Íþróttir

Fréttamynd

Snorri skoraði tíu mörk

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tíu mörk, þar af sjö úr vítum, fyrir félag sitt, Minden, er það lagði Concordia Delitzsch, 38-26, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Minden er í fjórtánda sæti deildarinnar eftir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Þórarinn til Keflavíkur

Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Kristjánsson mun að öllum líkindum skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Keflavík, í vikunni. Þórarinn hefur verið í viðræðum vð Grindavík og Keflavík síðustu vikur en Grindvíkingar hafa slitið viðræðunum þar sem þeir sáu sér ekki fært að mæta launakröfum Þórarins sem ku vera í hærri kantinum.

Sport
Fréttamynd

Afturelding sigraði í Eyjum

Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga.

Sport
Fréttamynd

Ánægður þrátt fyrir tapið

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagðist stoltur af baráttu sinna manna á Old Trafford í dag, þrátt fyrir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í deildarkeppninni í háa herrans tíð. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr möguleikum Manchester United í baráttunni um meistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Benedikt setti heimsmet

Kraftlyftingamaðurinn Benedikt Magnússon stóð við stóru orðin þegar hann keppti á Evrópumótinu í Finnlandi í dag og setti glæsilegt heimsmet í réttstöðulyftu, með því að lyfta 440 kílóum. Hann átti svo góða tilraun við 455, en hársbreidd vantaði uppá að sú lyfta færi upp.

Sport
Fréttamynd

Manchester United sigraði Chelsea

Chelsea tapaði í fyrsta sinn í fjörutíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti Manchester United heim á Old Trafford. Það var Darren Fletcher sem skoraði sigurmark United með laglegum skalla í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Árni Gautur besti markvörðurinn

Árni Gautur Arason hefur verið útnefndur besti markvörðurinn í norska boltanum á yfirstaðinni leiktíð, en hann var í dag sæmdur Kniksen-verðlaununum svokölluðu, þar sem dómarar, leikmenn og þjálfarar velja bestu leikmenn ársins. Árni varð sem kunnugt er meistari með liði sínu Valerenga á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Fletcher kemur United yfir

Darren Fletcher var rétt í þessu að koma Manchester United í 1-0 gegn Chelsea á Old Trafford með laglegu skallamarki eftir um hálftíma leik, sem fer mjög fjörlega af stað.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Everton

Everton krækti í þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni í dag þegar liðið lagði Middlesbrough 1-0 á heimavelli sínum. Það var James Beattie sem skoraði sigurmarkið með skalla í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Eiður á varamannabekknum gegn United

Eiður Smári Guðjohnsen verður á varamannabekk Chelsea þegar liðið tekur á móti Manchester United í stórleik helgarinnar sem er að hefjast núna klukkan 16:00.

Sport
Fréttamynd

Milwaukee lagði Miami

Milwaukee Bucks hefur byrjað vel í NBA deildinni í vetur og í nótt vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar það skellti Miami á heimavelli sínum 105-100. Michael Redd og Bobby Simmons skoruðu báðir 23 stig fyrir Milwaukee og T.J. Ford 13 stigum og 11 stoðsendingum. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ellefu aðrir leikir voru á dagskrá í nótt.

Sport
Fréttamynd

Manchester United mætir Chelsea í dag

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í enska boltanum í dag þegar Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea. Leikur liðanna hefst klukkan 16, en klukkan 14 eigast við Everton og Middlesbrough.

Sport
Fréttamynd

Philadelphia bíður erfitt verkefni

Lið Philadelphia 76ers hefur enn ekki unnið leik í deildarkeppni NBA það sem af er tímabili, en í kvöld sækir liðið Indiana heim í leik sem verður annar tveggja í beinni útsendingu á NBATV. Hinn leikurinn er viðureign LA Clippers og Minnesota Timberwolves.

Sport
Fréttamynd

Shearer fer í aðgerð í Þýskalandi

Eftir að hafa hjálpað liði sínu Newcastle til sigurs á Birmingham í úrvalsdeildinni í dag, fer Alan Shearer til Þýskalands á mánudaginn þar sem hann mun gangast undir aðgerð við kviðsliti. Stephen Carr, félagi hans hjá Newcastle er ný kominn úr svipaðri aðgerð og vona þeir félagar að þeir verði klárir í slaginn fyrir leikinn við Chelsea eftir hálfan mánuð.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á úrtökumótið

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér í dag keppnisrétt á síðasta úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi, en það fer fram á Spáni í næstu viku. Birgir lauk keppni á úrtökumótinu í Katalóníu í dag á pari og keppir ásamt átta öðrum kylfingum um fjögur síðustu sætin á lokamótinu.

