Íþróttir

Fréttamynd

Líkir Platini við leyniskyttu

Það stefnir í harða kosningabaráttu milli Lennarts Johansson og Michels Platini sem báðir sækjast eftir forsetastóli UEFA. Sitjandi forseti sambandins, Lennart Johansson, hefur líkt vinnuaðferðum Michels Platini við þeirra sem vinna sem leyniskyttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Genk vildi fá Veigar Pál fram á sumar

Belgíska úrvalsdeildarliðið Genk setti sig fyrir helgi í samband við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk með það fyrir augum að fá Veigar Pál Gunnarsson lánaðan til félagsins. Stabæk var aðeins tilbúið að lána Veigar til Belgíu í þrjá mánuði en ekki til loka tímabilsins eins og óskað var eftir. Útlit er því fyrir að ekkert verði af því að Veigar Páll fari til Belgíu, í bili að minnsta kosti.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíar flengdu Norðmenn

Svíar unnu 13 marka sigur á Norðmönnum, 22-35, í Haukelandshallen í Bergen, í lokaleik norska liðsins fyrir HM í handbolta. Norska liðið hefur verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum og vann meðal annars 12 marka sigur á Íslandi.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Stefan ristarbrotinn

Handboltakappinn Andri Stefan, leikmaður Hauka, gengur um á hækjum þessa dagana enda er hann ristarbrotinn. Það er bót í máli fyrir Hauka að Andri skuli meiðast meðan frí er í DHL-deildinni vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

20 milljónir til kvennaíþrótta

Menningarsjóður Glitnis hefur lagt fram 20 milljónir króna til að stofna Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ en Sjóðstjórnin tók við styrknum á Nýárshófi Glitnis.

Sport
Fréttamynd

Webber fer til Detroit

Miðherjinn Chris Webber hefur staðfest að hann muni ganga til liðs við Detroit Pistons í NBA-deildinni en búist er við að gengið verði formlega frá félagsskiptum hans úr Philadelphia síðar í þessari viku. Mörg félög voru á höttunum á eftir Webber, sem er einn reyndasti miðherji deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Alonso stefnir á sigur með McLaren

Heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1, Spánverjinn Fernando Alonso, er sigurviss fyrir komandi tímabil í kappakstrinum. Alonso skipti úr herbúðum Renault í McLaren eftir síðasta tímabil og telur hann að keppnisbíll McLaren eigi mikið inni þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið eina einustu keppni í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Young sagði nei takk við Eggert og félaga

Ashley Young, framherji Watford, neitaði í dag að ganga til liðs við West Ham, en félag hans hafði áður samþykkt 9,65 milljón króna tilboði frá Eggerti Magnússyni og félögum. Ástæðan fyrir ákvörðun Young er óþekkt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Norman dustar rykið af kylfunum

“Hvíti hákarlinn” eða hinn gamalreyndi ástralski kylfingur Greg Norman hefur boðað þáttöku sína á Dubai-Classic mótinu í golfi sem fram fer í næsta mánuði. Tilkynning Norman kemur mikið á óvart, enda hefur hann að mestu einbeitt sér að eigin viðskiptum á síðustu misserum og lítið sem ekkert keppt á opinberum vettvangi.

Golf
Fréttamynd

Alfreð tilkynnir landsliðshópinn

Enginn leikmaður datt úr landsliðshóp Alfreðs Gíslasonar sem fer til Þýskalands og tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í handbolta. Alfreð kaus að fara með 17 leikmenn á mótið en aðeins 16 þeirra mega taka þátt í undanriðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Capello biðst afsökunar á ósiðlegu athæfi

Fabio Capello, stjóri Real Madrid, hefur beðist afsökunar á að hafa sýnt tveimur áhorfendum fingurinn í viðureign Real Madrid og Zaragoza í gærkvöldi. Capello hefur verið undir miklu álagi að undanförnu og svo virðist sem að það sé farið að sjá á sálinni á ítalska stjóranum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert miðað við Valencia

Rafael Benitez segir að pressan sem hann sé undir sem knattspyrnustjóri Liverpool sé ekkert miðað við þá sem hann þurfti að þola þegar hann var við stjórnvölinn hjá Valencia á Spáni. Benitez hefur verið sagður valtur í sessi hjá Liverpool eftir tvö slæm töp gegn Arsenal fyrr í mánuðinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vopnahlé í herbúðum Chelsea

Nokkur ensku dagblaðanna segja frá því í morgun að Jose Mourinho og æðstu stjórnarmenn Chelsea hafi komist að samkomulagi um vopnahlé – að minnsta kosti fram á sumar. Lausnin felst í því að gefa Mourinho einhvern pening til að kaupa varnarmann til liðsins í janúar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Beckham tók rétta ákvörðun

Nick Webster, helsti knattspyrnusérfræðingur FOX-íþróttastöðvarinnar í Bandaríkjunum, skrifar áhugaverðan pistil í dag um komu David Beckham til landsins. Þvert á skoðanir flestra aðra telur Webster að Beckham hafi tekið hárrétta ákvörðun. Og rökin sem hann gefur fyrir því eru býsna góð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ljubicic tapaði í fyrstu umferð

Tennisspilarinn Ivan Ljubicic datt óvænt úr keppni í fyrstu umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun þegar hann beið í lægri hlut gegn Bandaríkjamanninum Mardy Fish í fjórum settum. Ljubicic var í fjórða sæti á styrkleikalista mótsins. Roger Federer hóf titilvörn sína með auðveldum sigri.

