Íþróttir

Fréttamynd

Detroit valtaði yfir Milwaukee

Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta.

Sport
Fréttamynd

LeBron James kláraði Washington aftur

Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington.

Sport
Fréttamynd

Valur og Fylkir unnu fyrri leikina

Í kvöld fóru fram fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikarsins í handbolta. Valsmenn lögðu Hauka á útivelli 28-24 og Fylkir vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Fram á útivelli 35-32.

Sport
Fréttamynd

FH deildarbikarmeistari

Íslandsmeistarar FH urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í úrslitum í Garðabæ. FH-ingar virtust hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar staðan var 3-0 þeim í vil, en suðurnesjaliðið náði að laga stöðuna í þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Bolton og Middlesbrough

Draumur Bolton um að komast í Evrópukeppni er nánast að engu orðinn eftir að liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við Middlesbrough á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Adam Johnson sem kom gestunum yfir á 47. mínútu, en Ricardo Vaz Te jafnaði metin skömmu síðar. Bolton hefur aðeins náð í fjögur stig í síðustu átta leikjum sínum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

FH í góðri stöðu

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 3-0 gegn Keflavík þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu. Mörk FH skoruðu Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson.

Sport
Fréttamynd

Johnson kemur Boro yfir

Adam Johnson hefur komið Middlesbrough yfir 1-0 á útivelli gegn Bolton í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Mark Johnson kom eftir aðeins tvær mínútur í upphafi síðari hálfleiks. Middlesbrough teflir fram hálfgerðu varaliði í leiknum og hvílir marga af lykilmönnum sínum fyrir úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli gegn Andorra

Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli við Andorra á útivelli í fyrri leik þjóðanna í Evrópukeppninni. Síðari leikurinn fer fram hér heima þann 1. júní og sigurvegarinn kemst áfram í milliriðil keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Barcelona spænskur meistari

Barcelona varð í kvöld spænskur meistari í knattspyrnu annað árið í röð eftir að helstu keppinautar liðsins, Valencia, tapaði óvænt 2-1 fyrir Real Mallorca á útivelli. Nú stendur yfir leikur Celta de Vigo og Barcelona og staðan í hálfleik er 0-0. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Sport
Fréttamynd

Faðir Tiger Woods látinn

Faðir bandaríska kylfingsins Tiger Woods lést úr krabbameini í morgun, en hann hefur barist við sjúkdóminn í átta ár og hafði verið þungt haldinn síðustu mánuði. Woods hefur undanfarið lítið geta einbeitt sér að því að spila golf og tók sér frí á dögunum til að verja tíma með veikum föður sínum, sem hann kallaði læriföður sinn og góða fyrirmynd í stuttri yfirlýsingu í dag.

Sport
Fréttamynd

Detroit - Milwaukee í beinni á besta tíma

Detroit Pistons getur í kvöld slegið Milwaukee Bucks út úr fyrstu umferðinni í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA þegar liðin mætast í fimmta sinn á heimavelli Detroit. Staðan er 3-1 fyrir Detroit og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á besta tíma - eða klukkan 22 í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Sat á klósettinu þegar félagar hans tóku við verðlaunum

Hinn litríki markvörður Fabien Barthez hjá Marseille í Frakklandi komst enn og aftur í fyrirsagnirnar um helgina þegar lið hans tapaði úrslitaleik bikarkeppninnar fyrir Paris St Germain. Barthes missti af verðlaunaafhendingunni eftir leikinn og gaf þá útskýringu að hann hefði þurft að sinna kalli náttúrunnar.

Sport
Fréttamynd

Tottenham fær ekki undanþágu

Knattspyrnusamband Evrópu hafur tilkynnt forráðamönnum Tottenham Hotspur að félagið fái ekki undanþágu um að komast í meistaradeildina á næstu leiktíð ef Arsenal hirðir sæti þeirra með því að sigra í keppninni í ár.

