Íþróttir

Fréttamynd

Clijsters of stór biti að kyngja

Kim Clijsters sigraði Martinu Hingis í átta manna úrslitum á opna ástralska meistaramótinu í morgun. Batt hún þar með enda á vonir Hingis um að komast í úrslitaleik mótsins í sjöunda skipti á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Vill starf Sven Gorans

Guus Hiddink, þjálfari PSV og ástralska landsliðsins hefur mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu þegar Sven Goran Eriksson hættir í sumar. Þetta staðfesti umboðsmaður kappans við enska fjölmiðla í dag.

Sport
Fréttamynd

Wigan í úrslit

Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni eru komnir í úrslitaleik enska deildarbikarsins í ár. Liðið komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Arsenal á Highbury í kvöld eftir framlengdan leik.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Leicester City

Leicester City, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar í ensku 1. deildinni tapaði í kvöld 1-0 fyrir Plymouth. Jóhannes var í liði Leicester og fékk að líta gula spjaldið. Þá var lið föður hans, Notts County í eldlínunni í 2. deildinni og gerði jafntefli við Northampton á heimavelli 2-2.

Sport
Fréttamynd

Framlengt á Highbury

Leikur Arsenal og Wigan í enska deildarbikarnum hefur verið framlengdur eftir að staðan var 1-0 fyrir Arsenal að loknum 90 mínútum. Það var Thierry Henry sem skoraði mark Arsenal á 65. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Wigan

Staðan í leik Arsenal og Wigan í síðari undanúrslitaleiknum í enska deildarbikarnum er 0-0 í hálfleik. Spánverjinn Jose Antonio Reyes misnotaði vítaspyrnu á 22. mínútu leiksins, sem er í beinni útsendingu á Sýn. Wigan vann fyrri leik liðanna 1-0 og er því í ágætis málum enn sem komið er.

Sport
Fréttamynd

Artest skipt fyrir Stojakovic?

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru nú uppfullir af því að Indiana Pacers og Sacramento Kings séu komin á fremsta hlunn með að skipta á þeim Ron Artest og Peja Stojakovic mjög bráðlega. Sagt er að Indiana sé tilbúið að skipta strax, en að boltinn sé hjá forráðamönnum Sacramento og að þeir séu enn að hugsa málið.

Sport
Fréttamynd

Davids með brákaðan fót

Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur orðið fyrir nokkru áfalli, því miðjumaðurinn Edgar Davids verður líklega frá í nokkrar vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Martin Jol knattspyrnustjóri er þó bjartsýnn á að Davids verði fljótur að ná sér.

Sport
Fréttamynd

Fótboltaveisla á Sýn í sumar

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 2006 fer fram í Þýskalandi 9. júní - 9. júlí nk. Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá öllum leikjum keppninnar, 64 talsins, auk þess að sýna fjölda annarra viðburða er tengjast HM 2006 og sjónvarpsþætti, bæði innlenda sem erlenda.

Sport
Fréttamynd

Fílabeinsströndin sigraði Líbíu

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var á skotskónum í dag þegar Fílabeinsströndin lagði Líbíu í leik liðanna í Afríkukeppninni í dag, 2-1. Með sigrinum tryggði liðið sér farseðilinn í fjórðungsúrslit keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Ítarleg rannsókn hafin varðandi leikmannakaup

Richard Scudamore, yfirmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tilkynnt að forráðamenn deildarinnar hafi hleypt af stokkunum ítarlegri rannsókn á öllum leikmannakaupum sem fram fóru í deildinni á síðasta ári með það fyrir augum að útrýma orðrómi um að ólöglegar greiðslur hafi átt sér stað til að hjálpa einstaka liðum að komast yfir ákveðna leikmenn.

Sport
Fréttamynd

Lærisveinar Jewell tilbúnir í slaginn

Paul Jewell, stjóri Wigan, hefur gefið það út að lið Arsenal megi eiga von á miklu stríði í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Highbury. Wigan vann fyrri leikinn 1-0 og nægir því jafntefli í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsendingin klukkan 19:30.

Sport
Fréttamynd

Ágangur fjölmiðla gerði útslagið

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir að ágangur fjölmiðla í landinu hafi verið helsta ástæða þess að hann vildi hætta að þjálfa liðið eftir HM í sumar. Þetta sagði Eriksson á blaðamannafundinum sem hann hélt í dag.

Sport
Fréttamynd

O´Shea meiddur í 4-6 vikur

Varnarmaðurinn John Oshea hjá Manchester United verður frá í einn til einn og hálfan mánuð eftir að í ljós kom að hann er með brákuð rifbein. O´Shea hlaut meiðslin í leiknum gegn Burton Albion á dögunum og þurfti að fara meiddur af velli í leiknum við Liverpool um helgina vegna meiðslanna. Fyrr í dag varð ljóst að Paul Scholes getur ekki spilað meira með liðinu á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Almenn ánægja með nýjan Ferrari

Ferrari hefur nú forlega frumsýnt nýja 2006-bílinn sinn sem hefur fengið heitið 248. Bíllinn var ekinn í fyrsta sinn á Mugello-brautinni á Ítalíu í síðustu viku og var Aldo Costa, hönnuður bílsins var mjög ánægður með útkomuna. "Ég er í skýjunum yfir því hvernig bíllinn er að koma út," sagði hann.

Sport
Fréttamynd

Di Canio aftur í bann

Paolo Di Canio, leikmaður Lazio í ítölsku A-deildinni, hefur aftur verið dæmdur í eins leiks bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyrir að heilsa að fasistasið í deildarleik í síðasta mánuði. Hann þarf auk þess að greiða sekt upp á 10.000 evrur, en hefur nú lofað að hætta þessum uppátækjum.