Sport
Fréttamynd

Viðræður milli Real og LA Galaxy í fullum gangi

Viðræður hafa staðið yfir í morgun og alla helgina á milli Real Madrid og LA Galaxy um að David Beckham fái að yfirgefa herbúðir spænska liðsins strax í þessari viku og ganga til liðs við bandaríska liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Jordan: Schumacher verður goðsögn

Eddie Jordan, stofnandi og æðsti yfirmaður Jordan-liðsins í formúlu 1, segir að orðspor Michael Schumcaher í íþróttinni muni aukast til muna á næstum misserum nú þegar hann er hættur að aka. Jordan, sem gaf Schumacher fyrst tækifæri í formúlu 1 árið 1991, telur að Schumacher verði orðinn goðsögn innan fárra ára.

Formúla 1
Fréttamynd

Dallas með sigurkörfu á síðustu sekúndu

Josh Howard tryggði Dallas sigur á Toronto í NBA-deildinni í nótt með því að skora sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var til leiksloka. Dallas náði að vinna upp 16 stiga forystu Toronto á tiltölulega skömmum tíma og tryggja sér þannig sinn 17. sigur í síðustu 18 leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sharapova stefnir á sigur

Maria Sharapova segist verða var við aukna pressu í sinn garð eftir að hún var sett í efsta sæti í styrkleikaröðun kvenna fyrir Opna ástralska meistaramótið í tennis. Komist Sharapova í undanúrslit mótsins mun hún hreppa toppsætið á heimslistanum í tennis.

Sport
Fréttamynd

Fer Raul til Liverpool?

Rafael Benitez reynir nú af öllum krafti að ná samkomulagi við Real Madrid um kaup á spænska gulldrengnum Raul til Liverpool. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun og segjast hafa fyrir því öruggar heimildir. Real Madrid hefur ekkert látið hafa eftir sér um málið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Beckham horfði á leikinn með mömmu sinni

Mark frá Ruud van Nistelrooy var nóg til að tryggja Real Madrid öll þrjú stigin sem í boði voru í viðureign liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real er nú komið með 35 stig líkt og Barcelona og er í 2.-3. sæti deildarinnar. David Beckham horfði á leikinn úr stúkunni með mömmu sína sér við hlið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo fer frá Real Madrid

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur viðurkennt að brasilíski framherjinn Ronaldo sé á förum frá félaginu og það líklega nú í janúar. Newcastle er sagt líklegast til að klófesta markaskorarann.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvænt tap Sevilla á heimavelli

Topplið Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni tapaði óvænt fyrir Mallorca á heimavelli sínum í dag og mistókst þannig að auka við forskotið sem liðið hefur á Barcelona. Valencia er komið upp í þriðja sæti eftir sigur á Levante.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham til LA í þessum mánuði?

Ekki er loku fyrir það skotið að David Beckham fari fyrr til Bandaríkjanna en áætlað er en líklegt þykir að forráðamenn LA Galaxy, sem Beckham samdi við fyrir helgi, reyni að kaupa upp samning hans við Real en sem kunnugt er mun Beckham ekki spila aftur fyrir spænska stórveldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ralf er ekki að hætta

Ökuþórinn Ralf Schumacher segir að ekkert sé til í þeim fregnum að hann hyggist hætta í formúlu eftir að núverandi samningur hans við Toyota rennur út eftir næsta tímabil. Schumacher hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Toyota og við það fóru sögusagnirnar af stað.

Formúla 1
Fréttamynd

Tekur Lippi við af Mourinho?

Forráðamenn Chelsea eru sagðir hafa viðrað þá hugmynd við ítalska þjálfarann Marcello Lippi, sá er stýrði ítalska landsliðið til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, um að að taka við af Jose Mourinho – fari svo að portúgalski stjórinn yfirgefi herbúðir Englandsmeistaranna eftir tímabilið.

Enski boltinn
Fréttamynd

De Villiers eykur forskot sitt

Giniel de Villiers frá Suður-Afríku bar sigur úr býtum í 8. dagleið í Dakar-rallinu sem fram fór í dag og hann nú kominn með yfir hálftíma forskot á næsta mann í kappakstrinum, Stephane Peterhansel frá Frakklandi.

Sport
Fréttamynd

Newcastle vann Tottenham í frábærum leik

Newcastle sýndi mikinn karakter í leik sínum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag og sigraði 3-2 eftir að hafa hafa lent undir í síðari hálfleik. Leikurinn var frábær skemmtun og buðu bæði lið upp á bullandi sóknarleik. Marktilraunir í leiknum voru alls 38 talsins, þar af áttu heimamenn 26 þeirra.

Enski boltinn