Íþróttir

Fréttamynd

HM á snjóbrettum í Osló kostar um 800 milljónir kr.

Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, verður á meðal keppanda á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Osló í Noregi eftir tæpan mánuð. Halldór fékk boð um að taka þátt og þykir það mikill heiður en forsvarsmenn snjóbrettaíþróttarinnar ætla sér að gera HM stórviðburði. Það hefur gengið vel að skipuleggja mótið en það vantar enn aðalstyrktaraðila á mótið.

Sport
Fréttamynd

Íþróttárið 2011 í heild sinni á Vísi | Áramótaþáttur Stöðvar 2 sport

Að venju var íþróttaárið 2011 gert upp á Gamlársdag á Stöð 2 sport. Þar var farið yfir það sem bar hæst á árinu 2011. Logi Ólafsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Svali Björgvinsson og Rúnar Jónsson voru gestir hjá Herði Magnússyni íþróttafréttamanni Stöðvar 2. Hægt er að sjá valin brot úr uppgjörsþættinum á sjónvarpshlutanum á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Árið gert upp á Stöð 2 Sport

Hörður Magnússon mun taka á móti góðum gestum í myndveri Stöðvar 2 Sports og fara yfir íþróttaárið sem er að líða í opinni dagskrá í dag.

Sport
Fréttamynd

Vinsælast á Vísi árið 2011 - Íþróttir

2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu.

Sport
Fréttamynd

Íþróttamaður ársins: Átta nýliðar á meðal efstu tíu

Hinn 5. janúar næstkomandi verður íþróttamaður ársins 2011 útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna. Mikil endurnýjun er á lista yfir tíu efstu í ár og átta eru í þessum hópi í fyrsta sinn. Enginn þeirra hefur hlotið sæmdarheitið áður.

Sport
Fréttamynd

Raikkönen: Býst við að fólk hafi saknað mín!

Kimi Raikkönen mætir aftur til keppni í Formúlu 1 á næsta ári, eftir tveggja ára hlé frá íþróttinni. Hann var látinn hætta hjá Ferrari í lok ársins 2009 og Fernando Alonso tók sæti hans fyrir keppnistímabilið 2010. Raikkönen mun keppa með Lotus Renault liðinu á næsta ári og gerði tveggja ára samning við Renault eins og liðið heitir í dag, en nafni liðsins verður breytt á næsta tímabili með samþykki FIA.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso fagnar endurkomu Raikkönen

Fernando Alonso, ökumaður Ferrari fagnar því að Kimi Raikkönen er að fara keppa aftur í Formúlu 1 með liði sem kallast mun Lotus Renault á næsta ári. Raikkönen var áður hjá Ferrari, en Alonso tók sæti hans hjá liðinu, þó Raikkönen ætti enn ár eftir af samningi sínum við Ferrari liðið.

Formúla 1
Fréttamynd

Íslenskt afreksfólk berst í bökkum

Ísland í dag var með ítarlega umfjöllun um stöðu íslensks afreksfólks í íþróttum í íslensku samfélagi í dag. Ljóst er að íþróttafólk á Íslandi lifir ekki lúxuslífi.

Sport
Fréttamynd

Hülkenberg og Di Resta keppa með Force India 2012

Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hulkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil.

Formúla 1
Fréttamynd

Stanslaust hringt í nýliðann Vergne eftir ráðningu

Jean Eric Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 á næsta ári með Torro Rosso liðinu. Hann varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi 2010 og náði markverðum árangri á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir síðustu Formúlu 1 keppni ársins á dögunum..

Formúla 1
Fréttamynd

Staða átta Formúlu 1 ökumanna óljós fyrir 2012

Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er.

Formúla 1
Fréttamynd

Torro Rosso skiptir um keppnisökumenn fyrir næsta ár

Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Við áttum stórkostlegt tímabil

Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúlu 1 meistaraliðinu fagnað á heimaslóðum

Um 60.000 manns fögnuðu Formúlu 1 meistaraliði Red Bull í Milton Keynes í Bretlandi í gær þegar meistari ökumanna, Sebastian Vettel og Mark Webber óku bílum liðsins á götum bæjarins. Red Bull liðið er með aðsetur í bænum. Ökumennirnir tveir og Christian Horner, yfirmaður liðsins tóku á móti verðlaunum á verðlaunahátið FIA, alþjóðabílasambandsins í Nýju Delí í Indlandi á föstudagskvöld.

Formúla 1
Fréttamynd

Fjögur Íslandsmet á NM unglinga

Íslenskt sundfólk setti fjögur ný Íslandsmet á Norðurlandamóti unglinga og pre-seniors eins og það nefnist á ensku. Mótið hófst í gær og fór vel af stað fyrir íslenska liðið.

Sport
Fréttamynd

Vettel tók á móti heimsmeistarabikarnum

Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Fornúlu 1 á sérstakri verðlaunahátíð FIA, alþjóðabílasambandsins sem fór fram í Nýju Delí í Indlandi í gærkvöldi. Jean Todt forseti FIA afhenti Vettel bikarinn, en Vettel tryggði sér meistaratitilinn í Formúlu 1 annað árið í röð á þessu keppnistímabili með Red Bull liðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári

Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum.

Formúla 1
Fréttamynd

Ragna komin í fjórðungsúrsilt

Ragna Ingólfsdóttir vann fyrstu tvær viðureignir sínar á opna velska meistaramótinu í badminton í dag og er komin áfram í fjórðungsúrslit.

Sport
Fréttamynd

Pastor Maldonado áfram hjá Williams

Pastor Maldonado verður áfram ökumaður Williams Formúlu 1 liðsins á næsta ári og Valteri Bottas verður varaökumaður liðsins. Maldonado byrjaði að keppa með Williams á þessu ári við hlið Rubens Barrichello.

Formúla 1
Fréttamynd

Breyttu nafninu án samráðs við eigandann

Haukar hafa beðið Hafnarfjarðarbæ afsökunar á að hafa breytt nafninu á íþróttahúsinu á Ásvöllum án samráðs við bæinn sem á húsið. Haukar hafa gert 2 ára auglýsingasamning við þýska flutningafyritækið DB Schenker. Íþróttahúsið á Ávöllum ber nú nafnið Schenker höllin og fótboltavöllurinn heitir nú Schenkervöllurinn.

Sport
Fréttamynd

Raikkönen: Ég tapaði aldrei ástríðunni fyrir Formúlu 1

Kimi Raikkönen mætir til keppni í Formúlu 1 á næsta ári með Lotus Renault liðinu, eftir að hafa keppt tvö ár í rallakstri. Hann ók síðast með Ferrari árið 2009 í Formúlu 1 og var bæði í viðræðum við forráðamenn Williams og Renault um næsta tímabil, en valdi að ganga til liðs við síðarnefnda liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta keppnistímabili.

Formúla 1
Fréttamynd

Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Charles Pic ekur með Marussia liðinu 2012

Marussia Virgin Formúlu 1 liðið hefur samið við Charles Pic frá Frakklandi um að aka með liðunu 2012 ári, en Timo Glock hefur þegar gert samning um að keppa áfram með liðinu á næsta ári. Marussia Virgin hefur fengið leyfi FIA til að breyta nafni liðsins fyrir næsta tímabil og bílar liðsins munu heita Marussia á næsta ári, í stað Virgin. Liðið er að hluta til í eigu rússneska sportbílaframleiðandans Marussia.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel segir tímabilið hafa verið undarvert

Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber: Alltaf gaman að vinna

Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel ánægður eftir hafa slegið met

Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar.

Formúla 1