Sport
Fréttamynd

Það var alltaf möguleiki að hætta eftir HM

Sven-Göran Eriksson hélt blaðamannafund í dag þar sem hann útskýrði sína afstöðu í kjölfar þess að í gærkvöld komst hann að samkomulagi við enska knattspyrnusambandið um að láta af störfum eftir HM í sumar. Eriksson segir að alltaf hafi legið fyrir sá möguleiki að hann hætti á þessum tíma.

Sport
Fréttamynd

Allardyce talinn líklegasti eftirmaður Eriksson

Leitin að nýjum landsliðsþjálfara Englendinga er nú hafin eftir að ljóst varð að Sven-Göran Eriksson hættir eftir HM í sumar. Sam Allardyce, stjóri Bolton, þykir einna líklegastur til að hreppa starfið, en einnig hafa þeir Steve McClaren hjá Boro, Alan Curbishley hjá Charlton og Martin O´Neil, fyrrum þjálfari Celtic koma einna helst til greina í því sambandi.

Sport
Fréttamynd

McGrady skoraði 41 gegn Bucks

Tracy McGrady skoraði 41 stig fyrir lið sitt Houston í góðum sigri liðsins á Milwaukee á útivelli í nótt 97-80. Houston hefur gengið skelfilega í vetur og hefur liðið að mestu verið án þeirra McGrady og Yao Ming, en McGrady undirstrikaði mikilvægi sitt fyrir liðið í nótt. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee.

Sport
Fréttamynd

Scholes ekki meira með á tímabilinu

Miðjumaðurinn Paul Scholes getur ekki leikið meira með Manchester United á tímabilinu eftir að sérfræðingar greindu hann með augnsjúkdóm. Scholes hefur ekki geta spilað síðan hann varð fyrir höfuðhöggi um áramótin, en honum hefur nú verið gert að taka því rólega í þrjá mánuði, þar sem hann sér tvöfalt með hægra auganu.

Sport
Fréttamynd

Hefur fullan stuðning leikmanna

Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Newcastle United, hafa komið til varnar þjálfara sínum, Graeme Souness og segjast styðja hann heilshugar. Þrátt fyrir það virðist sem að starf hans hangi á bláþræði eftir tap helgarinnar gegn Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Fögnuður hluti af leiknum

Gary Neville, fyrirliði Manchester United, segir að hann hafi ekki farið yfir strikið í fögnuði sínum gegn Liverpool á sunnudaginn. Þegar Rio Ferdinand skoraði sigurmarkið hljóp Neville að áhangendum Liverpool og fagnaði óspart, Liverpool-áhangendum til lítillar gleði.

Sport
Fréttamynd

Sharapova komst áfram í undanúrslit

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova, komst í dag áfram í undanúrslit á opna ástralska meistaramótunu í tennis sem fram fer í Melbourne. Sigraði hún andstæðing sinn, Nadiu Petrovu, 7-6, 8-6 og 6-4.

Sport
Fréttamynd

Heiðar skoraði fyrir Fulham

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham í tapi liðsins fyrir West Ham á Upton Park í kvöld 2-1. Ferdinand og Benayoun komu heimamönnum í 2-0 í fyrrihálfleik, en Heiðar minnkaði muninn í þeim síðari. Lengra komst Fulham þó ekki í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Sven-Göran mun hætta eftir HM í sumar

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að Sven Göran Eriksson muni láta af störfum sem þjálfari enska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar. Eriksson hefur verið miðpunktur hneykslismála tengdum og ótengdum starfi sínu á undanförnum misserum.

Sport
Fréttamynd

Samningur vegna HM á Sýn

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Þýskalandi 9. júní í sumar. Allir leikirnir 64 verða sýndir beint á Sýn. Í dag var undirritaður samningur milli Sýnar og fjögurra stuðingsfyrirtækja. Landsbankinn, Iceland Express, Mastercard og Olís verða bakhjarlar Sýnar.

Sport
Fréttamynd

Ekki látinn taka pokann sinn

Graeme Souness heldur enn starfi sínu sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir að hafa átt fund með stjórnarformanni félagsins í dag. Margir voru á því að Souness yrði rekinn í dag eftir enn eitt tap liðsins um helgina, en þeir Freddy Shepherd og Souness áttu aðeins tíu mínútna langan fund eftir hádegið þar sem Souness sagði að þeir hefðu ræðst við á jákvæðum nótum.

Sport
Fréttamynd

Arsenal kaupir Mart Poom

Markvörðurinn Mart Poom hefur nú skrifað undir samning við Arsenal og er genginn formlega í raðir félagsins eftir að hafa verið í herbúðum liðsins sem lánsmaður frá Sunderland. Poom kemur frá Eistlandi og er annar varamarkvörður Arsenal á eftir Manuel Almunia.

Sport
Fréttamynd

Ashton formlega kominn í raðir West Ham

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham gekk í dag formlega frá kaupum sínum á framherjanum Dean Ashton frá Norwich City fyrir 7,25 milljónir punda. Ashton, sem er 22 ára gamall, stóðst læknisskoðun hjá Lundúnaliðinu í dag og er því kominn aftur í úrvalsdeildina þar sem hann stóð sig ágætlega áður en Norwich féll í fyrstu deildina.

Sport
Fréttamynd

West Ham og Fulham mætast í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en það er viðureign West Ham og Fulham sem fram fer á Upton Park í London. Talið er líklegt að gamla brýnið Teddy Sheringham gæti verið orðinn klár í slaginn með West Ham, en eins má gera ráð fyrir því að Heiðar Helguson verði í eldlínunni með liði sínu Fulham. Leikurinn hefst klukkan 20.

Sport