Enski boltinn

Tekur Lippi við af Mourinho?

Marcello Lippi er "atvinnulaus" í augnablikinu og bíður eftir rétta tilboðinu.
Marcello Lippi er "atvinnulaus" í augnablikinu og bíður eftir rétta tilboðinu. MYND/Getty

Forráðamenn Chelsea eru sagðir hafa viðrað þá hugmynd við ítalska þjálfarann Marcello Lippi, sá er stýrði ítalska landsliðið til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, um að að taka við af Jose Mourinho - fari svo að portúgalski stjórinn yfirgefi herbúðir Englandsmeistaranna eftir tímabilið.

Hinn hollenski Guus Hiddink hefur áður verið orðaður sem eftirmaður Mourinho en nokkuð er síðan greint var frá meintum trúnaðarbresti Mourinho og æðstu yfirmanna Chelsea sem hefur ýtt undir þann orðróm að Mourinho kunni að fara frá Chelsea í sumar.

Það eru ítalskir fjölmiðlar sem segja frá þessu í morgun en Lippi er án starfs eftir að hafa hætt með ítalska liðið eftir HM. Hinn 58 ára gamli Lippi er einstaklega sigursæll þjálfari og hafði náð mögnuðum árangri með Juventus, Napoli og Inter Milan í ítölsku A-deildinni áður en hann gerði ítalska landsliðið að því besta í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×