Sport
Fréttamynd

Dómarinn kostaði okkur leikinn

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, kenndi dómaranum um tapið fyrir Liverpool í dag og sagði að vítaspyrnudómurinn undir lokin hefði verið þvættingur. Steven Gerrard skoraði úr spyrnunni og í kjölfarið bætti Liverpool við öðru marki og kláraði leikinn.

Sport
Fréttamynd

Lærisveinar Alfreðs áfram

Þýska liðið Magdeburg tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handknattleik, þegar liðið lagði Chehovski Moskvu 37-28 á heimavelli sínum. Sigfús Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg, en Arnór Atlason skoraði ekki að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Sjötti sigur Wigan í röð

Nýliðar Wigan héldu ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag, þegar liðið vann Portsmouth 2-0 á útivelli. Þetta var sjötti sigur Wigan í röð í deildinni og liðið er nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Chelsea og situr í öðru sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir, nokkuð sem engan hefði órað fyrir í upphafi leiktíðar.

Sport
Fréttamynd

Hlynur sá um Stjörnuna

Lærisveinar Sigurðar Sveinssonar í Fylki unnu góðan sigur á Stjörnunni í DHL-deild karla í handknattleik í dag 21-19. Markahæstur hjá Fylki var Eymar Kruger með sex mörk, en Patrekur Jóhannesson skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Maður leiksins var þó án efa Hlynur Morhens í marki Fylkis, en hann varði 24 skot í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin

Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik fór með sigur af hólmi

Lið Breiðabliks vann lið Icelandair í úrslitum á Mastersmótinu í Egilshöll í dag, en mótið var kennt við markaskorarann Ian Rush, fyrrum leikmann Liverpool, en lið hans hafnaði í þriðja sæti á mótinu eftir sigur á Víkingi í leiknum um þriðja sætið.

Sport
Fréttamynd

Stórtap hjá Haukum í Danmörku

Karlalið Hauka tapaði stórt fyrir danska liðinu Arhus GF í Meistaradeildinni í handbolta í dag 34-21, eftir að hafa verið undir 17-7 í hálfleik. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í síðasta leik sínum í riðlakeppninni ef þeir ætla sér að komast áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Ívar með sigurmark Reading

Ívar Ingimarsson var hetja Reading í dag þegar liðið sigraði QPR í ensku 1. deildinni. Ívar skoraði sigurmark liðsins á 66. mínútu leiksins og heldur Reading því öðru sæti deildarinnar á eftir Sheffield United.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Arsenal

Arsenal vann auðveldan 3-1sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag og Blackburn lagði Charlton nokkuð óvænt 4-1. Þá vann Fulham sigur á Manchester City 2-1, Newcastle lagði Birmingham 1-0 og West Ham vann West Brom 1-0.

Sport
Fréttamynd

Arsenal 2-0 yfir í hálfleik

Nú er kominn háfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur 2-0 yfir í hálfleik gegn Sunderland. Robin van Persie og Thierry Henry skoruðu mörk Arsenal. Blackburn hefur 2-1 yfir gegn Charlton, Fulham hefur yfir 2-1 gegn Manchester City og jafnt er hjá Newcastle og Birmingham, sem og í leik West Ham og West Brom.

Sport
Fréttamynd

Liverpool vann Aston Villa

Liverpool vann góðan útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta leik dagsins. Liverpool vann 2-0 og það voru þeir Steven Gerrard og Xabi Alonso sem skoruðu mörk liðsins á síðustu mínutunum.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í beinni

Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV stöðinni á Digital Ísland í nótt. Fyrri leikurinn er viðureign Detroit Pistons og Boston Celtics, en síðari leikurinn er rimma Golden State Warriors og Utah Jazz. en þar eru á ferðinni lið sem ekki hafa sést mikið á skjánum hérlendis. Veislan byrjar fljótlega upp úr miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík lagði ÍR

Njarðvíkingar sigruðu ÍR 70-65 í baráttuleik í deildarbikarkeppninni í kvöld, en þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitunum. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig, en hitti frekar illa í leiknum. Theo Dixon var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig.

Sport
Fréttamynd

Fram lagði Selfoss

Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27.

Sport
Fréttamynd

O´Neal verður frá í 2-4 vikur

Shaquille O´Neal verður frá keppni í tvær til fjórar vikur með Miami Heat, eftir að hafa snúið sig illa á ökkla í leiknum við Indiana síðustu nótt. Þetta staðfestu læknar liðsins í dag. O´Neal hafði byrjað tímabilið nokkuð rólega og var aðeins með 15 stig og 6 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum.

Sport