalar leika til úrslita á HM

Zinedine Zidane skoraði sigurmark Frakka gegn Portúgölum úr vítaspyrnu á 33. mínútu undanúrslitaviðureignar liðanna í Munchen í dag. Leikurinn var hinn fjörugasti á köflum, en eins og svo oft áður var það reynt og þaulskipulagt lið Frakka sem stóð uppi sem sigurvegari. Það verða því Frakkar og Ítalar sem leika til úrslita á HM í Berlín á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Frakkar leiða í hálfleik

Frakkar hafa yfir 1-0 gegn Portúgölum í leik liðanna í undanúrslitunum á HM. Zinedine Zidane skoraði mark Frakka úr vítaspyrnu eftir um 30 mínútna leik. Portúgalar hafa færst heldur í aukana eftir að þeir fengu á sig markið með Cristiano Ronaldo fremstan í flokki. Áhorfendur eru þó ekki jafn hrifnir af kappanum og baula á hann í hvert sinn sem hann fær boltann. Sigurvegarinn í kvöld mætir Ítölum í úrslitaleik mótsins.

Sport
Fréttamynd

Frakkar komnir yfir

Frakkar hafa náð forystu gegn Portúgölum í undanúrslitaleiknum á HM í Munchen. Ricardo Carvalho felldi Thierry Henry innan teigs og dæmd var vítaspyrna eftir rúmlega hálftíma leik. Spyrnuna tók gamla kempan Zinedine Zidane sem steig á punktinn og lét ekki vítabanann Ricardo hafa áhrif á sig og skoraði af öryggi.

Sport
Fréttamynd

Federer gerði andstæðing sinn orðlausan

Tenniskappinn Roger Federer er kominn í undanúrslitin á Wimbledon mótinu í tennis eftir að hann valtaði yfir Króatann Mario Ancic 6-4, 6-4 og 6-4. Federer þótti leika ótrúlega í dag og það virtist ekki hafa nein áhrif á hann að fresta þurfti leiknum um tíma vegna rigninga.

Sport
Fréttamynd

Fabio Aurelio til Liverpool

Liverpool hefur fengið til sín vinstri bakvörðinn Fabio Aurelio á frjálsri sölu frá spænska liðinu Valencia, en Aurelio þessi varð einmitt spænskur meistari undir stjórn Rafa Benitez þegar hann stýrði liðinu á sínum tíma. Þá hefur Liverpool einnig gert samning við tvítuga miðvörðinn Gabriel Paletta frá argentínska liðinu Atletico Banfield og fyrr í dag fékk Mark Gonzalez loks atvinnuleyfi hjá félaginu eftir að það keypti hann fyrir ári síðan.

Sport
Fréttamynd

West Ham kaupir Carlton Cole

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur fest kaup á framherjanum Carlton Cole frá Englandsmeisturum Chelsea. Cole er 22 ára gamall og hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Chelsea, þrátt fyrir að leika á tíðum vel fyrir enska U-21 árs liðið. Hjá West Ham mun hann keppa við þá Dean Ashton, Teddy Sheringham, Bobby Zamora og Marlon Harewood um stöðu í framlínunni.

Sport
Fréttamynd

Figo og Ronaldo í byrjunarliði Portúgala

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Frakka og Portúgala fyrir leik liðanna í undanúrslitunum á HM. Leikurinn hefst klukkan 19 og er í beinni útsendingu á Sýn. Þeir Luis Figo og Cristiano Ronaldo verða báðir í byrjunarliði Portúgala eftir að hafa vera tæpir vegna meiðsla. Frakkar mæta til leiks með óbreytt lið.

Sport
Fréttamynd

Dreymir um að vinna tvisvar í röð

Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgala, getur heldur betur skrifað nafn sitt í sögubækur ef hann gerir Portúgala að heimsmeisturum í knattspyrnu. Hann segir að takmark sitt með liðið fyrir HM í ár hafi verið að ná í átta liða úrslitin, en nú sé hver leikur eins og draumur sem verði að veruleika fyrir liðið.

