Íþróttir

Fréttamynd

16 ára gutti komst í gegnum niðurskurð

Tadd Fujikawa, 16 ára strákur frá Hawaai, varð í gær næst yngsti kylfingurinn frá upphafi til að komast í gegnum niðurskurð á PGA-mótaröðinni í golfi. Fujikawa lék þá á þremur höggum undir lágmarkinu á Sony-meistaramótinu í Honolulu og skyggði algjörlega á Michelle Wie, stöllu sína frá Hawaii, sem var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Golf
Fréttamynd

Beckham spilar ekki meira fyrir Real

David Beckham hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid, að því er Fabio Capello, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti nú í morgun. Beckham á hálft ár eftir af samningi sínum við Real og fær að æfa með liðinu - en ekki spila.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool með forystu í hálfleik

Liverpool hefur 2-0 forystu gegn Watford á útivelli í hádegisleik enska boltans nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Peter Crouch og Dirk Kuyt hafa skorað mörk Liverpoool, en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez stillir upp einkar sókndjörfu liði í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Doyle er ekki á förum frá Reading

Kevin Doyle, framherji Reading og einn helsti spútnikleikmaður enska boltans í ár, kveðst ekki reiðubúinn að yfirgefa herbúðir nýliðinna í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að stærri lið hafi sýnt honum áhuga á síðustu vikum. Doyle hefur slegið í gegn á leiktíðinni og skorað 10 mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Federer tapaði í Ástralíu

Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick gerði sér lítið fyrir og lagði Svisslendinginn Roger Federer af velli í úrslitaviðureign Kooyong-mótsins í Melbourne í Ástralíu sem fram fór í morgun. Roddick vann sannfærandi sigur; 6-2, 3-6 og 6-3, gegn langstigahæsta tennisspilara heims.

Sport
Fréttamynd

Allen og Nowitzki stálu senunni

Dirk Nowitzki hjá Dallas og Ray Allen hjá Seattle voru menn næturinnar í NBA-boltanum. Nowitzki skoraði 43 stig, það mesta sem hann hefur skorað á leiktíðinni, þegar Dallas lagði Indiana af velli en Allen gerði enn betur og setti niður 54 stig í sigri Seattle á Utah. Allen hefur aldrei skorað meira á sínum ferli.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik

Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

15 félög á eftir Beckham?

Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið.

Fótbolti
Fréttamynd

Deco vill fara til Englands

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum

Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur.

Sport
Fréttamynd

Man. Utd. tapaði stigum

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United, tapaði stigum nú undir kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 2-2. Forysta Man. Utd. í deildinni er engu að síður sjö stig, en Chelsea á leik til góða og getur minnkað hana niður í fjögur stig með sigri.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þrír tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku

Afríska knattspyrnustambandið hefur tilkynnt hvaða þrír leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins í Afríku. Ekki er hægt að segja að tilnefningarnar komi mikið á óvart en leikmennirnir sem um ræðir eru Didier Drogba, Michael Essien og Samuel Eto'o.

Fótbolti
Fréttamynd

Upson vill ekki vera hjá Birmingham

Umboðsmaður varnarmannsins Matthew Upson hefur lýst því yfir að leikmaðurinn sjái framtíð sína ekki í herbúðum Birmingham, en hann er með samning við liðið sem rennur út eftir 18 mánuði. Ummæli umboðsmannsins verða líklega til þess að Birmingham haldi uppboð á Upson á næstu dögum, þar sem hæstbjóðandi hreppi hnossið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Essien varar Man. Utd. við

Michael Essien hjá Chelsea telur að lið sitt sé langt frá því búið að segja sitt síðasta í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Essien segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea fari að spila eðlilega á ný og hvenær Man. Utd. detti úr því formi sem það hefur verið í að undanförnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

West Ham tapaði 6-0

Eigendurnir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson og knattspyrnustjórinn Alan Curbishley voru þungir á brún þegar sjónvarpsmyndavélar beindu sjónum sínum að þeim eftir viðureign West Ham og Reading. West Ham fékk háðuglega útreið og tapaði 6-0.

Enski boltinn
Fréttamynd

Línur að skýrast í NBA

Þrjú efstu lið NBA-deildarinnar; Dallas, San Antonio og Pheonix, unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Þegar tímabilið er nú tæplega hálfnað eru línur teknar að skýrast og er ljóst að Vesturdeildin er mun sterkari en Austurdeildin.

Körfubolti
Fréttamynd

West Ham niðurlægt

Íslendingaliðið West Ham er 4-0 undir gegn Reading þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins er í molum og eru sprækir leikmenn Reading bókstaflega að valta yfir kollega sína. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Reading.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ívar er fyrirliði Reading

Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ótrúlegur leikkafli hjá Liverpool

Liverpool er komið með 2-0 forystu gegn Bolton eftir að hafa skorað tvö stórkostleg mörk með tæplega mínútu millibili. Fyrst skoraði Peter Crouch með klippu og síðan bætti Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti upp í samskeytin.

Fótbolti
Fréttamynd

Tiger verður pabbi á árinu

Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi.

Golf
Fréttamynd

Giggs vill verða stjóri í framtíðinni

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Zidane vinsælastur í Frakklandi

Fyrrum fyrirliði franska landsliðsins, Zinedine Zidane, er ennþá sá einstaklingur sem er mest dýrkaður af frönsku þjóðinni þrátt fyrir uppákomuna í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane lét reka sig af velli fyrir að skalla Ítalann Marco Materazzi. Þetta eru niðurstöður víðtækrar könnunar sem gerð var í Frakklandi af tilefni áramótanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Markmið AC Milan er Meistaradeildin

Brasilíski markvörðurinn hjá AC Milan, Dida, segir að markmið leikmanna hjá liðinu sé að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. AC Milan hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Jordan skilinn við eiginkonu sína

Michael Jordan, besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, er skilin við eiginkonu sína til 17 ára, Juanitu. Í sameiginlegri tilkynningu frá lögmönnum þeirra segir að skilnaðurinn fari fram í mestu vinsemd.

Körfubolti
Fréttamynd

Van Persie getur orðið sá besti

Þjálfarar í fótboltanum keppast þessa dagana við að segja hvaða leikmaður þeir telji hafa burði til að verða besti leikmaður heims í framtíðinni. Í vikunni voru það Alex Ferguson og Carlos Queroz hjá Man. Utd sem dásömuðu Cristiano Ronaldo, en nú hefur Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, sagt það sama um Robin van Persie, leikmann Arsenal.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rossi fer ekki aftur til Newcastle

Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hefur ákveðið að halda hinum unga Giuseppe Rossi á Old Trafford eftir áramót. Ferguson er ekki ánægður með með fá tækifæri Rossi hefur fengið á láni sínu hjá Newcastle og telur sig hafa not fyrir hinn 19 ára gamla ítalska framherja.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kemur mér ekki á óvart

Jose Mourinho þykir ekki skrítið að lið sem Chelsea mætir um þessar mundir leggi áherslu á sóknarleikinn. Mourinho viðurkennir að vörn Chelsea sé eins og gatasigti án John Terry og Petr Cech.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benitez ánægður með sína menn

Hinn spænski Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn Tottenham í gær. Liverpool vann mikilvægan sigur og náði þannig að snúa strax við taflinu eftir tap gegn Blackburn á öðrum í jólum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ferguson hrósar Reading

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði Reading í hástert eftir viðureign liðanna á Old Trafford í gær. Ferguson sagði leikmenn liðsins hafa verið einstaklega baráttuglaða og að þeir hefðu gert heimamönnum afar erfitt fyrir.

Enski boltinn