Sport
Fréttamynd

Áfrýjun Neville vísað frá

Áfrýjun Gary Neville, fyrirliða Manchester United, á 5000 punda sekt sem hann fékk fyrir fagnaðarlæti sín í leik gegn Liverpool á Old Trafford í vetur hefur verið vísað frá og leikmanninum því gert að greiða sektina. Neville er mjög ósáttur við niðurstöðuna.

Sport
Fréttamynd

Tekur Roader við liðinu?

Nú er talið að Glenn Roader verði brátt boðin formlega knattspyrnustjórastaðan hjá úrvalsdeildarliði Newcastle, eftir að félagið sótti um varanlega undanþágu fyrir hann sem stjóra liðsins. Roader hefur ekki full réttindi til að stýra liði í úrvalsdeildinni, en hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við af Graeme Souness á sínum tíma og stýrði liðinu úr fallslagnum í keppni um Evrópusæti.

Sport
Fréttamynd

Galdrakvartettinn fer fyrir Brasilíu

Landsliðsþjálfari Brasilíumanna í knattspyrnu, Carlos Alberto Parreira, er ekki í vafa um hvernig hann vill stilla upp liði sínu á HM í sumar og hann hefur þegar tilkynnt byrjunarlið sitt í opnunarleiknum gegn Króötum þann 13. júní.

Sport
Fréttamynd

Stærsta ungmennamótið haldið hér

Alþjóðaleikar ungmenna verða haldnir í Reykjavík á næsta ári. Leikarnir eru fjölmennasta alþjóðlega íþróttamótið sem haldið er árlega. Ólympíuleikarnir sem við fáum að halda segir formaður undirbúningsnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Þeir hefðu sett mig í ævilangt bann

Jose Mourinho átti ekki til orð til að lýsa lélegri dómgæslu í leik Blackburn og Chelsea í gær, þar sem Englandsmeistararnir töpuðu 1-0 en Blackburn tryggði sér Evrópusæti. Mourinho sagði að ef Englandsmeistaratitillinn hefði verið í húfi í leiknum, hefði hann líklega haldið ræðu yfir dómurunum sem hefði kostað hann stjóraferil sinn í landinu.

Sport
Fréttamynd

Jóhannes Karl sópaði til sín verðlaunum

Jóhannes Karl Guðjónsson fór ekki tómhentur heim af lokahófinu hjá Leiceister City í gærkvöldi, en hann kvaddi félagið með því að hirða verðlaun fyrir að vera leikmaður ársins bæði hjá stuðningsmönnum og félögum sínum í liðinu og fékk að auki verðlaun fyrir mark ársins.

Sport
Fréttamynd

Brown sakaður um nauðgun

Miðherjinn Kwame Brown hjá LA Lakers hefur verið ásakaður um nauðgun skömmu eftir þriðja leik liðsins við Phoenix í Los Angeles á dögunum. Brown gaf strax út yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu, en leikmaðurinn hefur enn ekki verið formlega ákærður. Phil Jackson ákvað að leyfa Brown að spila í nótt þrátt fyrir að óttast að leikmaðurinn yrði annars hugar vegna málsins.

Sport
Fréttamynd

Redknapp og Mandaric fara hvergi

Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segist ætla að sitja sem fastast út næstu leiktíð hjá félaginu þó hann viðurkenni að einn daginn muni hann líklega selja restina af hlut sínum Alexandre Gaydamak. Harry Redknapp knattspyrnustjóri er ákveðinn í að halda áfram í starfi sínu svo lengi sem Mandaric heldur áfram og segist sá síðarnefndi ætla að einbeita sér að uppbyggingu æfingaaðstöðu og stúku félagsins á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

KFR vann tvöfalt í bikarnum

Í gær var keppt í úrslitum bikarkeppninnar í keilu í karla- og kvennaflokki og var það lið KFR sem stal senunni í báðum flokkum. Lið KFR-Lærlinga sigraði í karlaflokki eftir einvígi sitt við KR-b 3-0, en aðeins tveimur pinnum munaði á liðunum í öðrum leiknum. KR jafnaði met Lærlinga með sigrinum, sem var sá fjórði hjá liðinu í bikarkeppninni. Í kvennaflokki höfðu KFR-Valkyrjur nokkuð sannfærandi sigur á ÍR-TT 3-0, en þetta var þriðji titill liðsins í röð.