Sport
Fréttamynd

Bolton og Arsenal sýna áhuga

Umboðsmaður Argentínumannsins Javier Saviola segir að Arsenal og Bolton í ensku úrvalsdeildinni hafi sýnt leikmanninum áhuga, sem og lið Pananthinaikos í Grikklandi. Saviola er samningsbundinn Barcelona, en umboðsmaður hans segir ekkert koma til greina fyrir leikmanninn nema að spila á Spáni eða Englandi.

Sport
Fréttamynd

Wigan hafnar tilboði West Ham í Chimbonda

Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan neitaði í dag fjögurra milljóna punda tilboði West Ham í franska landsliðsbakvörðinn Pascan Chimbonda. Tottenham hafði áður fengið tilboði upp á þrjár milljónir punda neitað og hafa forráðamenn Wigan neitað að selja hann fyrir minna en sex milljónir. Chimbonda fór fram á að verða seldur frá Wigan í vor og er ekki talinn eiga framtíð hjá félaginu í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Chelsea klagar Real Madrid til FIFA

Nú fyrir stundu greindi fréttavefur BBC frá því að ensku meistararnir Chelsea væru búnir að senda FIFA kæru vegna meintra ólöglegra viðræðna spænska félagsins Real Madrid við hollenska kantmanninn Arjen Robben.

Sport
Fréttamynd

Gonzalez loksins kominn með atvinnuleyfi

Liverpool hefur loksins fengið atvinnuleyfi fyrir vængmanninn Mark Gonzalez frá Chile, einu ári eftir að félagið festi kaup á honum. Ekki tókst að fá atvinnuleyfi fyrir hann á sínum tíma, því landslið Chile þótti ekki standa nógu hátt á styrkleikalista FIFA. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er í skýjunum yfir nýja leikmanninum.

Sport
Fréttamynd

Capello tekinn við Real Madrid

Þjálfarinn sterki Fabio Capello hefur tekið við þjálfun spænska stórliðsins Real Madrid. Þetta var staðfest á blaðamannafundi í Madrid í dag. Capello var áður hjá liði Juventus á Ítalíu þar sem hann gerði liðið að tvöföldum meisturum, en eins og flestir vita á ítalska félagið nú undir högg að sækja vegna spillingarmálsins stóra. Capello er öllum hnútum kunnugur á Bernabeu, þar sem hann stýrði Real til sigurs í spænsku deildinni þegar hann stýrði liðinu árið 1997.

Sport
Fréttamynd

Bowyer enn sektaður

Lee Bowyer, leikmaður West Ham og fyrrum leikmaður Newcastle, var í dag sektaður um 1600 pund fyrir þátt sinn í slagsmálunum frægu við Kieron Dyer í fyrra, en dómsmáli í kjölfar þessa er nú lokið. Þessi upphæð er aðeins skiptimynt í samanburði við sektina sem hann þurfti að greiða enska knattspyrnusambandinu á sínum tíma, en Bowyer hefur þurft að punga út hátt í 300 þúsund pundum í sektir.

Sport
Fréttamynd

Morientes komin til Valencia

Spænski framherjinn Fernando Morientes er genginn formlega í raðir Valencia fyrir um þrjár milljónir punda eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Morientes náði sér aldrei á strik í ensku úrvalsdeildinni og segist fagna nýjum kafla í lífi sínu.

Sport
Fréttamynd

Viss um að landa Fabregas

Ramon Calderon, nýkjörinn forseti Real Madrid, segist 70% viss um að geta landað miðjumanninum efnilega Cesc Fabregas frá Arsenal á næstunni. Calderon lýsti því yfir í kosningabaráttunni að hann ætlaði að koma pilti til heimalandsins á ný, en ljóst er að Arsenal verður tregt til að láta þennan frábæra knattspyrnumann renna sér úr greipum.

Sport
Fréttamynd

Sex leikmenn í bann

Sex leikmenn úr Landsbankadeild karla hafa verið úrskurðaðir í leikbann af aganefnd KSÍ, en hún fundaði í gær. Þetta eru þeir Björgólfur Takefusa KR, Peter Gravesen Fylki, Igor Pesic ÍA, Andrew Mwesigwa ÍBV og þeir Hörður Bjarnason og Jón Guðbrandsson úr Víkingi. Allir þessir leikmenn fá eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda, utan Björgólfs, sem fær eins leiks bann fyrir rautt spjald.

