Fótbolti

Óvænt tap Sevilla á heimavelli

Fernando Torres skoraði tvö mörk fyrir Atletico Madrid í dag.
Fernando Torres skoraði tvö mörk fyrir Atletico Madrid í dag. MYND/AFP

Topplið Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni tapaði óvænt fyrir Mallorca á heimavelli sínum í dag og mistókst þannig að auka við forskotið sem liðið hefur á Barcelona. Valencia er komið upp í þriðja sæti eftir sigur á Levante.

Auk þess að Sevilla hafði verið með 100% árangur á heimavelli fyrir leikinn í dag hafði Mallorca tapað fimm leikjum í röð og bjuggust því langflestir við auðveldum sigri heimamanna. Annað kom á daginn því gestirnir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og náðu að skora tvö mörk eftir að Freddie Kanoute hafði komið heimamönnum yfir. Jose Carlos Nunes og Maxi Lopez skoruðu hins vegar fyrir gestina í síðari hálfleik og þar við sat.

Þrátt fyrir tapið er Sevilla áfram á toppi deildarinnar með 37 stig, tveimur meira en Barcelona. Valencia er í þriðja sæti með 33 stig. Þar á eftir kemur Atletico Madrid en liðið sigraði Celta Vigo, 3-1, í dag. Fernando Torres skoraði tvívegis fyrir Atletico í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×