Íþróttir

Fréttamynd

Syngur Hasselhoff í sturtu

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur vakið mikla athygli fyrir að sýna stáltaugar á vítalínunni undir lok síðustu leikja Dallas gegn San Antonio í úrslitakeppninni. Hann segir að leyndarmálið sé að ná að slaka vel á og það segist hann gera með því að syngja gamla slagara með strandverðinum David Hasselhoff í sturtunni.

Sport
Fréttamynd

Cole hefur áður lent í Ronaldinho

Bakvörðurinn Ashley Cole segist búast við því að viðureign varnarmanna Arsenal við Ronaldinho hjá Barcelona muni draga fram það besta í þeim í leiknum í kvöld, en Cole hefur áður lent í vandræðum með brasilíska töframanninn.

Sport
Fréttamynd

Heimsmetið tekið af Gatlin

Glæsilegt heimsmet Bandaríkjamannsins Justin Gatlin í 100 metra hlaupi frá því fyrir nokkrum dögum hefur nú verið gert ógilt. Við rannsókn kom í ljós að tímatökubúnaður á brautinni í Katar virkaði ekki sem skildi og því hefur mettími Gatlin verið færður úr 9,76 sekúndum í 9,77 sekúndur og það er því aðeins heimsmetsjöfnun.

Sport
Fréttamynd

Fer til Villarreal í næstu viku

Fernando Roig, forseti spænska knattspyrnufélagsins Villarreal, hélt því fram í sjónvarpsviðtali að franski leikmaðurinn Robert Pires hjá Arsenal myndi ganga í raðir Villarreal í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Berbatov til Tottenham

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham gekk í dag frá kaupum á búlgarska framherjanum Dimitar Berbatov frá Bayer Leverkusen fyrir tæpar 11 milljónir punda. Berbatov mun skrifa undir samning þann 1. júlí næstkomandi. Berbatov var næst markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og er 25 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Borgvardt með 4 mörk í 7 leikjum

Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sem sló í gegn tvö tímabil með Íslandsmeisturum FH, er nú að gera góða hluti með norska 1. deildarliðinu Bryne.

Sport
Fréttamynd

Phoenix lagði Clippers í tvíframlengdum leik

Fimmti leikur Phoenix Suns og LA Clippers í nótt var í meira lagi sögulegur, en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og svo fór að heimamenn í Phoenix höfðu betur 125-118. Phoenix leiðir því 3-2 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Los Angeles.

Sport
Fréttamynd

Miami kláraði dæmið

Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar annað árið í röð þegar liðið vann nauman sigur á baráttuglöðu liði New Jersey Nets á heimavelli sínum 106-105.

Sport
Fréttamynd

Wenger sigurviss

Arsene Wenger hefur fulla trú á sigri sinna manna þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld, en leikurinn verður að sjálfssögðu í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Rijkaard kallar á auðmýkt

Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að leikmenn sínir láti það ekki hafa áhrif á sig þó þeim sé almennt spáð sigri í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld og bendir á að það sé óréttlátt að stilla hlutunum þannig upp.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur á Hollendingum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann í kvöld góðan 29-28 sigur á hollenska landsliðinu í Laugardalshöllinni, en þetta var fyrri æfingaleikur liðanna á tveimur dögum. Íslenska liðið átti á brattann að sækja þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en náði að snúa við dæminu á lokasprettinum.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Blikastúlkum

Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja leiktíðina með glæsibrag í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, en í kvöld vann liðið öruggan 4-0 sigur á KR á Kópavogsvelli. Á sama tíma burstuðu Valsstúlkur Stjörnuna 6-0, Þór/KA vann FH 4-2 fyrir norðan og Keflavíkurstúlkur lögðu Fylki í Árbænum 2-0.

Sport
Fréttamynd

Real hélt öðru sætinu þrátt fyrir tap

Real Madrid tryggði sér í kvöld annað sætið í spænsku deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-3 tap fyrir Sevilla á útivelli í frábærum leik sem sýndur var beint á Sýn. Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane spilaði sinn síðasta leik fyrir Real í kvöld og skoraði mark, en það nægði liðinu ekki til sigurs.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Örn skoraði sigurmark Brann

Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru lykilmenn í liði Brann í kvöld þegar liðið lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur Örn skoraði sigurmark Brann í kvöld og Kristján átti einni fínan leik í liði Brann.

Sport
Fréttamynd

Aðstoðardómaranum kippt út fyrir aulamistök

Norska aðstoðardómaranum Ole Hermann Borgan var tilkynnt það nú fyrir stundu að hann yrði ekki á hliðarlínunni í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld eins og til stóð, eftir að mynd birtist af honum í Barcelona-treyju í norsku dagblaði í gær.