Sport
Fréttamynd

Íhugar málsókn vegna meiðsla Diaby

Arsene Wenger er langt frá því að vera runnin reiðin vegna meiðsla Abou Diabi í leiknum gegn Sunderland á dögunum, þegar Dan Smith hjá Sunderland stórslasaði Diaby með glórulausri tæklingu undir lok leiksins. Diaby verður fyrir vikið ekki meira með Arsenal á leiktíðinni því hann er mikið meiddur á ökkla.

Sport
Fréttamynd

Rooney þarf kraftaverk til að ná HM

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur upplýst að fleiri en eitt bein í ristinni á Wayne Rooney hafi brákast í leiknum gegn Chelsea á dögunum og því þurfi ekkert minna en kraftaverk til að hann geti verið með á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Jónas Grani í Fram

Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH, er genginn í raðir 1. deildarliðs Fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðunni fhingar.net í dag. Jónas Grani átti ekki fast sæti í liði Íslandsmeistaranna í fyrra, en hann gekk til liðs við Hafnfirðinga frá Völsungi á Húsavík á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Heitt í kolunum í Phoenix

LA Lakers tókst ekki að slá Phoenix Suns út úr úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið tapaði 114- 97 í fimmta leik liðanna í Phoenix og því er staðan orðin 3-2 fyrir Lakers. Mikill hiti var í leiknum í gær og voru þeir Kobe Bryant og Raja Bell báðir sendir í bað af dómurunum. Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers, en Boris Diaw átti frábæran leik hjá Phoenix með 25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir mörðu Sacramento

Meistarar San Antonio þurftu á öllu sínu besta að halda í nótt þegar liðið lagði Sacramento 109-98 á heimavelli sínum í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bonzi Wells fór aftur á kostum í liði Sacramento og skoraði 38 stig og hirti 12 fráköst, en þrátt fyrir hetjulega baráttu komst liðið ekki í gegn um meistarana að þessu sinni. San Antonio getur nú klárað dæmið í sjötta leiknum í Sacramento.

Sport
Fréttamynd

Wade kláraði Chicago þrátt fyrir meiðsli

Dwayne Wade tók til sinna ráða á lokasprettinum í fimmta leik Miami og Chicago í nótt og tryggði heimamönnum 92-78 sigur, þrátt fyrir að þurfa að fara meiddur af velli eftir ljóta byltu í fyrri hálfleik. Wade var sprautaður með verkjalyfum og sneri aftur til leiksins eftir að Shaquille O´Neal hafði sent eftir honum.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Vince Carter tryggði Nets sigurinn

New Jersey Nets náði í nótt 3-2 forystu í einvígi sínu við Indiana Pacers í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA. Það var ekki síst fyrir stórleik Vince Carter sem heimamenn í New Jersey náðu að knýja fram nauman 92-86 sigur, en Carter skoraði 34 stig og hirti 15 fráköst. Jason Kidd setti félagsmet með 15 stoðsendingum. Jermaine O´Neal var stigahæstur í liði Indiana með 19 stig þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Valsstúlkna í Eyjum

Valsstúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í kvöld og lögðu heimamenn í ÍBV 24-21 í fyrri leik liðanna í úrslitum deildarbikarkeppninnar í handknattleik. Síðari leikurinn verður í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið og þar eiga Íslandsmeistararnir mjög erfitt verkefni fyrir höndum ætli þær sér að krækja í deildarbikarinn. Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk.

Sport