Sport
Fréttamynd

Bridgestone sér um alla hjólbarða árið 2008

Forráðamenn japanska dekkjaframleiðandans Bridgestone hafa undirritað samning sem tryggir að framleiðandinn skaffar öllum keppnisliðunum dekk á heimsmeistaramótinu árið 2008. Michelin hættir að skaffa dekk í formúlu eitt eftir yfirstandandi tímabil, en þar á bæ eru menn mjög ósáttir við starfshætti í íþróttinni og segja hana mismuna dekkjaframleiðendum.

Sport
Fréttamynd

Blikar töpuðu í vesturbænum

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR-stúlkur unnu góðan sigur á Breiðablik 3-2 í vesturbænum, þar sem Fjóla Friðriksdóttir skoraði þrennu fyrir KR. Topplið Vals vann auðveldan 5-1 sigur á Stjörnunni á útivelli og Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir lánlaust lið Fylkis 10-0. Valur er á toppi deildarinnar með 24 stig og Breiðablik í öðru, sex stigum þar á eftir.

Sport
Fréttamynd

Mjög stoltur af liði sínu

Jurgen Klinsmann var að vonum vonsvikinn eftir tapið fyrir Ítölum í kvöld, en hrósaði liði sínu í hástert fyrir góðan anda og baráttu á mótinu. Hann hrósaði ítalska liðinu fyrir frammistöðuna í kvöld og bætti við að fátt hefði komið sér á óvart, því hann hefði búist við gríðarlega erfiðri baráttu þar sem bæði lið hefðu fengið tækifæri til að gera út um leikinn.

Sport
Fréttamynd

Ítalar í úrslitin

Ítalar eru komnir í úrslitaleikinn á HM eftir dramatískan 2-0 sigur á heimamönnum Þjóðverjum í framlengdum leik í Dortmund í kvöld. Allt stefndi í vítaspyrnukeppni eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og fyrri hálfleik framlengingar.

Sport
Fréttamynd

Framlengt í Dortmund

Staðan að loknum venjulegum leiktíma í leik Þjóðverja og Ítala er jöfn 0-0 og því þarf að grípa til framlengingar. Eins og reikna mátti með mætast stálin stinn þegar þessi lið eru annars vegar og ljóst að taugar leikmanna verða þandar á næstu mínútum.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik

Enn hefur ekki verið skorað mark í leik Þjóðverja og Ítala í undanúrslitum HM, en leikurinn fer fram í Dortmund. Ítalska liðið hefur verið öllu sterkara það sem af er leiknum en heimamenn hafa 45 mínútur til að finna svör við því.

Sport
Fréttamynd

Tvær breytingar á liði Þjóðverja

Jurgen Klinsmann hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Ítölum. Bastien Schweinsteiger og Torsten Frings detta út úr liðinu frá leiknum gegn Argentínu og í þeirra stað koma þeir Tim Borowski og Sebastien Kehl. Marco Materazzi er á ný í vörn Ítala eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Fabregas spenntur yfir áhuga Real Madrid

Umboðsmaður táningsins efnilega Cesc Fabregas hjá Arsenal, segist ekki geta neitað því að skjólstæðingur hans sé spenntur yfir miklum áhuga spænska stórliðsins Real Madrid á að fá hann í sínar raðir. Nýkjörinn forseti Real hefur lýst því yfir að hann ætli að krækja í stjörnuna ungu, en hann er með langtímasamning við Arsenal og það verður því að teljast nokkuð langsótt.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo og Figo tæpir?

Nokkrar spurningar hafa vaknað um þáttöku þeirra Luis Figo og Cristiano Ronaldo í undanúrslitaleiknum við Frakka á morgun, því hvorugur þeirra æfði með liðinu í dag, heldur tóku þeir létta æfingu sitt í hvoru lagi í Munchen.

Sport
Fréttamynd

Boltinn grét undan mér

Luiz Felipe Scolari gerði létt grín að sjálfum sér sem leikmanni á blaðamannafundi í dag þegar hann talaði um að sjónarsviptir yrði af þeim Figo og Zidane þegar þeir leggðu skóna á hilluna á næstunni.

Sport