Sport
Fréttamynd

Flugeldasýning í Sevilla

Leikur Sevilla og Real Madrid í lokaumferð spænsku deildarinnar í kvöld hefur svo sannarlega staðið undir væntingum, en sex mörk eru þegar komin í fyrri hálfleik. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Sevilla - Real Madrid í beinni

Nú er ný hafinn leikur Sevilla og Real Madrid í lokaumferð spænsku deildarinnar og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Real Madrid verður að vinna í kvöld til að tryggja sér annað sætið í deildinni og þar með öruggt sæti í meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Samningur Petkevicius ekki framlengdur

Íslandsmeistarar Fram í handknattleik hafa ákveðið að endurnýja ekki samninga við litháenska markvörðinn Egidijus Petkevicius sem verið hefur hjá liðinu í þrjú ár.

Sport
Fréttamynd

Owen í lagi eftir æfingu

Enski landsliðsframherjinn Michael Owen komst áfallalaust í gegn um æfingu hjá enska landsliðinu í dag og er landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson ekki í nokkrum vafa um að Owen verði búinn að ná sér þegar HM hefst í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur strax í fyrstu umferð

Fyrsta umferð Landsbankadeildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum og þar er er strax á dagskrá stórleikur Íslandsmeistara Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Ísland - Holland í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Hollendingum í Laugardalshöllinni klukkan 20 í kvöld, en þetta er fyrri æfingaleikur þjóðanna og liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina gegn Makedóníu síðar í mánuðinum.

Sport
Fréttamynd

Peter Taylor eftirmaður Curbishley?

Forráðamenn Hull City hafa gefið úrvalsdeildarliðinu Charlton Athletic leyfi til að ræða við knattspyrnustjórann Peter Taylor með það fyrir augum að gera hann að eftirmanni Alan Curbishley. Breskir fjölmiðlar hallast að því að Taylor muni verða sá sem fær starfið hjá Charlton, en hann er einnig þjálfari U-21 árs liðs Englendinga.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn Tottenham fengu ekki matareitrun

Nú er ljóst að leikmenn Tottenham sem veiktust fyrir lokaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á dögunum veiktust ekki af matareitrun eins og talið var í fyrstu, eftir að ítarleg rannsókn hefur leitt í ljós að ekkert athugavert var við matvæli eða hreinlætisaðbúnað á hótelinu þar sem liðið snæddi kvöldið fyrir leik.

Sport
Fréttamynd

Ég vil spila með Henry

Samuel Eto´o, framherji Barcelona, segist ólmur vilja spila með Thierry Henry í framlínu liðsins ef svo færi að sá franski gengi í raðir Barcelona í sumar og segir þá tvo vera góða vini.

Sport
Fréttamynd

Collazo heimtar annan bardaga

Bandaríkjamaðurinn Luis Collazo hefur farið fram á annan bardaga við Ricky Hatton, en sá síðarnefndi sigraði í titilbardaga þeirra í Boston um liðna helgi. Don King, umboðsmaður Collazo, segir að Hatton skuldi stuðningsmönnum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum annan bardaga.

Sport
Fréttamynd

Aðstoðardómarinn myndaður í Barcelona-treyju

Nokkuð fjaðrafok hefur myndast í enskum fjölmiðlum í dag eftir að norska dagblaðið Drammen Tidende birti mynd af öðrum aðstoðardómaranna í úrslitaleik meistaradeildarinnar í Barcelona-treyju í gær.

Sport
Fréttamynd

Rooney á ekki að fara tæpur á HM

Sir Alex Ferguson hefur enn og aftur tjáð sig um að sér finnist það ekki góð hugmynd að fara með Wayne Rooney á HM þegar útlit er fyrir að hann verði alls ekki búinn að ná sér af fótbrotinu á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Roader ráðinn stjóri Newcastle

Forráðamenn Newcastle tilkynntu í dag að félagið hefði gert tveggja ára samning við knattspyrnustjórann Glenn Roader og þá var Alan Shearer skipaður sérstakur útsendari félagsins. Roader sagði að með ráðningunni hefði gamall draumur verið að rætast hjá sér.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir í vondum málum

Meistarar San Antonio eru komnir í mjög vond mál í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að Dallas vann sigur í fjórða leik liðanna í Dallas í nótt 123-118 eftir framlengingu. Dallas leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í San Antonio í næsta leik eftir þrjá sigra í röð.

Sport
Fréttamynd

Spámaðurinn hafði loks rangt fyrir sér

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit.

Sport